Segir aðalvanda álversins í Straumsvík liggja í of háu raforkuverði Heimir Már Pétursson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 12. febrúar 2020 10:43 Rannveig Rist er forstjóri ISAL - álversins í Straumsvík. vísir/egill Rannveig Rist, forstjóri ISAL – álversins í Straumsvík, segir viðræður Rio Tinto, eiganda álversins, um nýjan raforkusamning við Landsvirkjun nýhafnar. Það sé því of snemmt að segja til um árangurinn af þeim viðræðum. Viðræðurnar séu trúnaðarmál en Rannveig segir aðalvanda álversins liggja í raforkuverðinu sem sé óhagstæðara en hjá öðrum álverum hér á landi. Rio Tinto tilkynnti í morgun að fyrirtækið ætli að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi ISAL svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. Í endurskoðuninni eru allar leiðir undir, þar með talið framleiðsluminnkun sem og möguleg lokun álversins. „Við teljum að okkar samningur sé talsvert mikið óhagstæðari en við aðra í landinu og hann er líka talsvert meira óhagstæðari heldur en raforkusamningar sem við þekkjum í öðrum álverum. Það sem greinir ISAL frá öðrum álverum í heiminum er þessi raforkusamningur,“ segir Rannveig spurð út í raforkuverðið og raforkusamning Rio Tinto við Landsvirkjun vegna ISAL. Hún segir mikið búið að spara í rekstri ISAL en taprekstur hafi verið viðvarandi frá árinu 2012. Engu að síður sé til að mynda búið að ná miklum rekstrarlegum árangri þannig að álverið sé til að mynda í hæsta gæðaflokki hjá öllum viðskiptavinum. „Við erum að framleiða vöru sem er á færi fárra álvera í heiminum þannig að við erum búin að gera allt sem hægt er að gera hér innanhúss. Það er kannski alltaf hægt að gera eitthvað aðeins meira en við erum búin að gera gríðarlega mikið í gegnum mörg ár. En þarna er aðalvandinn og aðalmunurinn á okkur og öðrum álverum, það liggur í þessu raforkuverði og nú þarf að fara að ræða það, fílinn í herberginu,“ segir Rannveig. Hvað er þessi munur mikill á heimsmarkaðnum þegar þið horfið á hina stóru mynd? „Ja, nú er vandinn sá að ég má ekki segja verðið sem við erum að greiða, því miður, það væri mjög gott ef við gætum talað um þetta opinskátt og þetta væri uppi á borðum en þannig er það ekki. Í samningnum er þetta trúnaðarmál en við erum að greiða miklu meira en aðrir.“ Spurð út í það hvort hún telji það líklegt að álverinu verði lokað segir Rannveig: „Ég get ekkert spáð í þau spil en það er allavega nýtt fyrir okkur. Það er búið að fara áður í gegnum endurskoðun og þá var meiningin að selja fyrirtækið og við erum búin að fara í tvo svoleiðis hringi. Næstum því selt til Hydro og það gekk til baka á síðustu stundu. Síðan er búið að reyna að selja aftur. Núna er það ekki í skoðun heldur í skoðun að fara þá leið að gera verksmiðjuna arðbærari hér eða loka henni alveg eða að hluta.“ Hafnarfjörður Orkumál Stóriðja Vinnumarkaður Tengdar fréttir Bæjarstjóri Hafnarfjarðar: „Þetta er grafalvarlegt mál“ Rósa Guðbjartsdóttir bregst við fréttum að mögulegt sé að álverinu í Straumsvík verði lokað. 12. febrúar 2020 09:56 Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45 Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Sjá meira
Rannveig Rist, forstjóri ISAL – álversins í Straumsvík, segir viðræður Rio Tinto, eiganda álversins, um nýjan raforkusamning við Landsvirkjun nýhafnar. Það sé því of snemmt að segja til um árangurinn af þeim viðræðum. Viðræðurnar séu trúnaðarmál en Rannveig segir aðalvanda álversins liggja í raforkuverðinu sem sé óhagstæðara en hjá öðrum álverum hér á landi. Rio Tinto tilkynnti í morgun að fyrirtækið ætli að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi ISAL svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. Í endurskoðuninni eru allar leiðir undir, þar með talið framleiðsluminnkun sem og möguleg lokun álversins. „Við teljum að okkar samningur sé talsvert mikið óhagstæðari en við aðra í landinu og hann er líka talsvert meira óhagstæðari heldur en raforkusamningar sem við þekkjum í öðrum álverum. Það sem greinir ISAL frá öðrum álverum í heiminum er þessi raforkusamningur,“ segir Rannveig spurð út í raforkuverðið og raforkusamning Rio Tinto við Landsvirkjun vegna ISAL. Hún segir mikið búið að spara í rekstri ISAL en taprekstur hafi verið viðvarandi frá árinu 2012. Engu að síður sé til að mynda búið að ná miklum rekstrarlegum árangri þannig að álverið sé til að mynda í hæsta gæðaflokki hjá öllum viðskiptavinum. „Við erum að framleiða vöru sem er á færi fárra álvera í heiminum þannig að við erum búin að gera allt sem hægt er að gera hér innanhúss. Það er kannski alltaf hægt að gera eitthvað aðeins meira en við erum búin að gera gríðarlega mikið í gegnum mörg ár. En þarna er aðalvandinn og aðalmunurinn á okkur og öðrum álverum, það liggur í þessu raforkuverði og nú þarf að fara að ræða það, fílinn í herberginu,“ segir Rannveig. Hvað er þessi munur mikill á heimsmarkaðnum þegar þið horfið á hina stóru mynd? „Ja, nú er vandinn sá að ég má ekki segja verðið sem við erum að greiða, því miður, það væri mjög gott ef við gætum talað um þetta opinskátt og þetta væri uppi á borðum en þannig er það ekki. Í samningnum er þetta trúnaðarmál en við erum að greiða miklu meira en aðrir.“ Spurð út í það hvort hún telji það líklegt að álverinu verði lokað segir Rannveig: „Ég get ekkert spáð í þau spil en það er allavega nýtt fyrir okkur. Það er búið að fara áður í gegnum endurskoðun og þá var meiningin að selja fyrirtækið og við erum búin að fara í tvo svoleiðis hringi. Næstum því selt til Hydro og það gekk til baka á síðustu stundu. Síðan er búið að reyna að selja aftur. Núna er það ekki í skoðun heldur í skoðun að fara þá leið að gera verksmiðjuna arðbærari hér eða loka henni alveg eða að hluta.“
Hafnarfjörður Orkumál Stóriðja Vinnumarkaður Tengdar fréttir Bæjarstjóri Hafnarfjarðar: „Þetta er grafalvarlegt mál“ Rósa Guðbjartsdóttir bregst við fréttum að mögulegt sé að álverinu í Straumsvík verði lokað. 12. febrúar 2020 09:56 Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45 Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Sjá meira
Bæjarstjóri Hafnarfjarðar: „Þetta er grafalvarlegt mál“ Rósa Guðbjartsdóttir bregst við fréttum að mögulegt sé að álverinu í Straumsvík verði lokað. 12. febrúar 2020 09:56
Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45