Auðlind í eigu þjóðar? Arnar Snær Ágústsson skrifar 12. febrúar 2020 15:00 Hræðsla við að ræða kerfið? Hart var tekist á um fiskveiðistjórnunarkerfið á Alþingi enn eina ferðina. Skemmst er frá því að segja að skýrslubeiðni minnihlutans um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðiheimildir á Íslandi og í Namibíu vakti fáheyrða reiði og andsvör stjórnarmeirihlutans. Í raun svo mikil viðbrögð að í fyrsta skipti í sögu Alþingis kaus ráðherra gegn skýrslubeiðni minnihlutans. Það er afar sjaldgæft að þingmenn greiði atkvæði gegn skýrslubeiðnum, enda eru þær í eðli sínu upplýsinga- og aðhaldstæki minnihlutans. Hver var tilgangurinn með þessari andstöðu? Er eitthvað sem ekki má koma fram eða má bara ekki ræða um fiskveiðistjórnunarkerfið? Núverandi sjávarútvegsráðherra svaraði þingmanni Viðreisnar á dögunum í óundirbúnum fyrirspurnum. Þar benti ráðherra á að sjálfstæðismenn hefðu þegið sæti í þverpólitískri nefnd skipuð af forvera hans um gjaldtöku í sjávarútvegi. Síðan þá hefur reyndar lítið gerst. Því veltir maður fyrir sér hvers vegna sjálfstæðismenn hafa ekkert aðhafst, verandi með sjávarútvegsráðuneytið síðan 2017. Eru þeir hræddir við að ræða um gjaldtöku í sjávarútvegi? Er kerfið gott? Það er ekki annað en sanngjarnt að segja að almennt séð hafi fiskveiðistjórunarkerfið verið farsælt og skilað miklu inn í þjóðarbúið. En það er fjarri að segja að þetta kerfi sé gallalaust, það ýtir undir mikla samþjöppun og margar byggðir hafa verið skildar eftir í sárum vegna þess. Atburðir síðustu missera gefa líka tækifæri til að endurskoða gjaldtöku. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki virðast reiðubúin að leita á önnur mið og kaupa fisk annars staðar á hærra verði en hér heima. Eru þau að gefa í skyn að íslenski fiskurinn sé verri söluvara? Endurspeglar þetta ekki frekar þörfina á að endurskoða gjaldtöku í sjávarútvegi á Íslandi? Hver er svo betri í að meta verðmæti sjávarafurða en sjávarútvegsfyrirtækin sjálf? Hvers vegna eru markaðslögmál ekki viðhöfð í sjávarútvegi eins og annars staðar í þjóðfélaginu? Hvers vegna ekki að leyfa fyrirtækjum i sjávarútvegi að bjóða í veiðiheimildir? Almenningur fengi þá sanngjarnt gjald af auðlindinni og sjávarútvegsfyrirtækin þyrftu ekki að kvíða því að handahófskenndar álögur stjórnmálamanna á greinina gætu keyrt þau í kaf. Núverandi kerfi virðist frekar verja sérhagsmuni heldur en almannahagsmuni þjóðarinnar. Það er jú þjóðin sem á auðlindina, ekki fyrirtæki í sjávarútvegi. Umræðan um lýðskrum Sjálfstæðisflokkurinn virðist skíðlogandi hræddur við opna umræðu um málaflokkinn. Fyrst hann berst gegn eðlilegu upplýsingaflæði og hrópar „lýðskrum“ við skýrslubeiðni minnihlutans. Nærtækara væri að horfa í eigin barm og athuga lýðskrumið sem felst í að sverta orðspor Mannréttindadómstóls Evrópu líkt og þau hafa keppst við að gera síðustu vikuna. Við sem kjósendur og skattgreiðendur eigum rétt á að opinber kerfi séu skýr og gegnsæ. Gaslýsing og leikrit í sölum Alþingis er engum til framdráttar. Höfundur er gjaldkeri Uppreisnar - Ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Hræðsla við að ræða kerfið? Hart var tekist á um fiskveiðistjórnunarkerfið á Alþingi enn eina ferðina. Skemmst er frá því að segja að skýrslubeiðni minnihlutans um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðiheimildir á Íslandi og í Namibíu vakti fáheyrða reiði og andsvör stjórnarmeirihlutans. Í raun svo mikil viðbrögð að í fyrsta skipti í sögu Alþingis kaus ráðherra gegn skýrslubeiðni minnihlutans. Það er afar sjaldgæft að þingmenn greiði atkvæði gegn skýrslubeiðnum, enda eru þær í eðli sínu upplýsinga- og aðhaldstæki minnihlutans. Hver var tilgangurinn með þessari andstöðu? Er eitthvað sem ekki má koma fram eða má bara ekki ræða um fiskveiðistjórnunarkerfið? Núverandi sjávarútvegsráðherra svaraði þingmanni Viðreisnar á dögunum í óundirbúnum fyrirspurnum. Þar benti ráðherra á að sjálfstæðismenn hefðu þegið sæti í þverpólitískri nefnd skipuð af forvera hans um gjaldtöku í sjávarútvegi. Síðan þá hefur reyndar lítið gerst. Því veltir maður fyrir sér hvers vegna sjálfstæðismenn hafa ekkert aðhafst, verandi með sjávarútvegsráðuneytið síðan 2017. Eru þeir hræddir við að ræða um gjaldtöku í sjávarútvegi? Er kerfið gott? Það er ekki annað en sanngjarnt að segja að almennt séð hafi fiskveiðistjórunarkerfið verið farsælt og skilað miklu inn í þjóðarbúið. En það er fjarri að segja að þetta kerfi sé gallalaust, það ýtir undir mikla samþjöppun og margar byggðir hafa verið skildar eftir í sárum vegna þess. Atburðir síðustu missera gefa líka tækifæri til að endurskoða gjaldtöku. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki virðast reiðubúin að leita á önnur mið og kaupa fisk annars staðar á hærra verði en hér heima. Eru þau að gefa í skyn að íslenski fiskurinn sé verri söluvara? Endurspeglar þetta ekki frekar þörfina á að endurskoða gjaldtöku í sjávarútvegi á Íslandi? Hver er svo betri í að meta verðmæti sjávarafurða en sjávarútvegsfyrirtækin sjálf? Hvers vegna eru markaðslögmál ekki viðhöfð í sjávarútvegi eins og annars staðar í þjóðfélaginu? Hvers vegna ekki að leyfa fyrirtækjum i sjávarútvegi að bjóða í veiðiheimildir? Almenningur fengi þá sanngjarnt gjald af auðlindinni og sjávarútvegsfyrirtækin þyrftu ekki að kvíða því að handahófskenndar álögur stjórnmálamanna á greinina gætu keyrt þau í kaf. Núverandi kerfi virðist frekar verja sérhagsmuni heldur en almannahagsmuni þjóðarinnar. Það er jú þjóðin sem á auðlindina, ekki fyrirtæki í sjávarútvegi. Umræðan um lýðskrum Sjálfstæðisflokkurinn virðist skíðlogandi hræddur við opna umræðu um málaflokkinn. Fyrst hann berst gegn eðlilegu upplýsingaflæði og hrópar „lýðskrum“ við skýrslubeiðni minnihlutans. Nærtækara væri að horfa í eigin barm og athuga lýðskrumið sem felst í að sverta orðspor Mannréttindadómstóls Evrópu líkt og þau hafa keppst við að gera síðustu vikuna. Við sem kjósendur og skattgreiðendur eigum rétt á að opinber kerfi séu skýr og gegnsæ. Gaslýsing og leikrit í sölum Alþingis er engum til framdráttar. Höfundur er gjaldkeri Uppreisnar - Ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar