Enski boltinn

United bannaði leikmanni að mæta á æfingasvæðið vegna ótta við kórónaveiruna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Odion Ighalo er nígerískur landsliðsmaður.
Odion Ighalo er nígerískur landsliðsmaður. Getty/Patrick Smith

Odion Ighalo hefur verið leikmaður ManchesterUnited í næstum því tvær vikur en hefur enn ekki æft með liðsfélögum sínum. Hann mátti nefnilega ekki koma á æfingasvæði félagsins vegna ótta við að hann beri með sér kórónaveiruna.

Kórónaveiran kom upp í Kína, hefur borist hratt á milli banna og banað yfir þrettán hundruð manns.  Staðfest er að um 60 þúsund manns hafi smitast í Kína, langflestir í Hubei, eða um 48 þúsund.



Manchester United fékk OdionIghalo að láni frá kínverska félaginu ShanghaiGreenlandShenhua á lokadegi janúargluggans og var ætlað að hjálpa til að leysa framherjahallæri liðsins.

OdionIghalo kom til Manchester 1. febrúar síðastliðinn en þarf að vera í fjórtán daga sóttkví til að fá það hundrað prósent hreint að hann beri ekki með sér vírusinn. Sá tími rennur ekki út á föstudaginn.

Ighalo hefur verið að æfa einn í NationalTaekwondoCentre sem er rétt hjá Etihad-leikvanginum, heimavelli ManchesterCity.



Ole Gunnar Solskjær nýtti vetrarfríið til að fara í æfingaferð til Spánar en kemur aftur frá Marbella á morgun. Verði allt í lagi með OdionIghalo á morgun þá mun hann væntanlega æfa með liðinu í fyrsta sinn um helgina.

Næsti leikur ManchesterUnited er á móti Chelsea á mánudagskvöldið en það er gríðarlega mikilvægur leikur í baráttunni um sæti í Meistaradeildinni. Tapi ManchesterUnited leiknum er staðan orðin slæm.

Solskjær hefur gefið það út að OdionIghalo ferðist með liðinu til London og er því líklegur til að spila eitthvað í þessum leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×