Íslenski boltinn

Atli Viðar segir að rauða spjaldið hafi verið kolrangur dómur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rauða spjaldið fer á loft í gær.
Rauða spjaldið fer á loft í gær. vísir/skjáskot

Atli Viðar Björnsson sagði að rauða spjaldið sem Guðmundur Kristjánsson fékk í leik FH og Stjörnunnar hafi verið rangt.

Guðmundur átti erfiðar þrjár mínútur í tapi FH-liðsins í gær. Hann lenti í vandræðum í fyrsta markinu á 68. mínútu og tveimur mínútum síðar var hann sendur í bað.

Gulu spjöldin voru til umræðu í Pepsi Max stúkunni í gærkvöldi og Atli Viðar Björnsson var á því að síðara spjaldið hafi verið rangt.

„Mér finnst vægt til orða tekið að þetta sé harður dómur,“ sagði Atli Viðar.

„Mér finnst þetta bara rangur dómur. Fyrra gula spjaldið var réttlætanlegt. Hann gat örugglega dæmt á þetta án þess að spjalda.“

„Gummi er bara að skýla og hann veit ekki af Þorsteini Má. Hann er aldrei að slá til hans. Mér finnst Vilhjálmur Alvar hafa metið þetta kolrangt.“

Klippa: Pepsi Max stúkan - Rauða spjaldið

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×