Kokkalandsliðið vann gull á Ólympíuleikum matreiðslumeistara Sylvía Hall skrifar 16. febrúar 2020 15:19 Landsliðið. Facebook Íslenska kokkalandsliðið vann gullverðlaun á Ólympíuleikum matreiðslumeistara í Stuttgart í Þýskalandi í gær. Um var að ræða fyrri keppnisgrein af tveimur sem liðið keppir í þetta árið og því fer það inn í næstu grein með gull í farteskinu. Liðið hefur raðað inn gullverðlaunum undanfarin ár á alþjóðlegum mótum víðs vegar um heiminn og hefur þannig tryggt stöðu sína sem eitt fremsta kokkalandslið í heimi. Keppnisgreinin sem liðið vann gull fyrir er svokölluð Chef‘s Table þar sem framreiddur er sjö rétta hátíðarkvöldverður fyrir tíu manna borð auk tveggja dómara. Kvöldverðurinn samanstendur meðal annars af fiskréttafati, pinnamat, vegan rétt, lambakjöti og desert. „Ég er ótrúlega ánægður og þakklátur. Landsliðið hefur lagt ótrúlega mikið á sig bæði í undirbúningi og keppninni hérna úti og þau uppskera glæsilega,“ segir Björn Bragi Bragason, forseti Klúbbs matreiðslumanna sem er úti í Stuttgart með liðinu. Í fréttatilkynningu kemur fram að liðið hefur æft stíft undanfarna átta mánuði og voru hátt í fjögur tonn af búnaði sendur til Þýskalands. Liðið þarf að setja upp fullbúið eldhús á keppnisstaðnum og þakka sérstaklega Matarauði, Íslandsstofu, Ísey skyr og MS fyrir aðstoð í verkefninu. IKA Culinary Olympics, eru haldnir á fjögurra ára fresti og í ár fagnar keppnin 25 ára afmæli. Þar mætast um tvö þúsund af færustu kokkum heims sem keppa sín á milli um gull, silfur og brons verðlaun. Keppnin hefst 14. febrúar og stendur til 19. febrúar. Lið frá um 60 þjóðum keppa á leikunum. Í kokkalandsliðinu eru: Sigurjón Bragi Bragason, þjálfari Kokkalandsliðsins, Björn Bragi Bragason, forseti Klúbbs matreiðslumeistara, Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, varaforseti Klúbbs matreiðslumeistara, Kristinn Gísli Jónsson, Snorri Victor Gylfason, Sindri Guðbrandur Sigurðsson, Snædís Xyza Mae Jónsdóttir, Ísak Darri Þorsteinsson, Jakob Zarioh Sifjarson Baldvinsson, Ísak Aron Ernuson og Chidapha Kruasaeng. Auk þess fara með út aðstoðarmenn: Ari Þór Gunnarsson, Aþena Þöll Gunnarsdóttir, Dagur Hrafn Rúnarsson, Guðmundur Halldór Bender, Kristján Örn Hansson, Valur Bergmunsson, Jón Þór Friðgeirsson, Ragnar Marinó Kjartansson og Ívar Kjartansson Matur Kokkalandsliðið Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Íslenska kokkalandsliðið vann gullverðlaun á Ólympíuleikum matreiðslumeistara í Stuttgart í Þýskalandi í gær. Um var að ræða fyrri keppnisgrein af tveimur sem liðið keppir í þetta árið og því fer það inn í næstu grein með gull í farteskinu. Liðið hefur raðað inn gullverðlaunum undanfarin ár á alþjóðlegum mótum víðs vegar um heiminn og hefur þannig tryggt stöðu sína sem eitt fremsta kokkalandslið í heimi. Keppnisgreinin sem liðið vann gull fyrir er svokölluð Chef‘s Table þar sem framreiddur er sjö rétta hátíðarkvöldverður fyrir tíu manna borð auk tveggja dómara. Kvöldverðurinn samanstendur meðal annars af fiskréttafati, pinnamat, vegan rétt, lambakjöti og desert. „Ég er ótrúlega ánægður og þakklátur. Landsliðið hefur lagt ótrúlega mikið á sig bæði í undirbúningi og keppninni hérna úti og þau uppskera glæsilega,“ segir Björn Bragi Bragason, forseti Klúbbs matreiðslumanna sem er úti í Stuttgart með liðinu. Í fréttatilkynningu kemur fram að liðið hefur æft stíft undanfarna átta mánuði og voru hátt í fjögur tonn af búnaði sendur til Þýskalands. Liðið þarf að setja upp fullbúið eldhús á keppnisstaðnum og þakka sérstaklega Matarauði, Íslandsstofu, Ísey skyr og MS fyrir aðstoð í verkefninu. IKA Culinary Olympics, eru haldnir á fjögurra ára fresti og í ár fagnar keppnin 25 ára afmæli. Þar mætast um tvö þúsund af færustu kokkum heims sem keppa sín á milli um gull, silfur og brons verðlaun. Keppnin hefst 14. febrúar og stendur til 19. febrúar. Lið frá um 60 þjóðum keppa á leikunum. Í kokkalandsliðinu eru: Sigurjón Bragi Bragason, þjálfari Kokkalandsliðsins, Björn Bragi Bragason, forseti Klúbbs matreiðslumeistara, Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, varaforseti Klúbbs matreiðslumeistara, Kristinn Gísli Jónsson, Snorri Victor Gylfason, Sindri Guðbrandur Sigurðsson, Snædís Xyza Mae Jónsdóttir, Ísak Darri Þorsteinsson, Jakob Zarioh Sifjarson Baldvinsson, Ísak Aron Ernuson og Chidapha Kruasaeng. Auk þess fara með út aðstoðarmenn: Ari Þór Gunnarsson, Aþena Þöll Gunnarsdóttir, Dagur Hrafn Rúnarsson, Guðmundur Halldór Bender, Kristján Örn Hansson, Valur Bergmunsson, Jón Þór Friðgeirsson, Ragnar Marinó Kjartansson og Ívar Kjartansson
Matur Kokkalandsliðið Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira