Allir þrír í framlínu Dortmund eru fæddir í Englandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2020 14:30 Erling Braut Håland, Jadon Sancho og Giovanni Reyna fagna marki Håland á móti PSG í Meistaradeildinni í gær ásamt félögum sínum í Dortmund liðinu. Getty/Jörg Schüler/ Englendingar telja sig eiga eitthvað í framherjum þýska liðsins Borussia Dortmund. Allir þrír í framlínu Dortmund frá því í gær eru nefnilega fæddir i Englandi en það eru þeir Erling Braut Håland, Jadon Sancho og Giovanni Reyna. Jadon Sancho er hins vegar sá eini þeirra sem spilar með enska landsliðinu. Ástæðan er að þeir Erling Braut Håland og Giovanni Reyna fæddust báðir í Englandi en á sama tíma voru feður þeirra að spila í enska boltanum. Þeir byrjuðu reyndar ekki allir leikinn en Giovanni Reyna kom inn á fyrr Belgann Thorgan Hazard í stöðunni 0-0 á 68. mínútu leiksins. Erling Braut Håland og Jadon Sancho eru tveir af mest spennandi táningum knattspyrnuheimsins í dag og hinn sautján ára gamli Giovanni Reyna er einnig farinn að minna á sig. Giovanni Reyna varð í gærkvöldi yngsti leikmaðurinn í sögu Meistaradeildarinnar til að leggja upp mark þegar hann lagði upp annað marka Erling Braut Håland. View this post on Instagram Erling Haaland - Leeds. Giovanni Reyna - Sunderland. Jadon Sancho - London. A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) on Feb 18, 2020 at 2:48pm PST Erling Braut Håland er 19 ára gamall Norðmaður en hann fæddist 21. júlí 2000 í Leeds á Englandi þar sem faðir hans Alf-Inge Håland var að færa sig frá Leeds United yfir í Manchester City. Håland sló í gegn með austurríska félaginu Red Bull Salzburg í haust en þýska liðið keypti hann í janúar. Giovanni Reyna er 17 ára gamall Bandaríkjamaður en hann fæddist 13. nóvember 2002 í Sunderland á Englandi þar sem faðir hans Claudio Reyna, lék með Sunderland. Móðir hans var einnig landsliðskonan hjá Bandaríkjunum en Danielle Egan lék sex leiki fyrir bandaríska landsliðið. Giovanni Reyna lék sinn fyrsta leik með Dortmund í janúar en hann kom til liðsins frá New York City. Jadon Sancho er 19 ára gamall Englendingur en hann fæddist 25. mars 2000 í Camberwell á Englandi. Sancho hefur þegar leikið ellefu A-landsleiki fyrir England og skorað í þeim tvö mörk. Hann kom til Dortmund frá Manchester City árið 2017. X Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Sjá meira
Englendingar telja sig eiga eitthvað í framherjum þýska liðsins Borussia Dortmund. Allir þrír í framlínu Dortmund frá því í gær eru nefnilega fæddir i Englandi en það eru þeir Erling Braut Håland, Jadon Sancho og Giovanni Reyna. Jadon Sancho er hins vegar sá eini þeirra sem spilar með enska landsliðinu. Ástæðan er að þeir Erling Braut Håland og Giovanni Reyna fæddust báðir í Englandi en á sama tíma voru feður þeirra að spila í enska boltanum. Þeir byrjuðu reyndar ekki allir leikinn en Giovanni Reyna kom inn á fyrr Belgann Thorgan Hazard í stöðunni 0-0 á 68. mínútu leiksins. Erling Braut Håland og Jadon Sancho eru tveir af mest spennandi táningum knattspyrnuheimsins í dag og hinn sautján ára gamli Giovanni Reyna er einnig farinn að minna á sig. Giovanni Reyna varð í gærkvöldi yngsti leikmaðurinn í sögu Meistaradeildarinnar til að leggja upp mark þegar hann lagði upp annað marka Erling Braut Håland. View this post on Instagram Erling Haaland - Leeds. Giovanni Reyna - Sunderland. Jadon Sancho - London. A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) on Feb 18, 2020 at 2:48pm PST Erling Braut Håland er 19 ára gamall Norðmaður en hann fæddist 21. júlí 2000 í Leeds á Englandi þar sem faðir hans Alf-Inge Håland var að færa sig frá Leeds United yfir í Manchester City. Håland sló í gegn með austurríska félaginu Red Bull Salzburg í haust en þýska liðið keypti hann í janúar. Giovanni Reyna er 17 ára gamall Bandaríkjamaður en hann fæddist 13. nóvember 2002 í Sunderland á Englandi þar sem faðir hans Claudio Reyna, lék með Sunderland. Móðir hans var einnig landsliðskonan hjá Bandaríkjunum en Danielle Egan lék sex leiki fyrir bandaríska landsliðið. Giovanni Reyna lék sinn fyrsta leik með Dortmund í janúar en hann kom til liðsins frá New York City. Jadon Sancho er 19 ára gamall Englendingur en hann fæddist 25. mars 2000 í Camberwell á Englandi. Sancho hefur þegar leikið ellefu A-landsleiki fyrir England og skorað í þeim tvö mörk. Hann kom til Dortmund frá Manchester City árið 2017. X
Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Landar Arsenal framherja? Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Sjá meira