Skemmtikrafturinn Sóli Hólm brá sér í dómarasætið í Allir geta dansað í kvöld og hermdi listilega eftir Jóhanni Gunnari Arnarssyni, einum dómara þáttanna. Sá síðarnefndi var gestur í þættinum Föstudagskvöld með Gumma Ben á Stöð 2 nú í kvöld, þar sem hið óborganlega eftirhermuatriði var sýnt.
Sóli er annáluð eftirherma og stillti sér upp í einkennisfatnaði Jóhanns við hlið meðdómara hans, þeim Selmu Björnsdóttur og Karen Reeve, og gaf dönsurum einkunn – með miklu offorsi.
Svo virtist sem Jóhann hafi skemmt sér konunglega yfir eftirhermu Sóla en atriðið í heild, og viðbrögð Jóhanns, má sjá í spilaranum hér að neðan.