Forstjóri Landsvirkjunar segir raforkuverð ekki aðalvandamál Isal Heimir Már Pétursson skrifar 12. febrúar 2020 19:30 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, telur samninginn sanngjarnan við ISAL um kaup á raforku. Hann hefur verið í gildi frá árinu 2010. Vísir/Vilhelm Forstjóri Landsvirkjunar segir verð á raforku til álversins í Straumsvík aðeins lítinn hluta af vandamálum fyrirtækisins. Raforkuverðið sé sanngjarnt en meginvandamálið sé lækkun á afurðaverði fyrirtækisins. Mikið vatn hefur runnið til sjávar þá hálfu öld sem liðin er frá því Álverið í Straumsvík hóf starfsemi sína. Í dag er það minnsta álverið af nokkrum í landinu en verður þó enn að teljast mikilvægt fyrir þá 370 starfsmenn sem þar vinna og aðra hundrað og þrjátíu sem vinna þar daglega, fyrir utan hagsmuni margs konar þjónustufyrirtækja og Hafnarfjarðarbæjar. Hörður Arnarson segir verð raforku ekki vera aðalvandamál Isal. „Það er rétt að þeir eru að borga ágætis raforkuverð. En við teljum að raforkusamningurinn sé mjög sanngjarn.“ Var ekki talað um það á sínum tíma þegar endursamið var við Isal árið 2010 að önnur álver myndu fara inn í svipaða hugmyndafræði og er á bakvið þann samning? „Jú, þegar við fórum í þessa vegferð 2010 var það markmið okkar að semja um svipað raforkuverð á Íslandi og er samið um annars staðar. Markmiðið var síðan að gera það líka við aðra viðskiptavini,“ segir Hörður. Engu að síður hafi verið ákveðið að setjast nú niður með Rio Tinto til að fara yfir stöðuna. „Það er mikilvægt að hafa í huga að raforkuverðið er bara lítill hluti af þessu máli. Stærsta vandamál álversins er lágt afurðaverð og lágt verð á þeim afurðum sem þeir framleiða. Síðan hafa verið rekstrarvandræði hjá álverinu. Það eru stóru vandræðin að mínu mati. Þannig að mér finnst það í raun ekki rétt að einblína eingöngu á raforkuverðið,“ segir forstjóri Landsvirkjunar. Öll málmfyrirtæki í heiminum eigi í erfiðleikum vegna samdráttar í efnahagsmálum. En vonandi leysist úr þeirri stöðu. „Þetta er mjög mikilvægur viðskiptavinur fyrir okkur. Þetta er líka okkar elsti viðskiptavinur. Við vonum svo sannarlega að þeir hafi rekstrargrundvöll hér áfram,“ segir Hörður. Hjá Landsvirkjun eru til áform um virkjanaframkvæmdir og því spurning hvort stefna fyrirtækisins myndi breytast ef Isal hætti starfsemi? „Þeir eru náttúrlega með langtíma samning við okkur sem gildir til 2036 ef ég man rétt. Við munum bara vona að það samningssamband haldi.“ En það er vissulega verið að knýja dyra hjá ykkur af öðrum? „Já en það er hins vegar akkúrat núna í þessari efnahagslægð sem er í heiminu tiltölulega lítil eftirspurn,“ segir Hörður Arnarson. Álverið í Straumsvík hóf starfsemi sumarið 1969 en ekki 1967 eins og missagt var í myndbandinu með þessari frétt. Hafnarfjörður Kjaramál Orkumál Stóriðja Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir aðalvanda álversins í Straumsvík liggja í of háu raforkuverði Rannveig Rist, forstjóri ISAL – álversins í Straumsvík, segir viðræður Rio Tinto, eiganda álversins, um nýjan raforkusamning við Landsvirkjun nýhafnar. Það sé því of snemmt að segja til um árangurinn af þeim viðræðum. 12. febrúar 2020 10:43 Segir að samningurinn við álverið sé sanngjarn Forstjóri Landsvirkjunar segir að raforkusamningur við ISAL - álverið í Straumsvík sé sanngjarn fyrir báða aðila. Fleiri þættir en raforkuverðið hafi áhrif á stöðu álversins. 12. febrúar 2020 11:36 Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Forstjóri Landsvirkjunar segir verð á raforku til álversins í Straumsvík aðeins lítinn hluta af vandamálum fyrirtækisins. Raforkuverðið sé sanngjarnt en meginvandamálið sé lækkun á afurðaverði fyrirtækisins. Mikið vatn hefur runnið til sjávar þá hálfu öld sem liðin er frá því Álverið í Straumsvík hóf starfsemi sína. Í dag er það minnsta álverið af nokkrum í landinu en verður þó enn að teljast mikilvægt fyrir þá 370 starfsmenn sem þar vinna og aðra hundrað og þrjátíu sem vinna þar daglega, fyrir utan hagsmuni margs konar þjónustufyrirtækja og Hafnarfjarðarbæjar. Hörður Arnarson segir verð raforku ekki vera aðalvandamál Isal. „Það er rétt að þeir eru að borga ágætis raforkuverð. En við teljum að raforkusamningurinn sé mjög sanngjarn.“ Var ekki talað um það á sínum tíma þegar endursamið var við Isal árið 2010 að önnur álver myndu fara inn í svipaða hugmyndafræði og er á bakvið þann samning? „Jú, þegar við fórum í þessa vegferð 2010 var það markmið okkar að semja um svipað raforkuverð á Íslandi og er samið um annars staðar. Markmiðið var síðan að gera það líka við aðra viðskiptavini,“ segir Hörður. Engu að síður hafi verið ákveðið að setjast nú niður með Rio Tinto til að fara yfir stöðuna. „Það er mikilvægt að hafa í huga að raforkuverðið er bara lítill hluti af þessu máli. Stærsta vandamál álversins er lágt afurðaverð og lágt verð á þeim afurðum sem þeir framleiða. Síðan hafa verið rekstrarvandræði hjá álverinu. Það eru stóru vandræðin að mínu mati. Þannig að mér finnst það í raun ekki rétt að einblína eingöngu á raforkuverðið,“ segir forstjóri Landsvirkjunar. Öll málmfyrirtæki í heiminum eigi í erfiðleikum vegna samdráttar í efnahagsmálum. En vonandi leysist úr þeirri stöðu. „Þetta er mjög mikilvægur viðskiptavinur fyrir okkur. Þetta er líka okkar elsti viðskiptavinur. Við vonum svo sannarlega að þeir hafi rekstrargrundvöll hér áfram,“ segir Hörður. Hjá Landsvirkjun eru til áform um virkjanaframkvæmdir og því spurning hvort stefna fyrirtækisins myndi breytast ef Isal hætti starfsemi? „Þeir eru náttúrlega með langtíma samning við okkur sem gildir til 2036 ef ég man rétt. Við munum bara vona að það samningssamband haldi.“ En það er vissulega verið að knýja dyra hjá ykkur af öðrum? „Já en það er hins vegar akkúrat núna í þessari efnahagslægð sem er í heiminu tiltölulega lítil eftirspurn,“ segir Hörður Arnarson. Álverið í Straumsvík hóf starfsemi sumarið 1969 en ekki 1967 eins og missagt var í myndbandinu með þessari frétt.
Hafnarfjörður Kjaramál Orkumál Stóriðja Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir aðalvanda álversins í Straumsvík liggja í of háu raforkuverði Rannveig Rist, forstjóri ISAL – álversins í Straumsvík, segir viðræður Rio Tinto, eiganda álversins, um nýjan raforkusamning við Landsvirkjun nýhafnar. Það sé því of snemmt að segja til um árangurinn af þeim viðræðum. 12. febrúar 2020 10:43 Segir að samningurinn við álverið sé sanngjarn Forstjóri Landsvirkjunar segir að raforkusamningur við ISAL - álverið í Straumsvík sé sanngjarn fyrir báða aðila. Fleiri þættir en raforkuverðið hafi áhrif á stöðu álversins. 12. febrúar 2020 11:36 Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Segir aðalvanda álversins í Straumsvík liggja í of háu raforkuverði Rannveig Rist, forstjóri ISAL – álversins í Straumsvík, segir viðræður Rio Tinto, eiganda álversins, um nýjan raforkusamning við Landsvirkjun nýhafnar. Það sé því of snemmt að segja til um árangurinn af þeim viðræðum. 12. febrúar 2020 10:43
Segir að samningurinn við álverið sé sanngjarn Forstjóri Landsvirkjunar segir að raforkusamningur við ISAL - álverið í Straumsvík sé sanngjarn fyrir báða aðila. Fleiri þættir en raforkuverðið hafi áhrif á stöðu álversins. 12. febrúar 2020 11:36
Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45