Biden í bölvuðum vandræðum Samúel Karl Ólason skrifar 12. febrúar 2020 16:48 Biden með stuðningsmönnum sínum í Suður-Karólínu. AP/Gerald Herbert Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hafnaði í fimmta sæti í forvali Demókrataflokksins í New Hampshire í gær. Hann fékk enga landsfundarfulltrúa fyrir landsfund Demókrata og framboð hans til forseta Bandaríkjanna er mögulega í hættu. Honum gekk ekki heldur vel í Iowa í síðustu viku. Skammt er síðan Biden mældist með mest fylgi í flestum könnunum Bandaríkjanna. Á nokkrum dögum hafa líkur hans á því að ná meirihluta af landsfundarfulltrúa í forvalinu farið úr tæpum 50 prósentum í 17, samkvæmt líkani FiveThirtyEight. Í stað þess að fylgjast með stöðu mála í New Hampshire í gær fór Biden til Suður-Karólínu og stappaði stálinu í stuðningsmenn sína þar og bakhjarla. Biden sagði stuðningsmönnum sínum að nánast allir svartir og þeir sem eru af rómönsku bergi brotnir hefðu ekki enn greitt atkvæði í forvalinu. „Þessu er ekki lokið enn. Við erum rétt að byrja,“ sagði Biden. Kannanir sýna að svartir kjósendur í Bandaríkjunum, sem hafa studd Biden dyggilega, eru farnir að svipast um eftir nýjum frambjóðenda sem þeir telja geta velt Donald Trump úr sessi. Einn ráðgjafi Biden, sem ræddi við Politico undir nafnleynd, segir ástandið hræðilegt fyrir framboðið. Hann efast um að Biden eigi enn möguleika á sigri. Næsta forval Demókrataflokksins fer fram í Nevada þann 22. febrúar. Því næst Suður-Karólínu þann 29. febrúar. Þann þriðja mars er svokallaður „ofurþriðjudagur“ þar sem forvöl eiga sér stað í fjölda ríkja. Fjárhagsstaða Biden hefur einnig vakið athygli en hann honum hefur ekki gengið vel að afla fjár og framboð hans varði sex milljónum dala í Iowa, þar sem Biden endaði í fjórða sæti. CNN setur stöðu Biden í sögulegt samhengi en engum forsetaframbjóðanda í hans stöðu hefur tekist að snúa þróun sem þessari við og tryggja sér tilnefningu Demókrataflokksins, eða komist nærri því. Það hafi ekki gerst í 40 ár. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bernie Sanders efstur í forvali Demókrata í New Hampshire Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders varð efstur í forvali Demókrata í New Hampshire fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum en forvalið fór fram í gær. 12. febrúar 2020 06:15 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hafnaði í fimmta sæti í forvali Demókrataflokksins í New Hampshire í gær. Hann fékk enga landsfundarfulltrúa fyrir landsfund Demókrata og framboð hans til forseta Bandaríkjanna er mögulega í hættu. Honum gekk ekki heldur vel í Iowa í síðustu viku. Skammt er síðan Biden mældist með mest fylgi í flestum könnunum Bandaríkjanna. Á nokkrum dögum hafa líkur hans á því að ná meirihluta af landsfundarfulltrúa í forvalinu farið úr tæpum 50 prósentum í 17, samkvæmt líkani FiveThirtyEight. Í stað þess að fylgjast með stöðu mála í New Hampshire í gær fór Biden til Suður-Karólínu og stappaði stálinu í stuðningsmenn sína þar og bakhjarla. Biden sagði stuðningsmönnum sínum að nánast allir svartir og þeir sem eru af rómönsku bergi brotnir hefðu ekki enn greitt atkvæði í forvalinu. „Þessu er ekki lokið enn. Við erum rétt að byrja,“ sagði Biden. Kannanir sýna að svartir kjósendur í Bandaríkjunum, sem hafa studd Biden dyggilega, eru farnir að svipast um eftir nýjum frambjóðenda sem þeir telja geta velt Donald Trump úr sessi. Einn ráðgjafi Biden, sem ræddi við Politico undir nafnleynd, segir ástandið hræðilegt fyrir framboðið. Hann efast um að Biden eigi enn möguleika á sigri. Næsta forval Demókrataflokksins fer fram í Nevada þann 22. febrúar. Því næst Suður-Karólínu þann 29. febrúar. Þann þriðja mars er svokallaður „ofurþriðjudagur“ þar sem forvöl eiga sér stað í fjölda ríkja. Fjárhagsstaða Biden hefur einnig vakið athygli en hann honum hefur ekki gengið vel að afla fjár og framboð hans varði sex milljónum dala í Iowa, þar sem Biden endaði í fjórða sæti. CNN setur stöðu Biden í sögulegt samhengi en engum forsetaframbjóðanda í hans stöðu hefur tekist að snúa þróun sem þessari við og tryggja sér tilnefningu Demókrataflokksins, eða komist nærri því. Það hafi ekki gerst í 40 ár.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bernie Sanders efstur í forvali Demókrata í New Hampshire Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders varð efstur í forvali Demókrata í New Hampshire fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum en forvalið fór fram í gær. 12. febrúar 2020 06:15 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Bernie Sanders efstur í forvali Demókrata í New Hampshire Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders varð efstur í forvali Demókrata í New Hampshire fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum en forvalið fór fram í gær. 12. febrúar 2020 06:15