Lögreglan á Suðurlandi hefur óskað eftir aðstoð björgunarsveita á svæðinu við að leita að ferðamanni á Sólheimasandi. Maðurinn hafði verið með hópi ferðamanna en skilaði sér ekki til baka.
Þetta staðfesta þeir Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi hjá Landsbjörg og Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu.
„Hann var að ferðast þarna með hóp og það hefur ekkert heyrt frá honum síðan um fimmleytið,“ segir Sveinn Kristján en fyrstu björgunarsveitar menn voru að mæta á svæðið.
Leit hófst nú fyrir skömmu en ágætis veður er á svæðinu og skilyrði til leitar því þokkaleg miðað við síðustu daga.