Ekki stefna að hamingju Bergsveinn Ólafsson skrifar 17. febrúar 2020 12:30 Undanfarin þrjú ár hef ég verið að kortleggja hvað einkennir gott líf. Mín ástríða er að finna út hvað gerir lífið þess virði að lifa því. Ég áttaði mig fljótt á því að það er hægara sagt en gert og að það myndi verða mitt lífsverkefni en ekki eitthvað sem væri að finna í stuttum pistli á Vísi. Þegar ég segi gott líf, þá er ég ekki endilega að meina hamingjusamt líf heldur merkingarfullt líf. Ég tel að við eigum ekki að stefna að hamingju í lífinu eins og við lítum á hana. Við lítum flest á hamingju í tengslum við ánægjuleg augnablik eins og að klára erfiða vinnutörn, fara í sumarfrí, flytja inn í nýja íbúð eða að ná markmiðunum sínum. Með öðrum orðum: Við metum hana sem huglægt ástand þar sem við upplifum “jákvæðar” tilfinningar án „neikvæða” tilfinninga. Þegar við stefnum að þessari hamingju er hættan sú að við bíðum eftir því að verða hamingjusöm. Að við bíðum eftir því að lífið verði þægilegur áfangastaður þar sem við munum upplifa langvarandi hamingju. Þetta er hættuleg hugsun. Gallinn við hana er að þessi augnablik vara ekki að eilífu. Sumarfríið sem þú hefur beðið eftir í hálft ár er einungis tvær vikur. Ánægjan sem fylgir því að ná markmiðinu sem þú hefur unnið að í ár hverfur á einum degi. Vinnan inniheldur oftar krefjandi heldur en auðveldar tarnir. Þetta gerir það að verkum að við verðum fyrir miklum vonbrigðum og tómleika þegar við mætum á staðinn sem við höfum beðið með miklum væntingum eftir að komast á. Biðin er miklu lengri en tilfinningin sem fylgir augnablikinu sem þú ert að bíða eftir. Biðin eru dagarnir sem koma og fara. Biðin er lífið. Með öðrum orðum: Góða lífið er hugsanlega ekki að finna upp á toppnum á fjallinu heldur á leiðinni upp fjallið – í vegferðinni sem við erum öll að bíða eftir að ljúki. Ekki misskilja mig, það er yndislegt að upplifa ánægjuleg augnablik og þau gefa manni heilan helling. Þessar upplifanir gefa okkur ánægju, gleði og aðrar jákvæðar tilfinningar sem eru okkur mikils virði og við eigum að njóta þeirra til hins ýtrasta. Sannleikurinn er samt sá að lífið eru ekki bara jákvæð augnablik sem vara endalaust. Lífið er í grunninn þjáning. Lífið er fáránlega krefjandi verkefni sem inniheldur vonbrigði, erfiðleika, áföll, veikindi og dauða. Hugsanlega upplifa einstaklingar sig sem ákveðin mistök ef þeim finnst að þau séu ekki að uppfylla sanna markmið samfélagsins um að verða hamingjusöm í lífinu. Ef einstaklingar leita stöðugt að hamingju í þessari mynd er ansi líklegt að hún færist fjær og fjær þeim þar sem einstaklingar virðast aldei vera sáttir þar sem þeir eru. Því getur það snúist í andhverfu sína að stefna að hamingju og þessir einstaklingar verða óhamingjusamir fyrir vikið. Stefndu að tilgangi Ég tel frekar að við eigum að stefna að tilgangi í lífinu. Þá er ég ekki að tala um að reyna finna hinn eina sanna tilgang lífsins heldur að hver og einn einstaklingur átti sig á og framfylgi sínum persónulegan tilgangi í lífinu. Hvað er tilgangur í lífinu? Það er að vera með fullnægjandi stefnu sem þú færð mikla hvatningu á að framfylgja. Tilgangurinn er stefna sem heldur áfram þrátt fyrir að þú náir markmiðinum þínum. Tilgangur er að mörgu leiti ástæðan fyrir markmiðunum þínum. Tilgangur er vegferð en ekki áfangastaðurinn. Að vera með tilgang í lífinu er fáránlega mikilvægt. Einstaklingar sem eru með tilgang í lífinu líður betur, lifa lengur, eru heilsusamlegri, ná betri árangri í skóla, eru ánægðari í lífi og starfi og eru betur í stakk búnir til að takast á við erfiðleika. Lítill tilgangur í lífinu eykur líkur á kvíða, þunglyndi, fíknivandamálum og sjálfsvígshugsunum. Tilgangur er misjafn eftir einstaklingum. Fyrir suma er það að vera besta útgáfan af sjálfum sér en fyrir aðra er hún að hjálpa öðrum, gera barnið sitt að betri einstakling, skapa hluti, sýna ást og umhyggju, ná árangri eða tengjast öðrum. Ágætis þumalputtaregla virðist vera að því meira sem þú setur athyglina á aðra en sjálfan þig, því meiri tilgang upplifir þú í lífinu. Að það sem þú gerir sé að hafa góð áhrif á aðra, samfélagið eða heiminn í heild sinni. Að þú sért að sinna hlutverki sem tengist eitthverju stærra sem skiptir meira máli fyrir aðra en eigin hagsmuni. Tilgangur í lífinu er mikið kraftmeiri en hamingja. Tilgangur er einhverskonar æðri hamingja sem er miklu viðráðanlegri og raunhæfari. Þar er pláss fyrir erfiða og góða tíma, depurð og hamingju, mistök og árangur, sorg og gleði og allan skalann af því sem lífið hefur upp á að bjóða. Lífið er nefnilega þjáning og ævintýri, ekki annaðhvort. Hamingjan getur síðan komið í kjölfar þess að hafa tilgang í lífinu án þess að vera stöðugt að leita að henni. Tilgangurinn réttlætir þína tilveru og gerir lífið þess virði að lifa því, þrátt fyrir allar takmarkanir sem því fylgja. Tilgangurinn kemur þér í gegnum krefjandi verkefni lífsins. Eins og heimspekingurinn Nietzsche sagði: Sá sem hefur afhverju (tilgangurinn) til að lifa eftir getur afborið nánast allt hvernig (lífið). Til að taka þetta saman í eina setningu: Tilgangur í lífinu er að framfylgja stefnu sem skiptir máli fyrir þig á þann hátt að hún hefur góð áhrif á aðra. Stefndu að tilgangi í lífinu, ekki hamingju. Höfundur er fyrirlesari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsveinn Ólafsson Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Undanfarin þrjú ár hef ég verið að kortleggja hvað einkennir gott líf. Mín ástríða er að finna út hvað gerir lífið þess virði að lifa því. Ég áttaði mig fljótt á því að það er hægara sagt en gert og að það myndi verða mitt lífsverkefni en ekki eitthvað sem væri að finna í stuttum pistli á Vísi. Þegar ég segi gott líf, þá er ég ekki endilega að meina hamingjusamt líf heldur merkingarfullt líf. Ég tel að við eigum ekki að stefna að hamingju í lífinu eins og við lítum á hana. Við lítum flest á hamingju í tengslum við ánægjuleg augnablik eins og að klára erfiða vinnutörn, fara í sumarfrí, flytja inn í nýja íbúð eða að ná markmiðunum sínum. Með öðrum orðum: Við metum hana sem huglægt ástand þar sem við upplifum “jákvæðar” tilfinningar án „neikvæða” tilfinninga. Þegar við stefnum að þessari hamingju er hættan sú að við bíðum eftir því að verða hamingjusöm. Að við bíðum eftir því að lífið verði þægilegur áfangastaður þar sem við munum upplifa langvarandi hamingju. Þetta er hættuleg hugsun. Gallinn við hana er að þessi augnablik vara ekki að eilífu. Sumarfríið sem þú hefur beðið eftir í hálft ár er einungis tvær vikur. Ánægjan sem fylgir því að ná markmiðinu sem þú hefur unnið að í ár hverfur á einum degi. Vinnan inniheldur oftar krefjandi heldur en auðveldar tarnir. Þetta gerir það að verkum að við verðum fyrir miklum vonbrigðum og tómleika þegar við mætum á staðinn sem við höfum beðið með miklum væntingum eftir að komast á. Biðin er miklu lengri en tilfinningin sem fylgir augnablikinu sem þú ert að bíða eftir. Biðin eru dagarnir sem koma og fara. Biðin er lífið. Með öðrum orðum: Góða lífið er hugsanlega ekki að finna upp á toppnum á fjallinu heldur á leiðinni upp fjallið – í vegferðinni sem við erum öll að bíða eftir að ljúki. Ekki misskilja mig, það er yndislegt að upplifa ánægjuleg augnablik og þau gefa manni heilan helling. Þessar upplifanir gefa okkur ánægju, gleði og aðrar jákvæðar tilfinningar sem eru okkur mikils virði og við eigum að njóta þeirra til hins ýtrasta. Sannleikurinn er samt sá að lífið eru ekki bara jákvæð augnablik sem vara endalaust. Lífið er í grunninn þjáning. Lífið er fáránlega krefjandi verkefni sem inniheldur vonbrigði, erfiðleika, áföll, veikindi og dauða. Hugsanlega upplifa einstaklingar sig sem ákveðin mistök ef þeim finnst að þau séu ekki að uppfylla sanna markmið samfélagsins um að verða hamingjusöm í lífinu. Ef einstaklingar leita stöðugt að hamingju í þessari mynd er ansi líklegt að hún færist fjær og fjær þeim þar sem einstaklingar virðast aldei vera sáttir þar sem þeir eru. Því getur það snúist í andhverfu sína að stefna að hamingju og þessir einstaklingar verða óhamingjusamir fyrir vikið. Stefndu að tilgangi Ég tel frekar að við eigum að stefna að tilgangi í lífinu. Þá er ég ekki að tala um að reyna finna hinn eina sanna tilgang lífsins heldur að hver og einn einstaklingur átti sig á og framfylgi sínum persónulegan tilgangi í lífinu. Hvað er tilgangur í lífinu? Það er að vera með fullnægjandi stefnu sem þú færð mikla hvatningu á að framfylgja. Tilgangurinn er stefna sem heldur áfram þrátt fyrir að þú náir markmiðinum þínum. Tilgangur er að mörgu leiti ástæðan fyrir markmiðunum þínum. Tilgangur er vegferð en ekki áfangastaðurinn. Að vera með tilgang í lífinu er fáránlega mikilvægt. Einstaklingar sem eru með tilgang í lífinu líður betur, lifa lengur, eru heilsusamlegri, ná betri árangri í skóla, eru ánægðari í lífi og starfi og eru betur í stakk búnir til að takast á við erfiðleika. Lítill tilgangur í lífinu eykur líkur á kvíða, þunglyndi, fíknivandamálum og sjálfsvígshugsunum. Tilgangur er misjafn eftir einstaklingum. Fyrir suma er það að vera besta útgáfan af sjálfum sér en fyrir aðra er hún að hjálpa öðrum, gera barnið sitt að betri einstakling, skapa hluti, sýna ást og umhyggju, ná árangri eða tengjast öðrum. Ágætis þumalputtaregla virðist vera að því meira sem þú setur athyglina á aðra en sjálfan þig, því meiri tilgang upplifir þú í lífinu. Að það sem þú gerir sé að hafa góð áhrif á aðra, samfélagið eða heiminn í heild sinni. Að þú sért að sinna hlutverki sem tengist eitthverju stærra sem skiptir meira máli fyrir aðra en eigin hagsmuni. Tilgangur í lífinu er mikið kraftmeiri en hamingja. Tilgangur er einhverskonar æðri hamingja sem er miklu viðráðanlegri og raunhæfari. Þar er pláss fyrir erfiða og góða tíma, depurð og hamingju, mistök og árangur, sorg og gleði og allan skalann af því sem lífið hefur upp á að bjóða. Lífið er nefnilega þjáning og ævintýri, ekki annaðhvort. Hamingjan getur síðan komið í kjölfar þess að hafa tilgang í lífinu án þess að vera stöðugt að leita að henni. Tilgangurinn réttlætir þína tilveru og gerir lífið þess virði að lifa því, þrátt fyrir allar takmarkanir sem því fylgja. Tilgangurinn kemur þér í gegnum krefjandi verkefni lífsins. Eins og heimspekingurinn Nietzsche sagði: Sá sem hefur afhverju (tilgangurinn) til að lifa eftir getur afborið nánast allt hvernig (lífið). Til að taka þetta saman í eina setningu: Tilgangur í lífinu er að framfylgja stefnu sem skiptir máli fyrir þig á þann hátt að hún hefur góð áhrif á aðra. Stefndu að tilgangi í lífinu, ekki hamingju. Höfundur er fyrirlesari.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun