Björgunarsveitarfólk smalaði fólki af Sólheimasandi vegna veðurs Sylvía Hall skrifar 15. febrúar 2020 14:15 Flugvélarflakið er vinsæll áningarstaður ferðamanna. Vísir/Landmælingar Björgunarsveitir voru kallaðar út til þess að rýma Sólheimasand vegna óveðurs. Áður hafði lögregla farið á vettvang í því skyni að vara ferðamenn við því að fara að flugvélarflakinu á sandinum þar sem aðstæður væru slæmar. Orri Örvarsson, formaður björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík í Mýrdal, segir það hafa gengið vel að smala ferðamönnum af svæðinu og þeir hafi unnið að því í samstarfi við ferðaþjónustuaðila á svæðinu. „Það er alls ekkert ferðaveður þarna,“ segir Orri í samtali við fréttastofu þegar hann er spurður um aðstæður. Mikill vindur sé á svæðinu og veðrið fari versnandi. Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, sagði í samtali við fréttastofu í dag að ferðamenn hefðu tekið fálega í viðvaranir og margir hverjir lagt af stað þrátt fyrir það fyrr í dag. Sagðist hann hafa tjáð ungu pari frá því að par á þrítugsaldri hefði látist á sandinum vegna veðurs í janúar en það hafi ekki haft mikil áhrif á ferðaplön þeirra. „Ég sagði þeim að það væru mjög hættulegar aðstæður og það væri stormur í aðsigi. Þau virtust taka því vel en stuttu síðar sá ég að þau voru lögð af stað. Ég sá margt fólk sem var að labba niður eftir, missandi húfur og trefla og átti erfitt með að fóta sig þarna á veginum,“ sagði Sigurður í samtali við fréttastofu. Þetta er í annað skiptið í vikunni sem björgunarsveitin er kölluð út til þess að smala ferðamönnum burt af sandinum vegna veðurs. Að sögn lögreglunnar er það gert þar sem hún vilji hafa vaðið fyrir neðan sig í þessum efnum í ljósi banaslyssins sem varð í janúar. Gular viðvaranir tóku gildi í hádeginu á Suðurlandinu og segir Orri skafrenning vera á svæðinu. Því sé ekki ráðlagt að fólk sé á ferli á meðan viðvörunin sé í gildi. Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Veður Tengdar fréttir Senda menn að flugvélarflakinu til að smala fólki burt í tæka tíð fyrir storminn Lögreglan á Suðurlandi hefur fengið björgunarsveitina Víkverja í Vík í Mýrdal til þess að smala þeim saman sem kunna að vera á ferli á göngustígnum að flugvélarflakinu á Sólheimasandi í dag svo enginn verði á ferli þar þegar óveðrið skellir yfir. 13. febrúar 2020 18:00 Ferðafólk hunsaði viðvaranir lögreglu um óveður á Sólheimasandi: Tóku fálega í upplýsingar um nýlegt banaslys Björgunarsveitarmenn hafa verið sendir til að smala fólkinu af sandinum svo það verði sér ekki að voða. 15. febrúar 2020 12:00 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Sjá meira
Björgunarsveitir voru kallaðar út til þess að rýma Sólheimasand vegna óveðurs. Áður hafði lögregla farið á vettvang í því skyni að vara ferðamenn við því að fara að flugvélarflakinu á sandinum þar sem aðstæður væru slæmar. Orri Örvarsson, formaður björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík í Mýrdal, segir það hafa gengið vel að smala ferðamönnum af svæðinu og þeir hafi unnið að því í samstarfi við ferðaþjónustuaðila á svæðinu. „Það er alls ekkert ferðaveður þarna,“ segir Orri í samtali við fréttastofu þegar hann er spurður um aðstæður. Mikill vindur sé á svæðinu og veðrið fari versnandi. Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, sagði í samtali við fréttastofu í dag að ferðamenn hefðu tekið fálega í viðvaranir og margir hverjir lagt af stað þrátt fyrir það fyrr í dag. Sagðist hann hafa tjáð ungu pari frá því að par á þrítugsaldri hefði látist á sandinum vegna veðurs í janúar en það hafi ekki haft mikil áhrif á ferðaplön þeirra. „Ég sagði þeim að það væru mjög hættulegar aðstæður og það væri stormur í aðsigi. Þau virtust taka því vel en stuttu síðar sá ég að þau voru lögð af stað. Ég sá margt fólk sem var að labba niður eftir, missandi húfur og trefla og átti erfitt með að fóta sig þarna á veginum,“ sagði Sigurður í samtali við fréttastofu. Þetta er í annað skiptið í vikunni sem björgunarsveitin er kölluð út til þess að smala ferðamönnum burt af sandinum vegna veðurs. Að sögn lögreglunnar er það gert þar sem hún vilji hafa vaðið fyrir neðan sig í þessum efnum í ljósi banaslyssins sem varð í janúar. Gular viðvaranir tóku gildi í hádeginu á Suðurlandinu og segir Orri skafrenning vera á svæðinu. Því sé ekki ráðlagt að fólk sé á ferli á meðan viðvörunin sé í gildi.
Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Veður Tengdar fréttir Senda menn að flugvélarflakinu til að smala fólki burt í tæka tíð fyrir storminn Lögreglan á Suðurlandi hefur fengið björgunarsveitina Víkverja í Vík í Mýrdal til þess að smala þeim saman sem kunna að vera á ferli á göngustígnum að flugvélarflakinu á Sólheimasandi í dag svo enginn verði á ferli þar þegar óveðrið skellir yfir. 13. febrúar 2020 18:00 Ferðafólk hunsaði viðvaranir lögreglu um óveður á Sólheimasandi: Tóku fálega í upplýsingar um nýlegt banaslys Björgunarsveitarmenn hafa verið sendir til að smala fólkinu af sandinum svo það verði sér ekki að voða. 15. febrúar 2020 12:00 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Sjá meira
Senda menn að flugvélarflakinu til að smala fólki burt í tæka tíð fyrir storminn Lögreglan á Suðurlandi hefur fengið björgunarsveitina Víkverja í Vík í Mýrdal til þess að smala þeim saman sem kunna að vera á ferli á göngustígnum að flugvélarflakinu á Sólheimasandi í dag svo enginn verði á ferli þar þegar óveðrið skellir yfir. 13. febrúar 2020 18:00
Ferðafólk hunsaði viðvaranir lögreglu um óveður á Sólheimasandi: Tóku fálega í upplýsingar um nýlegt banaslys Björgunarsveitarmenn hafa verið sendir til að smala fólkinu af sandinum svo það verði sér ekki að voða. 15. febrúar 2020 12:00