Konan sem slasaðist á Sandgerðisvegi úr lífshættu Kjartan Kjartansson skrifar 12. febrúar 2020 15:45 Áreksturinn varð skammt frá hringtorgi við Keflavíkurflugvöll laugardaginn 18. janúar. Grafík/Hafsteinn Rannsókn á árekstri tveggja bifreiða á Sandgerðisvegi þegar lögreglumenn veitti öðrum þeirra eftirför miðar vel, að sögn lögreglu. Kona á fimmtugsaldri sem var farþegi í öðrum bílnum er sögð mikið slösuð en ekki lengur í lífshættu. Þrír voru fluttir á slysadeild eftir áreksturinn á Sandgerðisvegi 18. janúar, ökumaður bílsins sem lögreglan veitti eftirför og tvennt sem var í bílnum sem hann ók á. Konan var farþegi í bílnum sem varð fyrir þeim sem var veitt eftirför. Loka þurfti veginum um tíma vegna slyssins. Ökumaðurinn sem lögreglan elti var á stolnum bíl og er sagður hafa ekið á miklum hraða. Lögreglan á Suðurnesjum hefur sagt að hann sé grunaður um ofsaakstur undir áhrifum fíkniefna. Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu hefur eftirförina til rannsóknar en henni ber að rannsaka mál þar sem fólk lætur lífið eða verður fyrir stórfelldu líkamstjóni við störf lögreglu. Lögreglan sagði að lögreglumenn sem eltu ökumanninn hafi dregið verulega úr hraða skömmu fyrir áreksturinn. Ók í gegnum hringtorgið Stefán Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfirmaður rannsóknadeildar lögreglunnar á Suðurnesjum, segir við Vísi að rannsókninni á árekstrinum miði vel. Maðurinn sitji í gæsluvarðhaldi vegna endurtekinna brota. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir honum renni út á föstudag en að öllum líkindum verði farið fram á framlengingu á honum. Stefnt sé að því að halda honum í varðhaldi fram að dómi í máli hans. Ökumaðurinn sem situr nú í varðhaldi fór í gegnum hringtorgið nærri Keflavíkurflugvelli og inn á Sandgerðisveg. Þegar hann hafði ekið rúman hálfan kílómetra á Sandgerðisvegi, við slæm akstursskilyrði, fór hann yfir á rangan vegarhelming. Við það rakst hann á bifreiðina sem konan var farþegi í. Konan er mikið slösuð en ekki lengur í lífshættu. Stefán segir að henni hafi verið haldið sofandi lengi en hún hafi nú verið vakin. Báðir bílarnir sem lentu í árekstrinum segir hann illa farna, ef ekki ónýta. Lögreglumál Samgönguslys Suðurnesjabær Ofsaakstur á Sandgerðisvegi Tengdar fréttir Þrír fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur á Sandgerðisvegi Sandgerðisvegi hefur verið lokað vegna umferðaróhapps. Samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar verður vegurinn lokaður um tíma vegna óhappsins. 18. janúar 2020 15:47 Segja lögreglumennina hafa „dregið verulega úr hraða“ áður en áreksturinn varð Ökumaður bíls sem lenti í hörðum árekstri á Sandgerðisvegi á laugardag ók stolinni bifreið. Þá ók hann einnig sviptur ökuréttindum, undir áhrifum fíkniefna og of hratt. 20. janúar 2020 11:17 Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu skoðar eftirför á Sandgerðisvegi Kona liggur þungt haldin á sjúkrahúsi eftir að ökumaðurinn sem lögreglan veitti eftirför, lenti í hörðum árekstri við bíl sem konan var farþegi í. 24. janúar 2020 09:00 Lögregla veitti bílnum sem lenti í hörðum árekstri eftirför Lögregla veitti öðrum bílnum sem lenti í hörðum árekstri á Sandgerðisvegi í gær eftirför. 19. janúar 2020 18:03 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Sjá meira
Rannsókn á árekstri tveggja bifreiða á Sandgerðisvegi þegar lögreglumenn veitti öðrum þeirra eftirför miðar vel, að sögn lögreglu. Kona á fimmtugsaldri sem var farþegi í öðrum bílnum er sögð mikið slösuð en ekki lengur í lífshættu. Þrír voru fluttir á slysadeild eftir áreksturinn á Sandgerðisvegi 18. janúar, ökumaður bílsins sem lögreglan veitti eftirför og tvennt sem var í bílnum sem hann ók á. Konan var farþegi í bílnum sem varð fyrir þeim sem var veitt eftirför. Loka þurfti veginum um tíma vegna slyssins. Ökumaðurinn sem lögreglan elti var á stolnum bíl og er sagður hafa ekið á miklum hraða. Lögreglan á Suðurnesjum hefur sagt að hann sé grunaður um ofsaakstur undir áhrifum fíkniefna. Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu hefur eftirförina til rannsóknar en henni ber að rannsaka mál þar sem fólk lætur lífið eða verður fyrir stórfelldu líkamstjóni við störf lögreglu. Lögreglan sagði að lögreglumenn sem eltu ökumanninn hafi dregið verulega úr hraða skömmu fyrir áreksturinn. Ók í gegnum hringtorgið Stefán Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfirmaður rannsóknadeildar lögreglunnar á Suðurnesjum, segir við Vísi að rannsókninni á árekstrinum miði vel. Maðurinn sitji í gæsluvarðhaldi vegna endurtekinna brota. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir honum renni út á föstudag en að öllum líkindum verði farið fram á framlengingu á honum. Stefnt sé að því að halda honum í varðhaldi fram að dómi í máli hans. Ökumaðurinn sem situr nú í varðhaldi fór í gegnum hringtorgið nærri Keflavíkurflugvelli og inn á Sandgerðisveg. Þegar hann hafði ekið rúman hálfan kílómetra á Sandgerðisvegi, við slæm akstursskilyrði, fór hann yfir á rangan vegarhelming. Við það rakst hann á bifreiðina sem konan var farþegi í. Konan er mikið slösuð en ekki lengur í lífshættu. Stefán segir að henni hafi verið haldið sofandi lengi en hún hafi nú verið vakin. Báðir bílarnir sem lentu í árekstrinum segir hann illa farna, ef ekki ónýta.
Lögreglumál Samgönguslys Suðurnesjabær Ofsaakstur á Sandgerðisvegi Tengdar fréttir Þrír fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur á Sandgerðisvegi Sandgerðisvegi hefur verið lokað vegna umferðaróhapps. Samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar verður vegurinn lokaður um tíma vegna óhappsins. 18. janúar 2020 15:47 Segja lögreglumennina hafa „dregið verulega úr hraða“ áður en áreksturinn varð Ökumaður bíls sem lenti í hörðum árekstri á Sandgerðisvegi á laugardag ók stolinni bifreið. Þá ók hann einnig sviptur ökuréttindum, undir áhrifum fíkniefna og of hratt. 20. janúar 2020 11:17 Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu skoðar eftirför á Sandgerðisvegi Kona liggur þungt haldin á sjúkrahúsi eftir að ökumaðurinn sem lögreglan veitti eftirför, lenti í hörðum árekstri við bíl sem konan var farþegi í. 24. janúar 2020 09:00 Lögregla veitti bílnum sem lenti í hörðum árekstri eftirför Lögregla veitti öðrum bílnum sem lenti í hörðum árekstri á Sandgerðisvegi í gær eftirför. 19. janúar 2020 18:03 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Sjá meira
Þrír fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur á Sandgerðisvegi Sandgerðisvegi hefur verið lokað vegna umferðaróhapps. Samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar verður vegurinn lokaður um tíma vegna óhappsins. 18. janúar 2020 15:47
Segja lögreglumennina hafa „dregið verulega úr hraða“ áður en áreksturinn varð Ökumaður bíls sem lenti í hörðum árekstri á Sandgerðisvegi á laugardag ók stolinni bifreið. Þá ók hann einnig sviptur ökuréttindum, undir áhrifum fíkniefna og of hratt. 20. janúar 2020 11:17
Eftirlitsnefnd með störfum lögreglu skoðar eftirför á Sandgerðisvegi Kona liggur þungt haldin á sjúkrahúsi eftir að ökumaðurinn sem lögreglan veitti eftirför, lenti í hörðum árekstri við bíl sem konan var farþegi í. 24. janúar 2020 09:00
Lögregla veitti bílnum sem lenti í hörðum árekstri eftirför Lögregla veitti öðrum bílnum sem lenti í hörðum árekstri á Sandgerðisvegi í gær eftirför. 19. janúar 2020 18:03