ÍR-ingar kæra fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrir milljónafjárdrátt Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. febrúar 2020 22:25 Upp komst um málið í byrjun vetrar. Vísir/Vilhelm Aðalstjórn Íþróttafélags Reykjavíkur (ÍR) hefur ákveðið að leggja fram kæru á hendur fyrrverandi framkvæmdastjóra félagsins fyrir fjárdrátt. Meintur fjárdráttur nemur rúmum tíu milljónum króna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu stjórnarinnar, sem birt var á vef félagsins í kvöld. Greint var frá því í lok janúar að aðalstjórn ÍR hefði að undanförnu haft meintan fjárdrátt starfsmanns félagsins til rannsóknar. Upp komst um málið í byrjun vetrar. Ingigerður Guðmundsdóttir, formaður aðalstjórnar sagði í samtali við Mannlíf, sem greindi fyrst frá málinu á sínum tíma, að um „algjöran harmleik“ væri að ræða. Í yfirlýsingu ÍR segir að haldinn hafi verið fundur með þáverandi framkvæmdastjóra félagsins þann 15. nóvember síðastliðinn, eftir fyrstu skoðun stjórnarinnar á fjárreiðum hans. Hann lét þá þegar af störfum, án uppsagnarfrests og án frekari réttar til launa, að því er segir í yfirlýsingunni. Þá var jafnframt lokað fyrir aðgang hans að reikningum og bókhaldi félagsins. Við nánari yfirferð hafi svo komið í ljós að framkvæmdastjórinn hefði á starfstíma sínum frá 1. október 2018 til starfsloka þann 15. nóvember 2019 tekið rúmar sex milljónir króna af reikningum félagsins. Hann hafi þó endurgreitt félaginu þá fjármuni sem teknir voru án heimildar. „Röskar“ tíu milljónir Í yfirlýsingunni segir að einnig hafi komið í ljós að framkvæmdastjórinn virðist hafa notað reikninga félagsins í eigin þágu á tímabilinu 2014-2019 þegar hann gegndi öðrum trúnaðarstörfum á vegum ÍR. Þeir fjármunir eru sagðir nema röskum tíu milljónum króna og hefur ÍR leitað frekari skýringa á umræddum millifærslum. „[…] og verður það hlutverk lögreglu að meta hvort ástæða er til frekari aðgerða vegna þess,“ segir í yfirlýsingu ÍR. Samþykkt var á fundi aðalstjórnarinnar þann 6. febrúar síðastliðinn að fela Jóhannesi Bjarna Björnssyni Hæstaréttarlögmanni að leggja fram kæru á hendur framkvæmdastjóranum vegna hinnar ætluðu misnotkunar á reikningum og fjármunum félagsins. „Aðalstjórn mun einnig áfram vinna í því að fá skýringar á greiðslum sem fóru af reikningum félagsins eða einstakra deilda til fyrrum framkvæmdastjóra og krefjast endurgreiðslu á þeim fjármunum sem áttu að renna til ÍR. Aðalstjórn á engan annan kost en að vísa framhaldi þessa máls að öðru leyti til til þess bærra yfirvalda. Þá mun aðalstjórn leita leiða til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig.“ Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir ÍR-ingar rannsaka fjárdrátt starfsmanns Aðalstjórn Íþróttafélags Reykjavíkur hefur að undanförnu verið með fjárdrátt starfsmanns félagsins til rannsóknar, en upp komst um málið í lok síðasta árs og var starfsmaðurinn í kjölfarið látinn fara. 31. janúar 2020 09:26 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Aðalstjórn Íþróttafélags Reykjavíkur (ÍR) hefur ákveðið að leggja fram kæru á hendur fyrrverandi framkvæmdastjóra félagsins fyrir fjárdrátt. Meintur fjárdráttur nemur rúmum tíu milljónum króna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu stjórnarinnar, sem birt var á vef félagsins í kvöld. Greint var frá því í lok janúar að aðalstjórn ÍR hefði að undanförnu haft meintan fjárdrátt starfsmanns félagsins til rannsóknar. Upp komst um málið í byrjun vetrar. Ingigerður Guðmundsdóttir, formaður aðalstjórnar sagði í samtali við Mannlíf, sem greindi fyrst frá málinu á sínum tíma, að um „algjöran harmleik“ væri að ræða. Í yfirlýsingu ÍR segir að haldinn hafi verið fundur með þáverandi framkvæmdastjóra félagsins þann 15. nóvember síðastliðinn, eftir fyrstu skoðun stjórnarinnar á fjárreiðum hans. Hann lét þá þegar af störfum, án uppsagnarfrests og án frekari réttar til launa, að því er segir í yfirlýsingunni. Þá var jafnframt lokað fyrir aðgang hans að reikningum og bókhaldi félagsins. Við nánari yfirferð hafi svo komið í ljós að framkvæmdastjórinn hefði á starfstíma sínum frá 1. október 2018 til starfsloka þann 15. nóvember 2019 tekið rúmar sex milljónir króna af reikningum félagsins. Hann hafi þó endurgreitt félaginu þá fjármuni sem teknir voru án heimildar. „Röskar“ tíu milljónir Í yfirlýsingunni segir að einnig hafi komið í ljós að framkvæmdastjórinn virðist hafa notað reikninga félagsins í eigin þágu á tímabilinu 2014-2019 þegar hann gegndi öðrum trúnaðarstörfum á vegum ÍR. Þeir fjármunir eru sagðir nema röskum tíu milljónum króna og hefur ÍR leitað frekari skýringa á umræddum millifærslum. „[…] og verður það hlutverk lögreglu að meta hvort ástæða er til frekari aðgerða vegna þess,“ segir í yfirlýsingu ÍR. Samþykkt var á fundi aðalstjórnarinnar þann 6. febrúar síðastliðinn að fela Jóhannesi Bjarna Björnssyni Hæstaréttarlögmanni að leggja fram kæru á hendur framkvæmdastjóranum vegna hinnar ætluðu misnotkunar á reikningum og fjármunum félagsins. „Aðalstjórn mun einnig áfram vinna í því að fá skýringar á greiðslum sem fóru af reikningum félagsins eða einstakra deilda til fyrrum framkvæmdastjóra og krefjast endurgreiðslu á þeim fjármunum sem áttu að renna til ÍR. Aðalstjórn á engan annan kost en að vísa framhaldi þessa máls að öðru leyti til til þess bærra yfirvalda. Þá mun aðalstjórn leita leiða til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig.“
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir ÍR-ingar rannsaka fjárdrátt starfsmanns Aðalstjórn Íþróttafélags Reykjavíkur hefur að undanförnu verið með fjárdrátt starfsmanns félagsins til rannsóknar, en upp komst um málið í lok síðasta árs og var starfsmaðurinn í kjölfarið látinn fara. 31. janúar 2020 09:26 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
ÍR-ingar rannsaka fjárdrátt starfsmanns Aðalstjórn Íþróttafélags Reykjavíkur hefur að undanförnu verið með fjárdrátt starfsmanns félagsins til rannsóknar, en upp komst um málið í lok síðasta árs og var starfsmaðurinn í kjölfarið látinn fara. 31. janúar 2020 09:26