Samsung opinberaði nýjan samanbrjótanlegan síma Samúel Karl Ólason skrifar 12. febrúar 2020 13:48 Galaxy Fold, fékk dræmar móttökur en Samsung vonast til þess að Galaxy Z Flip verði betur tekið. AP/Jeff Chiu Starfsmenn Samsung kynntu í gær nýjan síma frá fyrirtækinu sem hægt er að brjóta saman. Fyrri síminn, Galaxy Fold, fékk dræmar móttökur en Samsung vonast til þess að Galaxy Z Flip verði betur tekið. Mikill munur er á símunum, miðað við fyrstu viðbrögð fjölmiðla ytra, og sá helsti er að skjár símans er úr samanbrjótanlegu gleri en ekki plasti. Þar að auki er Flip ódýrari en Fold. Blaðamönnum var gert kleift að fikta við símana í gær og virðast þeir allir sammála um að Flip sé mun betri sími en Fold, þó þeir séu töluvert öðruvísi símar og Flip sé aðeins minni. Galaxy Fold er með 4,6 tommu skjá, þegar hann er lokaður, og 7,3 tommu skjá þegar hann er opinn. Skjár Flip, þegar hann er opinn, er 6,9 tommur. Einnig virðist sem að Flip virki mun öflugri en Fold en Samsung lofar því að síminn þol minnst 200 þúsund samanbrot. Ef við miðum við að almennur notandi taki síma sinn upp hundrað sinnum á dag, þá ætti síminn að duga í meira en fimm ár. Þá er hægt að nota símann sitjandi og skipta skjánum til helminga og tekur síminn mið af því. Hér að neðan má sjá kynninguna í gær og viðbrögð nokkurra blaðamanna. Samsung Tækni Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Starfsmenn Samsung kynntu í gær nýjan síma frá fyrirtækinu sem hægt er að brjóta saman. Fyrri síminn, Galaxy Fold, fékk dræmar móttökur en Samsung vonast til þess að Galaxy Z Flip verði betur tekið. Mikill munur er á símunum, miðað við fyrstu viðbrögð fjölmiðla ytra, og sá helsti er að skjár símans er úr samanbrjótanlegu gleri en ekki plasti. Þar að auki er Flip ódýrari en Fold. Blaðamönnum var gert kleift að fikta við símana í gær og virðast þeir allir sammála um að Flip sé mun betri sími en Fold, þó þeir séu töluvert öðruvísi símar og Flip sé aðeins minni. Galaxy Fold er með 4,6 tommu skjá, þegar hann er lokaður, og 7,3 tommu skjá þegar hann er opinn. Skjár Flip, þegar hann er opinn, er 6,9 tommur. Einnig virðist sem að Flip virki mun öflugri en Fold en Samsung lofar því að síminn þol minnst 200 þúsund samanbrot. Ef við miðum við að almennur notandi taki síma sinn upp hundrað sinnum á dag, þá ætti síminn að duga í meira en fimm ár. Þá er hægt að nota símann sitjandi og skipta skjánum til helminga og tekur síminn mið af því. Hér að neðan má sjá kynninguna í gær og viðbrögð nokkurra blaðamanna.
Samsung Tækni Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira