Sterk staða hjá Sanders og veik von fyrir Biden Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. febrúar 2020 20:00 Svona skiptust atkvæðin í New Hampshire. Vísir/Hafsteinn Bernie Sanders fékk flest atkvæði í prófkjöri Demókrata í New Hampshire fyrir bandarísku forsetakosningarnar í nótt. Atkvæðin skiptust eins og sjá má hér að ofan. Sanders efstur og Buttigieg annar. Klobuchar og Warren öldungadeildarþingmenn þar á eftir og svo Joe Biden, fyrrverandi varaforseti. Buttigieg og Sanders eru aftur í efstu sætunum, rétt eins og í Iowa í síðustu viku. Þá var Buttigieg efstur og Sanders annar. Reyndar eru endanlegar niðurstöður ekki enn komnar. Frambjóðendurnir tveir hafa farið fram á endurskoðun hluta atkvæða. Donald Trump forseti var svo efstur hjá Repúblikönum eins og búist var við. Sigrar og töp Niðurstöðurnar eru góðar fyrir Sanders, Buttigieg og Klobuchar en sú síðastnefnda stóð sig tæplega tvöfalt betur en kannanir bentu til. Þetta eru þó afleit tíðindi fyrir Warren og Biden. Hvorugt þeirra vann sér inn fulltrúa á landsfund Demókrata, en þeir sjá formlega um val á frambjóðandanum. Sanders og Buttigieg fá níu og Klobuchar sex fulltrúa frá New Hampshire. Eftir fyrstu tvö ríkin er staðan því þessi: Buttigieg með 22, Sanders 21, Warren 8, Klobuchar 7 og Biden 6. Sanders er reyndar með flest atkvæði, en sökum misvægis þeirra í Iowa eftir svæðum fékk Buttigieg fleiri fulltrúa. Að minnsta kosti ef endurskoðun atkvæða leiðir ekki annað í ljós. Nóg eftir Prófkjörið er þó bara rétt að byrja. Kosningaspá FiveThirtyEight sýnir Sanders líklegastan til að vinna Nevada, sem kýs þann 22. febrúar. Sanders er sömuleiðis talinn líklegastur í Suður-Karólínu þann 29. Fjórtán ríki greiða atkvæði á hinum svokallaða ofurþriðjudegi, 3. mars. FiveThirtyEight segir sigur Sanders líklegan í þrettán þeirra. Biden sé hins vegar sigurstranglegastur í einu, Alabama. Þetta gæti vissulega breyst á næstu vikum og alls ekki víst að spáin rætist enda mismargar kannanir verið gerðar í þessum ríkjum. Við þetta má bæta að hagur Biden gæti vænkast í næstu ríkjum. Mun hærra hlutfall kjósenda Iowa og New Hampshire er hvítt en víðast hvar annars staðar. Biden hefur verið að mælast vel hjá kjósendum öðrum en hvítum á meðan Buttigieg og Klobuchar hafa mælst illa hjá þeim hópum. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira
Bernie Sanders fékk flest atkvæði í prófkjöri Demókrata í New Hampshire fyrir bandarísku forsetakosningarnar í nótt. Atkvæðin skiptust eins og sjá má hér að ofan. Sanders efstur og Buttigieg annar. Klobuchar og Warren öldungadeildarþingmenn þar á eftir og svo Joe Biden, fyrrverandi varaforseti. Buttigieg og Sanders eru aftur í efstu sætunum, rétt eins og í Iowa í síðustu viku. Þá var Buttigieg efstur og Sanders annar. Reyndar eru endanlegar niðurstöður ekki enn komnar. Frambjóðendurnir tveir hafa farið fram á endurskoðun hluta atkvæða. Donald Trump forseti var svo efstur hjá Repúblikönum eins og búist var við. Sigrar og töp Niðurstöðurnar eru góðar fyrir Sanders, Buttigieg og Klobuchar en sú síðastnefnda stóð sig tæplega tvöfalt betur en kannanir bentu til. Þetta eru þó afleit tíðindi fyrir Warren og Biden. Hvorugt þeirra vann sér inn fulltrúa á landsfund Demókrata, en þeir sjá formlega um val á frambjóðandanum. Sanders og Buttigieg fá níu og Klobuchar sex fulltrúa frá New Hampshire. Eftir fyrstu tvö ríkin er staðan því þessi: Buttigieg með 22, Sanders 21, Warren 8, Klobuchar 7 og Biden 6. Sanders er reyndar með flest atkvæði, en sökum misvægis þeirra í Iowa eftir svæðum fékk Buttigieg fleiri fulltrúa. Að minnsta kosti ef endurskoðun atkvæða leiðir ekki annað í ljós. Nóg eftir Prófkjörið er þó bara rétt að byrja. Kosningaspá FiveThirtyEight sýnir Sanders líklegastan til að vinna Nevada, sem kýs þann 22. febrúar. Sanders er sömuleiðis talinn líklegastur í Suður-Karólínu þann 29. Fjórtán ríki greiða atkvæði á hinum svokallaða ofurþriðjudegi, 3. mars. FiveThirtyEight segir sigur Sanders líklegan í þrettán þeirra. Biden sé hins vegar sigurstranglegastur í einu, Alabama. Þetta gæti vissulega breyst á næstu vikum og alls ekki víst að spáin rætist enda mismargar kannanir verið gerðar í þessum ríkjum. Við þetta má bæta að hagur Biden gæti vænkast í næstu ríkjum. Mun hærra hlutfall kjósenda Iowa og New Hampshire er hvítt en víðast hvar annars staðar. Biden hefur verið að mælast vel hjá kjósendum öðrum en hvítum á meðan Buttigieg og Klobuchar hafa mælst illa hjá þeim hópum.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira