Hæstaréttardómari fær að áfrýja til Hæstaréttar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. febrúar 2020 21:30 Þrír lykilstarfsmenn Landsbankans fyrir hrun hlutu fangelsisdóma í Hæstarétti árið 2016 fyrir markaðsmisnotkun. vísir/vilhelm Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni hæstaréttardómarans Benedikts Bogasonar um leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í máli hans gegn Jóni Steindari Gunnlaugssyni, fyrrverandi hæstaréttardómara. Benedikt, sem er starfandi dómari við Hæstarétt Íslands, höfðaði meiðyrðamál gegn Jóni Steinari vegna ummæla í bókinni „Með lognið í fangið - Um afglöp Hæstaréttar eftir hrun“ þar sem fram kemur hvöss gagnrýni Jóns Steinars á dóm Hæstaréttar í máli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra. Jón sakar dómara sem sátu í meirihluta Hæstaréttar í málinu um að hafa framið dómsmorð á Baldri en hann var sakfelldur fyrir innherjasvik með dómi Hæstaréttar í máli nr. 279/2011. Jón Steinar var sýknaður, bæði í héraðsdómi og í Landsrétti, en Benedikt sendi inn málskotsbeiðni til Hæstaréttar þar sem hann fór fram á leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar. Í málskotsbeiðninni kemur fram að Benedikt telji að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi, meðal annars sökum þess að það varði mörk tjáningarfrelsis og friðhelgi einkalífsins sem séu stjórnarskrárvarin réttindi. Málið var höfðað á hendur Jóni Steinar Gunnlaugssyni, lögmanni og fyrrverandi hæstaréttardómara.Vísir/Vilhelm Þá hafi það sérstaka þýðingu að ummælin hafi beinst að dómstörfum Benedikts og að gagnaðilinn, Jón Steinar, sé fyrrverandi hæstaréttardómari og starfandi lögmaður. Ekki hafi áður reynt á sambærilegt ágreiningsefni fyrir Hæstarétti. Auk þess telur Benedikt meðal annars að málsmeðferð málsins fyrir Landsrétti hafi verið stórlega ábótavant vegna bréfaskipta og símtala Jóns Steinars við forseta Landsréttar, dómsformann málsins og skrifstofustjóra réttarins um skipun dómsins.Í ákvörðun Hæstaréttar segir að líta verði svo á að dómur í máli þessu myndi hafa almennt gildi um álitaefni varðandi frelsi lögmanna og annarra sérfróðra aðila sem gegna ábyrgðarhlutverki innan réttarvörslukerfisins, til að tjá sig opinberlga um embættisverk dómara. Því geti úrlausn málisins haft verulegt gildi umfram úrlausnir sem áður hafi gengið. Var áfrýjunarbeiðnin því tekin til greina. Dómsmál Dómstólar Tengdar fréttir Ósanngjörn og móðgandi ummæli leyfileg Réttur til að tjá ósanngjörn, móðgandi og stuðandi ummæli nýtur verndar stjórnarskrárákvæðis um tjáningarfrelsi. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem sýknaði Jón Steinar Gunnlaugsson í gær af dómkröfum Benedikts Bogasonar hæstaréttardómara. 23. nóvember 2019 09:30 Telur Markús hafa stórskaðað Hæstarétt og þar með réttarfar í landinu öllu Jón Steinar segir Hæstaréttardómara standa og sitja eins og Markúsi Sigurbjörnssyni þóknast. 2. október 2019 09:00 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni hæstaréttardómarans Benedikts Bogasonar um leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í máli hans gegn Jóni Steindari Gunnlaugssyni, fyrrverandi hæstaréttardómara. Benedikt, sem er starfandi dómari við Hæstarétt Íslands, höfðaði meiðyrðamál gegn Jóni Steinari vegna ummæla í bókinni „Með lognið í fangið - Um afglöp Hæstaréttar eftir hrun“ þar sem fram kemur hvöss gagnrýni Jóns Steinars á dóm Hæstaréttar í máli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra. Jón sakar dómara sem sátu í meirihluta Hæstaréttar í málinu um að hafa framið dómsmorð á Baldri en hann var sakfelldur fyrir innherjasvik með dómi Hæstaréttar í máli nr. 279/2011. Jón Steinar var sýknaður, bæði í héraðsdómi og í Landsrétti, en Benedikt sendi inn málskotsbeiðni til Hæstaréttar þar sem hann fór fram á leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar. Í málskotsbeiðninni kemur fram að Benedikt telji að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi, meðal annars sökum þess að það varði mörk tjáningarfrelsis og friðhelgi einkalífsins sem séu stjórnarskrárvarin réttindi. Málið var höfðað á hendur Jóni Steinar Gunnlaugssyni, lögmanni og fyrrverandi hæstaréttardómara.Vísir/Vilhelm Þá hafi það sérstaka þýðingu að ummælin hafi beinst að dómstörfum Benedikts og að gagnaðilinn, Jón Steinar, sé fyrrverandi hæstaréttardómari og starfandi lögmaður. Ekki hafi áður reynt á sambærilegt ágreiningsefni fyrir Hæstarétti. Auk þess telur Benedikt meðal annars að málsmeðferð málsins fyrir Landsrétti hafi verið stórlega ábótavant vegna bréfaskipta og símtala Jóns Steinars við forseta Landsréttar, dómsformann málsins og skrifstofustjóra réttarins um skipun dómsins.Í ákvörðun Hæstaréttar segir að líta verði svo á að dómur í máli þessu myndi hafa almennt gildi um álitaefni varðandi frelsi lögmanna og annarra sérfróðra aðila sem gegna ábyrgðarhlutverki innan réttarvörslukerfisins, til að tjá sig opinberlga um embættisverk dómara. Því geti úrlausn málisins haft verulegt gildi umfram úrlausnir sem áður hafi gengið. Var áfrýjunarbeiðnin því tekin til greina.
Dómsmál Dómstólar Tengdar fréttir Ósanngjörn og móðgandi ummæli leyfileg Réttur til að tjá ósanngjörn, móðgandi og stuðandi ummæli nýtur verndar stjórnarskrárákvæðis um tjáningarfrelsi. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem sýknaði Jón Steinar Gunnlaugsson í gær af dómkröfum Benedikts Bogasonar hæstaréttardómara. 23. nóvember 2019 09:30 Telur Markús hafa stórskaðað Hæstarétt og þar með réttarfar í landinu öllu Jón Steinar segir Hæstaréttardómara standa og sitja eins og Markúsi Sigurbjörnssyni þóknast. 2. október 2019 09:00 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Ósanngjörn og móðgandi ummæli leyfileg Réttur til að tjá ósanngjörn, móðgandi og stuðandi ummæli nýtur verndar stjórnarskrárákvæðis um tjáningarfrelsi. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem sýknaði Jón Steinar Gunnlaugsson í gær af dómkröfum Benedikts Bogasonar hæstaréttardómara. 23. nóvember 2019 09:30
Telur Markús hafa stórskaðað Hæstarétt og þar með réttarfar í landinu öllu Jón Steinar segir Hæstaréttardómara standa og sitja eins og Markúsi Sigurbjörnssyni þóknast. 2. október 2019 09:00