Fá ekki leyfi frá Rio Tinto til að undirrita nýjan kjarasamning Heimir Már Pétursson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 12. febrúar 2020 11:09 Reinhold Richter, aðaltrúnaðarmaður starfsmanna álversins í Straumsvík. vísir/egill Reinhold Richter, aðaltrúnaðarmaður starfsmanna ISAL – álversins í Straumsvík, segir fréttir morgunsins af mögulegri lokun álversins koma mjög óvænt. Starfsmenn séu slegnir en fólk þurfi að sofa á þessu, eins og hann orðar það. Reinhold segir að á borðinu liggi drög að nýjum kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins vegna ISAL en SA og samninganefnd ISAL fái ekki leyfi að utan frá Rio Tinto til að skrifa undir. Fram kom í morgun að Rio Tinto, eigandi álversins, sé nú að hefja gagngera endurskoðun á starfseminni í Straumsvík með það að markmiði að gera hana arðbæra en tap hefur verið á rekstrinum undanfarin ár. Allar leiðir séu undir við endurskoðunina, sem ljúka á við á fyrri helmingi þessa árs, þar með talið framleiðsluminnkun og möguleg lokun álversins. „Þetta er tvöfalt áfall“ Rannveig Rist, forstjóri ISAL, segir aðalvanda álversins liggja í óhagstæðu raforkuverði. Viðræður við Landsvirkjun og stjórnvöld um að taka upp gildandi raforkusamning og semja upp á nýtt eru nýhafnar. Spurður út í það hvort að starfsfólk voni ekki að viðræðurnar sem hafnar séu beri árangur svarar Reinhold því til að útgangspunkturinn hjá verkalýðshreyfingunni sé að halda í störfin. „Og við munum leita leiða til þess. Við eigum í kjaraviðræðum við ISAL og það liggur á borðinu samkomulag, drög að kjarasamningi, sem á aðeins eftir að skrifa undir, það er búið að semja. SA og samninganefnd ISAL hefur ekki fengið leyfi að utan, frá Rio Tinto erlendis, til þess að skrifa undir þennan samning. Það er okkar staða í dag þannig að þetta er tvöfalt áfall að framtíðin virðist ekki vera björt og við fáum ekki þennan samning undirritaðan og getum ekki sett hann í kosningum,“ segir Reinhold. Samkomulagið var tilbúið þann 24. janúar síðastliðinn en Reinhold segir nýjan kjarasamning verða á pari við lífskjarasamningana frá því í fyrra með sérmálum starfsmanna ISAL þar inni í. SA og stjórnendur ISAL hafa bæði lýst því yfir að þau mæli með samningnum. „Þetta er náttúrulega mjög skrýtið og hefur aldrei gerst áður á íslenskum vinnumarkaði að það sé tilbúinn samningur þetta lengi og atvinnurekendur fáist ekki til að skrifa undir hann. Það hefur aldrei gerst áður á Íslandi,“ segir Reinhold. Hafnarfjörður Orkumál Stóriðja Vinnumarkaður Tengdar fréttir Bæjarstjóri Hafnarfjarðar: „Þetta er grafalvarlegt mál“ Rósa Guðbjartsdóttir bregst við fréttum að mögulegt sé að álverinu í Straumsvík verði lokað. 12. febrúar 2020 09:56 Segir aðalvanda álversins í Straumsvík liggja í of háu raforkuverði Rannveig Rist, forstjóri ISAL – álversins í Straumsvík, segir viðræður Rio Tinto, eiganda álversins, um nýjan raforkusamning við Landsvirkjun nýhafnar. Það sé því of snemmt að segja til um árangurinn af þeim viðræðum. 12. febrúar 2020 10:43 Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45 Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Reinhold Richter, aðaltrúnaðarmaður starfsmanna ISAL – álversins í Straumsvík, segir fréttir morgunsins af mögulegri lokun álversins koma mjög óvænt. Starfsmenn séu slegnir en fólk þurfi að sofa á þessu, eins og hann orðar það. Reinhold segir að á borðinu liggi drög að nýjum kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins vegna ISAL en SA og samninganefnd ISAL fái ekki leyfi að utan frá Rio Tinto til að skrifa undir. Fram kom í morgun að Rio Tinto, eigandi álversins, sé nú að hefja gagngera endurskoðun á starfseminni í Straumsvík með það að markmiði að gera hana arðbæra en tap hefur verið á rekstrinum undanfarin ár. Allar leiðir séu undir við endurskoðunina, sem ljúka á við á fyrri helmingi þessa árs, þar með talið framleiðsluminnkun og möguleg lokun álversins. „Þetta er tvöfalt áfall“ Rannveig Rist, forstjóri ISAL, segir aðalvanda álversins liggja í óhagstæðu raforkuverði. Viðræður við Landsvirkjun og stjórnvöld um að taka upp gildandi raforkusamning og semja upp á nýtt eru nýhafnar. Spurður út í það hvort að starfsfólk voni ekki að viðræðurnar sem hafnar séu beri árangur svarar Reinhold því til að útgangspunkturinn hjá verkalýðshreyfingunni sé að halda í störfin. „Og við munum leita leiða til þess. Við eigum í kjaraviðræðum við ISAL og það liggur á borðinu samkomulag, drög að kjarasamningi, sem á aðeins eftir að skrifa undir, það er búið að semja. SA og samninganefnd ISAL hefur ekki fengið leyfi að utan, frá Rio Tinto erlendis, til þess að skrifa undir þennan samning. Það er okkar staða í dag þannig að þetta er tvöfalt áfall að framtíðin virðist ekki vera björt og við fáum ekki þennan samning undirritaðan og getum ekki sett hann í kosningum,“ segir Reinhold. Samkomulagið var tilbúið þann 24. janúar síðastliðinn en Reinhold segir nýjan kjarasamning verða á pari við lífskjarasamningana frá því í fyrra með sérmálum starfsmanna ISAL þar inni í. SA og stjórnendur ISAL hafa bæði lýst því yfir að þau mæli með samningnum. „Þetta er náttúrulega mjög skrýtið og hefur aldrei gerst áður á íslenskum vinnumarkaði að það sé tilbúinn samningur þetta lengi og atvinnurekendur fáist ekki til að skrifa undir hann. Það hefur aldrei gerst áður á Íslandi,“ segir Reinhold.
Hafnarfjörður Orkumál Stóriðja Vinnumarkaður Tengdar fréttir Bæjarstjóri Hafnarfjarðar: „Þetta er grafalvarlegt mál“ Rósa Guðbjartsdóttir bregst við fréttum að mögulegt sé að álverinu í Straumsvík verði lokað. 12. febrúar 2020 09:56 Segir aðalvanda álversins í Straumsvík liggja í of háu raforkuverði Rannveig Rist, forstjóri ISAL – álversins í Straumsvík, segir viðræður Rio Tinto, eiganda álversins, um nýjan raforkusamning við Landsvirkjun nýhafnar. Það sé því of snemmt að segja til um árangurinn af þeim viðræðum. 12. febrúar 2020 10:43 Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45 Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Bæjarstjóri Hafnarfjarðar: „Þetta er grafalvarlegt mál“ Rósa Guðbjartsdóttir bregst við fréttum að mögulegt sé að álverinu í Straumsvík verði lokað. 12. febrúar 2020 09:56
Segir aðalvanda álversins í Straumsvík liggja í of háu raforkuverði Rannveig Rist, forstjóri ISAL – álversins í Straumsvík, segir viðræður Rio Tinto, eiganda álversins, um nýjan raforkusamning við Landsvirkjun nýhafnar. Það sé því of snemmt að segja til um árangurinn af þeim viðræðum. 12. febrúar 2020 10:43
Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45