Kennarar skora á stjórnvöld að vísa írönskum transpilti ekki úr landi Kjartan Kjartansson skrifar 16. febrúar 2020 10:18 Shokoufa Shahidi, Maní Shahidi og Ardeshir Shahidi. Vísir/Sigurjón Öryggi Mani Shahidi, íransks transpilts, er á ábyrgð íslenskra stjórnvalda að mati fimm kennara við Hlíðaskóla sem hafa sent dómsmálaráðherra opið bréf vegna fyrirhugaðrar brottvísunar piltsins og foreldra hans á morgun. Fjölskyldan segist óttast að verða fyrir hrottafengnu ofbeldi verði hún send aftur til upprunalandsins. Shahidi-fjölskyldan kom til Íslands í mars í fyrra eftir skamma dvöl í Portúgal. Ardeshir Shahidi, fjölskyldufaðirinn, sagði að yfirvöld í Íran hafi sakað hann um guðlast vegna þess að hann kenndi japanska heilun. Hann hafi verið handtekinn og pyntaður. Fjölskyldan óttist að verði þau send til Portúgal, eins og íslensk stjórnvöld hyggjast gera á morgun, verði þau á endanum send alla leið aftur til Írans. Ardeshir segir að eftir komuna til Íslands hafi Mani, 17 ára gamalt barn þeirra, komið út sem transpiltur. Það hefði verið óhugsandi í Íran af öryggisástæðum. Sjá einnig: Foreldrar transpilts óttast hrottafengið ofbeldi verði fjölskyldunni vísað úr landi Í opnu bréfi sem fimm kennarar úr teymi við sem lætur sig málefni hinsegin barna varða við Hlíðaskóla til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, hvetja þeir stjórnvöld til að endurskoða ákvörðunina um að senda Mani úr landi í aðstæður þar sem hann muni „án efa óttast um líf sitt“. Vísa kennararnir til þriðju greinar barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um að þegar gerðar séu ráðstafanir sem varði börn skuli ávallt hafa í forgangi það sem er barni fyrir bestu. Fullyrða þeir að transbörn séu í meiri hættu en önnur börn þegar kemur að félagslegri einangrun og ofbeldi. „Öryggi barna í samfélaginu varðar okkur öll og því er það skylda okkar að veita þessum dreng skjól,“ segir í bréfi sem þau Hildur Heimisdóttir, Anna Flosadóttir, Hjalti B. Valþórsson, Rakel Guðmundsdóttir og Þórey Þórarinsdóttir skrifa undir. Opna bréfið má lesa hér fyrir neðan í heild sinni: 17 ára barn sem kom með foreldrum sínum til landsins bíður þess að vera sent til baka til Portúgal, en þaðan má búast við að fjölskyldan verði send til Íran. Í þriðju grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er kveðið á um að þegar gerðar séu ráðstafanir, sem varði börn, skuli ávallt það hafa forgang sem barni er fyrir bestu. Barnið sem nú á að senda burt frá Íslandi er trans drengur. Í Hlíðaskóla höfum við undanfarin ár lagt okkur fram við að gera skólaumhverfið að góðum stað fyrir öll börn. Trans börn eru í meiri hættu en önnur börn þegar kemur að félagslegri einangrun og ofbeldi. Öryggi barna í samfélaginu varðar okkur öll og því er það skylda okkar að veita þessum dreng skjól. Í frásögnum fjölmiðla höfum við getað lesið að foreldrar sjá jafnvel ástæðu til þess að flytja frá einu byggðalagi til annars til þess að trans barn njóti öryggis í nærumhverfi sínu. Barnið sem nú á að vísa frá Íslandi hefur upplifað öryggi í sínu nærumhverfi hér. Það getur ekki gengið að slíku öryggi í flóttamannabúðum í Portúgal og enn síður í heimalandi sínu, Íran. Við undirrituð, kennarar í Hlíðaskóla sem sitjum í teymi er lætur sig málefni hinsegin barna varða, hvetjum stjórnvöld til þess að endurskoða ákvörðun sína um að senda trans barn, sem nú býr við öryggi í samfélagi sínu, í aðstæður þar sem það mun án efa óttast um líf sitt. Hælisleitendur Íran Tengdar fréttir Foreldrar trans-pilts óttast hrottafengið ofbeldi verði fjölskyldunni vísað úr landi Vísa á íranskri fjölskyldu úr landi á mánudag sem flúði ofsóknir í heimalandi sínu. Sonur hjónanna er trans strákur sem hefur fest hér rætur. Óttast þau mjög öryggi sitt fari þau aftur til Íran þar sem þeim hefur verið hótað hrottafengnu ofbeldi. 15. febrúar 2020 20:00 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Sjá meira
Öryggi Mani Shahidi, íransks transpilts, er á ábyrgð íslenskra stjórnvalda að mati fimm kennara við Hlíðaskóla sem hafa sent dómsmálaráðherra opið bréf vegna fyrirhugaðrar brottvísunar piltsins og foreldra hans á morgun. Fjölskyldan segist óttast að verða fyrir hrottafengnu ofbeldi verði hún send aftur til upprunalandsins. Shahidi-fjölskyldan kom til Íslands í mars í fyrra eftir skamma dvöl í Portúgal. Ardeshir Shahidi, fjölskyldufaðirinn, sagði að yfirvöld í Íran hafi sakað hann um guðlast vegna þess að hann kenndi japanska heilun. Hann hafi verið handtekinn og pyntaður. Fjölskyldan óttist að verði þau send til Portúgal, eins og íslensk stjórnvöld hyggjast gera á morgun, verði þau á endanum send alla leið aftur til Írans. Ardeshir segir að eftir komuna til Íslands hafi Mani, 17 ára gamalt barn þeirra, komið út sem transpiltur. Það hefði verið óhugsandi í Íran af öryggisástæðum. Sjá einnig: Foreldrar transpilts óttast hrottafengið ofbeldi verði fjölskyldunni vísað úr landi Í opnu bréfi sem fimm kennarar úr teymi við sem lætur sig málefni hinsegin barna varða við Hlíðaskóla til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, hvetja þeir stjórnvöld til að endurskoða ákvörðunina um að senda Mani úr landi í aðstæður þar sem hann muni „án efa óttast um líf sitt“. Vísa kennararnir til þriðju greinar barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um að þegar gerðar séu ráðstafanir sem varði börn skuli ávallt hafa í forgangi það sem er barni fyrir bestu. Fullyrða þeir að transbörn séu í meiri hættu en önnur börn þegar kemur að félagslegri einangrun og ofbeldi. „Öryggi barna í samfélaginu varðar okkur öll og því er það skylda okkar að veita þessum dreng skjól,“ segir í bréfi sem þau Hildur Heimisdóttir, Anna Flosadóttir, Hjalti B. Valþórsson, Rakel Guðmundsdóttir og Þórey Þórarinsdóttir skrifa undir. Opna bréfið má lesa hér fyrir neðan í heild sinni: 17 ára barn sem kom með foreldrum sínum til landsins bíður þess að vera sent til baka til Portúgal, en þaðan má búast við að fjölskyldan verði send til Íran. Í þriðju grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er kveðið á um að þegar gerðar séu ráðstafanir, sem varði börn, skuli ávallt það hafa forgang sem barni er fyrir bestu. Barnið sem nú á að senda burt frá Íslandi er trans drengur. Í Hlíðaskóla höfum við undanfarin ár lagt okkur fram við að gera skólaumhverfið að góðum stað fyrir öll börn. Trans börn eru í meiri hættu en önnur börn þegar kemur að félagslegri einangrun og ofbeldi. Öryggi barna í samfélaginu varðar okkur öll og því er það skylda okkar að veita þessum dreng skjól. Í frásögnum fjölmiðla höfum við getað lesið að foreldrar sjá jafnvel ástæðu til þess að flytja frá einu byggðalagi til annars til þess að trans barn njóti öryggis í nærumhverfi sínu. Barnið sem nú á að vísa frá Íslandi hefur upplifað öryggi í sínu nærumhverfi hér. Það getur ekki gengið að slíku öryggi í flóttamannabúðum í Portúgal og enn síður í heimalandi sínu, Íran. Við undirrituð, kennarar í Hlíðaskóla sem sitjum í teymi er lætur sig málefni hinsegin barna varða, hvetjum stjórnvöld til þess að endurskoða ákvörðun sína um að senda trans barn, sem nú býr við öryggi í samfélagi sínu, í aðstæður þar sem það mun án efa óttast um líf sitt.
Hælisleitendur Íran Tengdar fréttir Foreldrar trans-pilts óttast hrottafengið ofbeldi verði fjölskyldunni vísað úr landi Vísa á íranskri fjölskyldu úr landi á mánudag sem flúði ofsóknir í heimalandi sínu. Sonur hjónanna er trans strákur sem hefur fest hér rætur. Óttast þau mjög öryggi sitt fari þau aftur til Íran þar sem þeim hefur verið hótað hrottafengnu ofbeldi. 15. febrúar 2020 20:00 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Sjá meira
Foreldrar trans-pilts óttast hrottafengið ofbeldi verði fjölskyldunni vísað úr landi Vísa á íranskri fjölskyldu úr landi á mánudag sem flúði ofsóknir í heimalandi sínu. Sonur hjónanna er trans strákur sem hefur fest hér rætur. Óttast þau mjög öryggi sitt fari þau aftur til Íran þar sem þeim hefur verið hótað hrottafengnu ofbeldi. 15. febrúar 2020 20:00