„Eitthvað sem elstu menn hafa ekki séð áður“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. febrúar 2020 22:15 Hnullungar svo langt sem augað eygir á vellinum í dag. Helgi Dan Stór hluti golfvallarins að Húsatóftum við Grindavík er undirlagður vatni og stóru grjóti eftir óveðrið sem gekk yfir landið í dag. Framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur segist hafa mestar áhyggjur af grjóthnullungunum sem skolaði á land en tjón á vellinum verður metið eftir helgi. Óveðrið í dag var einna verst á Suðurnesjum. Þar var víða allt á floti, til að mynda í Garði, og í Reykjanesbæ skolaði heilmiklu grjóti á land svo loka þurfti götum. Ekki bara sjór heldur líka grjót Húsatóftarvöllur liggur við þjóðveginn að Reykjanesvita vestan við Grindavík, steinsnar frá Bláa lóninu. Völlurinn er átján holur og tvískiptur, annar helmingurinn liggur fyrir ofan þjóðveginn og hinn fyrir neðan, við sjóinn. Síðarnefndi hluti vallarins er sá sem varð illa fyrir barðinu á óveðrinu í dag. Víkurfréttir greindu fyrstar miðla frá ástandinu á vellinum. „Við getum lítið gert í þessu, þetta er eitthvað sem elstu menn hafa ekki séð áður og er náttúrulega bara mjög leiðinlegt að þurfa að sjá völlinn í þessu ástandi eins og hann er í dag,“ segir Helgi Dan Steinsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur í samtali við Vísi. Eins og sjá má á þessari mynd er allt á floti á vellinum.Helgi Dan Líkt og sjá má af meðfylgjandi myndum er völlurinn nær undirlagður vatni og ljóst að einhverjar skemmdir hafa orðið á honum. Mestar áhyggjur hefur golfklúbburinn af grjóthnullungum sem skolað hefur á land. „Og ekki bara sjór heldur hefur grjóti rignt yfir. Við erum með nýjar flatir sem við höfum verið að rækta upp, sem við höfum ekki tekið í notkun og ætluðum að gera það í sumar. En það hefur fleiri hundruð kílóa grjóthnullungum skolað á land og þeir eru á flötunum núna,“ segir Helgi. Gefast ekkert upp í Grindavík Nú tekur við hreinsunarstarf og meta þarf tjón, sem ráðist verður í eftir helgi. „Ég kíkti aðeins á þetta í dag og þá var enn þá vitlaust veður. Maður þurfti eiginlega bara frá að hverfa vegna veðurs. En svo er þetta ekki bara grjót heldur líka rekaviður, netadræsur og alls konar drasl sem er komið þarna yfir völlinn.“ Helgi telur þó þrátt fyrir allt að ekki hafi orðið stórkostlegar skemmdir á vellinum, að minnsta kosti við fyrstu sýn. „En tíminn verður að leiða það í ljós og vonandi fáum við nokkra daga þar sem verður þurrt og veður lægir. Þá sígur úr vellinum og við getum betur skoðað og séð hvað það er í raun og veru sem hefur skemmst.“ Svona er umhorfs á Golfvellinum þegar hann er ekki undirlagður vatni.Golfklúbbur Grindavíkur Húsatóftarvöllur er lokaður um þessar mundir en opnar venjulega snemma á vorin. Helgi gerir ekki ráð fyrir að veðrið í dag setji nokkurt teljanlegt strik í þann reikning. „En það sem við höfum fram yfir aðra velli er að við höfum verið að opna fyrst á vorin, Suðurnesjavellirnir hafa verið að koma fyrstir, þannig að við höfum alla jafna verið að opna í byrjun apríl. Og það er ekkert því til fyrirstöðu að við gerum það, ef eitthvað er skemmt þá bara spilum við fram hjá því. Við gefumst ekkert upp í Grindavík. Við erum ekki þekkt fyrir það.“ Hér að neðan má sjá fleiri myndir af Húsatóftarvelli frá því í dag. Helgi Dan Helgi Dan Helgi Dan Golf Grindavík Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Stór hluti golfvallarins að Húsatóftum við Grindavík er undirlagður vatni og stóru grjóti eftir óveðrið sem gekk yfir landið í dag. Framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur segist hafa mestar áhyggjur af grjóthnullungunum sem skolaði á land en tjón á vellinum verður metið eftir helgi. Óveðrið í dag var einna verst á Suðurnesjum. Þar var víða allt á floti, til að mynda í Garði, og í Reykjanesbæ skolaði heilmiklu grjóti á land svo loka þurfti götum. Ekki bara sjór heldur líka grjót Húsatóftarvöllur liggur við þjóðveginn að Reykjanesvita vestan við Grindavík, steinsnar frá Bláa lóninu. Völlurinn er átján holur og tvískiptur, annar helmingurinn liggur fyrir ofan þjóðveginn og hinn fyrir neðan, við sjóinn. Síðarnefndi hluti vallarins er sá sem varð illa fyrir barðinu á óveðrinu í dag. Víkurfréttir greindu fyrstar miðla frá ástandinu á vellinum. „Við getum lítið gert í þessu, þetta er eitthvað sem elstu menn hafa ekki séð áður og er náttúrulega bara mjög leiðinlegt að þurfa að sjá völlinn í þessu ástandi eins og hann er í dag,“ segir Helgi Dan Steinsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur í samtali við Vísi. Eins og sjá má á þessari mynd er allt á floti á vellinum.Helgi Dan Líkt og sjá má af meðfylgjandi myndum er völlurinn nær undirlagður vatni og ljóst að einhverjar skemmdir hafa orðið á honum. Mestar áhyggjur hefur golfklúbburinn af grjóthnullungum sem skolað hefur á land. „Og ekki bara sjór heldur hefur grjóti rignt yfir. Við erum með nýjar flatir sem við höfum verið að rækta upp, sem við höfum ekki tekið í notkun og ætluðum að gera það í sumar. En það hefur fleiri hundruð kílóa grjóthnullungum skolað á land og þeir eru á flötunum núna,“ segir Helgi. Gefast ekkert upp í Grindavík Nú tekur við hreinsunarstarf og meta þarf tjón, sem ráðist verður í eftir helgi. „Ég kíkti aðeins á þetta í dag og þá var enn þá vitlaust veður. Maður þurfti eiginlega bara frá að hverfa vegna veðurs. En svo er þetta ekki bara grjót heldur líka rekaviður, netadræsur og alls konar drasl sem er komið þarna yfir völlinn.“ Helgi telur þó þrátt fyrir allt að ekki hafi orðið stórkostlegar skemmdir á vellinum, að minnsta kosti við fyrstu sýn. „En tíminn verður að leiða það í ljós og vonandi fáum við nokkra daga þar sem verður þurrt og veður lægir. Þá sígur úr vellinum og við getum betur skoðað og séð hvað það er í raun og veru sem hefur skemmst.“ Svona er umhorfs á Golfvellinum þegar hann er ekki undirlagður vatni.Golfklúbbur Grindavíkur Húsatóftarvöllur er lokaður um þessar mundir en opnar venjulega snemma á vorin. Helgi gerir ekki ráð fyrir að veðrið í dag setji nokkurt teljanlegt strik í þann reikning. „En það sem við höfum fram yfir aðra velli er að við höfum verið að opna fyrst á vorin, Suðurnesjavellirnir hafa verið að koma fyrstir, þannig að við höfum alla jafna verið að opna í byrjun apríl. Og það er ekkert því til fyrirstöðu að við gerum það, ef eitthvað er skemmt þá bara spilum við fram hjá því. Við gefumst ekkert upp í Grindavík. Við erum ekki þekkt fyrir það.“ Hér að neðan má sjá fleiri myndir af Húsatóftarvelli frá því í dag. Helgi Dan Helgi Dan Helgi Dan
Golf Grindavík Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira