Fleiri Íslendingar hafna raunverulegum orsökum hlýnunar jarðar Kjartan Kjartansson skrifar 13. febrúar 2020 15:57 Vísindamenn hafa vitað að athafnir manna vald hnattrænni hlýnun á jörðinni. Engu að síður fjölgar Íslendingum sem telja náttúrulegar orsakir fyrir hlýnuninni. Vísir/Getty Tæplega fimmtungur svarenda í nýrri skoðanakönnun Gallup telur að hlýnun jarðar undanfarna öld sé vegna náttúrulegra breytinga, þvert á vísindalega þekkingu á orsökum loftslagsbreytingum. Hlutfall þeirra hefur hækkað um níu prósentustig frá því að sambærileg könnun var gerð fyrir rúmu ári. Meðalhiti jarðar hefur hækkað um um það bil eina gráðu frá upphafi iðnbyltingar vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi. Rannsóknir sýna að menn bera ábyrgð á allri þeirri hlýnun. Umhverfiskönnun Gallup bendir engu að síður til þess að fleiri Íslendingar hafni nú þekkingu vísindamanna á orsökum hnattrænnar hlýnunar. Þannig sögðust nú 23,2% svarenda telja að hækkun á hitastigi jarðar á síðustu öld sé meira vegna náttúrulegra breytinga í umhverfinu sem eru ekki af mannanna völdum í könnun sem var gerð í janúar. Hlutfallið var 14,2% þegar sömu spurningar var spurt í desember árið 2018. Tveir af hverjum þremur svarendum töldu að hlýnun væri vegna mengunar af völdum manna. Hlutfallið dróst saman um 9,4 prósentustig frá síðustu könnun. Svipað hlutfall sagðist ekki vita það, á bilinu 10-11% í hvorri könnun. Sjá einnig: Óttast að úrtöluröddum loftslagsvísinda vaxi ásmegin Í tilkynningu frá Gallup kemur fram að viðhorfsbreytingin sé almenn en þeim sem aðhyllast náttúrulegar orsakir hlýnunar fjölgaði mest hjá fólki á aldrinum 45-55 ára, um 20%. Frekari niðurstöður könnunarinnar verða kynntar á umhverfisráðstefnu Gallup sem verður haldin í næstu viku. Merki hafa verið um að afneitun á vísindalegri þekkingu á loftslagsbreytingum hafi vaxið ásmegin á Íslandi undanfarin. Umhverfisstofnun greip þannig til þess óvanalega ráðs að senda frá sér tilkynningu til að árétta að loftslagsbreytingar séu staðreynd í haust. Vísaði stofnunin til umræðu um að hlýnun af völdum manna eigi sér annað hvort ekki stað eða að umræða vísindamanna byggðist á ýkjum. Loftslagsmál Skoðanakannanir Vísindi Tengdar fréttir Óttast að úrtöluröddum loftslagsvísinda vaxi ásmegin Í óvanalegri tilkynningu á mánudag áréttaði Umhverfisstofnun raunveruleika loftslagsbreytinga af völdum manna. Áréttingin kemur í kjölfar bakslags gegn loftslagsaðgerðum. 11. október 2019 09:00 Algengustu rangfærslurnar um loftslagsbreytingar Þýða fyrri loftslagsbreytingar eða kuldi og snjókoma virkilega að ekkert sé að marka loftslagsvísindi? 17. desember 2018 09:30 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira
Tæplega fimmtungur svarenda í nýrri skoðanakönnun Gallup telur að hlýnun jarðar undanfarna öld sé vegna náttúrulegra breytinga, þvert á vísindalega þekkingu á orsökum loftslagsbreytingum. Hlutfall þeirra hefur hækkað um níu prósentustig frá því að sambærileg könnun var gerð fyrir rúmu ári. Meðalhiti jarðar hefur hækkað um um það bil eina gráðu frá upphafi iðnbyltingar vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi. Rannsóknir sýna að menn bera ábyrgð á allri þeirri hlýnun. Umhverfiskönnun Gallup bendir engu að síður til þess að fleiri Íslendingar hafni nú þekkingu vísindamanna á orsökum hnattrænnar hlýnunar. Þannig sögðust nú 23,2% svarenda telja að hækkun á hitastigi jarðar á síðustu öld sé meira vegna náttúrulegra breytinga í umhverfinu sem eru ekki af mannanna völdum í könnun sem var gerð í janúar. Hlutfallið var 14,2% þegar sömu spurningar var spurt í desember árið 2018. Tveir af hverjum þremur svarendum töldu að hlýnun væri vegna mengunar af völdum manna. Hlutfallið dróst saman um 9,4 prósentustig frá síðustu könnun. Svipað hlutfall sagðist ekki vita það, á bilinu 10-11% í hvorri könnun. Sjá einnig: Óttast að úrtöluröddum loftslagsvísinda vaxi ásmegin Í tilkynningu frá Gallup kemur fram að viðhorfsbreytingin sé almenn en þeim sem aðhyllast náttúrulegar orsakir hlýnunar fjölgaði mest hjá fólki á aldrinum 45-55 ára, um 20%. Frekari niðurstöður könnunarinnar verða kynntar á umhverfisráðstefnu Gallup sem verður haldin í næstu viku. Merki hafa verið um að afneitun á vísindalegri þekkingu á loftslagsbreytingum hafi vaxið ásmegin á Íslandi undanfarin. Umhverfisstofnun greip þannig til þess óvanalega ráðs að senda frá sér tilkynningu til að árétta að loftslagsbreytingar séu staðreynd í haust. Vísaði stofnunin til umræðu um að hlýnun af völdum manna eigi sér annað hvort ekki stað eða að umræða vísindamanna byggðist á ýkjum.
Loftslagsmál Skoðanakannanir Vísindi Tengdar fréttir Óttast að úrtöluröddum loftslagsvísinda vaxi ásmegin Í óvanalegri tilkynningu á mánudag áréttaði Umhverfisstofnun raunveruleika loftslagsbreytinga af völdum manna. Áréttingin kemur í kjölfar bakslags gegn loftslagsaðgerðum. 11. október 2019 09:00 Algengustu rangfærslurnar um loftslagsbreytingar Þýða fyrri loftslagsbreytingar eða kuldi og snjókoma virkilega að ekkert sé að marka loftslagsvísindi? 17. desember 2018 09:30 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira
Óttast að úrtöluröddum loftslagsvísinda vaxi ásmegin Í óvanalegri tilkynningu á mánudag áréttaði Umhverfisstofnun raunveruleika loftslagsbreytinga af völdum manna. Áréttingin kemur í kjölfar bakslags gegn loftslagsaðgerðum. 11. október 2019 09:00
Algengustu rangfærslurnar um loftslagsbreytingar Þýða fyrri loftslagsbreytingar eða kuldi og snjókoma virkilega að ekkert sé að marka loftslagsvísindi? 17. desember 2018 09:30