Landsliðskarlarnir vilja að fótboltasambandið þrefaldi laun kvennanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2020 09:30 Megan Rapinoe fagnaði því að landsliðskarlarnir hafi ákveðið að styðja við bakið á landsliðskonunum. Hér er hún á sigurhátíð heimsmeistaranna í New York í sumar. Getty/Brian Ach Landsliðskarlarnir hafa blandað sér inn í launabaráttu kvennalandsliðsins í knattspyrnu og saka bandaríska fótboltasambandið um að mismuna landsliðskonunum í nýrri yfirlýsingu. Bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta hefur fengið dýrmæta stuðningsyfirlýsingu frá karlalandsliði bandarísku þjóðarinnar í kjaradeilunni við sambandið sitt. Konurnar vilja fá jafnmikið borgað og karlarnir og hafa farið með málið fyrir dómstóla. Leikmenn bandaríska karlalandsliðsins hafa nú svarað kallinu frá landsliðskonunum og tjáð sig um þetta mál. Þeir eru í liði með konunum gegn sínu eigin sambandi og skora á stjórn bandaríska knattspyrnusambandsins að hækka laun kvennanna. US soccer men's union says women's pay should be tripled https://t.co/XpmQolpy94— Chronicle Sports (@ChronSports) February 12, 2020 „Samningur landsliðskvennanna frá 2017-21 er verri en samningur landsliðskarlanna frá 2011-18,“ segir í yfirlýsingu frá samtökum bandarísku landsliðskarlanna. „Sambandið heldur áfram að mismuna konunum varðandi launakjör og aðstöðu,“ segir í yfirlýsingunni og þar heldur áfram: „Okkur skoðun á því sem þarf að gerast er einfalt. Borgið konunum talsvert meira en við fengum í samningi okkar sem er nú runninn út. Það er okkar mat að konurnar ættu skilið að minnsta kosti þrefalt meira en við fengum í gamla samningi okkar,“ segir í yfirlýsingu leikmanna bandaríska karlalandsliðsins. Konurnar hafa fagnað því að karlarnir stigu þetta stóra skref en eftir þeirra innlegg er ljóst að öll spjóta standa að stjórn bandaríska sambandsins. „Það er okkar von að árið 2020 verði árið þar sem konur og karlar fái sömu laun. Við erum erum þakklátar fyrir stuðninginn frá kollegum okkar í karlalandsliðinu en einnig fyrir þann mikla stuðning sem við höfum fengið frá milljónum stuðningsmanna og styrktaraðila alls staðar að í heiminum. Þau hafa staðið með okkur í baráttu okkar gegn mismunun bandaríska knattspyrnusambandsins,“ sagði í yfirlýsingu frá stjörnu bandaríska kvennalandsliðsins, Megan Rapinoe. US men's team say federation discriminates against USA's female players https://t.co/rG2DaRN5iW— Guardian sport (@guardian_sport) February 12, 2020 Karlalandsliðið gekk meira segja aðeins lengra og sakaði knattspyrnusambandið sitt um að dreifa fölskum fréttum. Aðalástæðan fyrir þessari yfirlýsingu þeirra er að þeir sáu að bandaríska knattspyrnusambandið lagði ofurkapp á að selja almenningi og meira segja þingmönnum falska mynd af stöðu mála. Þeir segja að sambandið hafi síðan notað þessa fölsku mynd í baráttunni gegn leikmönnum bandaríska kvennalandsliðsins. Bandaríska sambandið hélt því fram að bandaríska kvennalandsliðið væri í raun að fá jafnmikið og karlalandsliðið. Með þessu útspili karlalandsliðsins er það endanlega ljóst að það er ekki rétt. Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Fleiri fréttir Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Sjá meira
Landsliðskarlarnir hafa blandað sér inn í launabaráttu kvennalandsliðsins í knattspyrnu og saka bandaríska fótboltasambandið um að mismuna landsliðskonunum í nýrri yfirlýsingu. Bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta hefur fengið dýrmæta stuðningsyfirlýsingu frá karlalandsliði bandarísku þjóðarinnar í kjaradeilunni við sambandið sitt. Konurnar vilja fá jafnmikið borgað og karlarnir og hafa farið með málið fyrir dómstóla. Leikmenn bandaríska karlalandsliðsins hafa nú svarað kallinu frá landsliðskonunum og tjáð sig um þetta mál. Þeir eru í liði með konunum gegn sínu eigin sambandi og skora á stjórn bandaríska knattspyrnusambandsins að hækka laun kvennanna. US soccer men's union says women's pay should be tripled https://t.co/XpmQolpy94— Chronicle Sports (@ChronSports) February 12, 2020 „Samningur landsliðskvennanna frá 2017-21 er verri en samningur landsliðskarlanna frá 2011-18,“ segir í yfirlýsingu frá samtökum bandarísku landsliðskarlanna. „Sambandið heldur áfram að mismuna konunum varðandi launakjör og aðstöðu,“ segir í yfirlýsingunni og þar heldur áfram: „Okkur skoðun á því sem þarf að gerast er einfalt. Borgið konunum talsvert meira en við fengum í samningi okkar sem er nú runninn út. Það er okkar mat að konurnar ættu skilið að minnsta kosti þrefalt meira en við fengum í gamla samningi okkar,“ segir í yfirlýsingu leikmanna bandaríska karlalandsliðsins. Konurnar hafa fagnað því að karlarnir stigu þetta stóra skref en eftir þeirra innlegg er ljóst að öll spjóta standa að stjórn bandaríska sambandsins. „Það er okkar von að árið 2020 verði árið þar sem konur og karlar fái sömu laun. Við erum erum þakklátar fyrir stuðninginn frá kollegum okkar í karlalandsliðinu en einnig fyrir þann mikla stuðning sem við höfum fengið frá milljónum stuðningsmanna og styrktaraðila alls staðar að í heiminum. Þau hafa staðið með okkur í baráttu okkar gegn mismunun bandaríska knattspyrnusambandsins,“ sagði í yfirlýsingu frá stjörnu bandaríska kvennalandsliðsins, Megan Rapinoe. US men's team say federation discriminates against USA's female players https://t.co/rG2DaRN5iW— Guardian sport (@guardian_sport) February 12, 2020 Karlalandsliðið gekk meira segja aðeins lengra og sakaði knattspyrnusambandið sitt um að dreifa fölskum fréttum. Aðalástæðan fyrir þessari yfirlýsingu þeirra er að þeir sáu að bandaríska knattspyrnusambandið lagði ofurkapp á að selja almenningi og meira segja þingmönnum falska mynd af stöðu mála. Þeir segja að sambandið hafi síðan notað þessa fölsku mynd í baráttunni gegn leikmönnum bandaríska kvennalandsliðsins. Bandaríska sambandið hélt því fram að bandaríska kvennalandsliðið væri í raun að fá jafnmikið og karlalandsliðið. Með þessu útspili karlalandsliðsins er það endanlega ljóst að það er ekki rétt.
Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Fleiri fréttir Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Sjá meira