Sportpakkinn: HSÍ er brugðið eftir að sambandið fékk tíu milljónum lægri styrk en það bjóst við Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2020 15:15 Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, hefur áhyggjur af stöðunni. Mynd/S2 Sport Handknattleiksamband Íslands þarf að skera niður um tíu milljónir á þessu ári eftir að hafa búist við að fá sama styrk úr Afrekssjóði í ár og í fyrra. Guðjón Guðmundsson ræddi við framkvæmdastjóra sambandsins. Handknattleiksamband Íslands fékk hæsta styrkinn sem úthlutað var úr Afrekssjóði í gær eða 58,3 milljónir króna sem er tíu milljónum króna minna en sambandið fékk á síðasta ári. „Okkur er brugðið, við verðum að viðurkenna það. Þetta er ekki þar sem okkar væntingar voru á eftir samtöl okkar við sjóðinn í desember þegar umsóknarferlið var í gangi. Þá gerðum við ráð fyrir því að fá óbreytta upphæð á milli ára,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, í samtali við Guðjón Guðmundsson. „Okkur er verulega brugðið núna talandi ekki um stærsti mánuðurinn í landsliðsverkefnunum, janúar, er búinn. Við fórum inn í EM með þær væntingar að við værum með óbreyttan afreksstyrk og þess vegna setur þetta verulegt strik í reikninginn,“ sagði Róbert Geir Gíslason. „Okkar allar fjárhagsáætlanir og annað hafa miðað við óbreyttan styrk. Eins og staðan er í dag þá er erum við tíu milljónir í mínus á okkar áætlun á árinu,“ sagði Róbert Geir Gíslason. Klippa: Róbert, framkvæmdastjóri HSÍ: Okkur er verulega brugðið Handknattleikssambandið þarf í framhaldinu að endurskoða allan sinn rekstur. „Við þurfum núna að setjast niður og endurskoða allar okkar áætlanir fyrir árið. Við erum að klára það að semja um landsleiki fyrir karlalandsliðið í apríl þar sem við erum að reyna að fá leiki til að undirbúa liðið fyrir HM umspilið sem er í júní. Núna þurfum við að taka allt til endurskoðunar, hvað við gerum og í hvað við eyðum peningunum okkar,“ sagði Róbert. „Eins og markaðurinn er í dag þá er erfitt að afla þessara peninga frá fyrirtækjum þar sem að atvinnulífið er frosið. Það er enginn bilbugur á okkur og við ætlum að reyna okkar besta. Það er ljóst að við þurfum væntanlega að skera niður um þessar tíu milljónir,“ sagði Róbert. Hvað þýðir það að skera niður? „Við fengum bara þessu tíðindi í gær, 10. febrúar. Við eigum eftir að setjast niður og sjá hvar við getum hagrætt. Okkar markmið samt sem áður er að koma kvennalandsliðinu okkar inn á stórmót og koma karlalandsliðinu í topp átta. Við ætlum ekki að kvika frá þeim markmiðum en það er ljóst að við getum ekki leyft okkur sömu hluti og við höfum gert. Við þurfum að skoða það hvar og hvernig við getum minnkað umfangið okkar,“ sagði Róbert Geir Gíslason en það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir ofan. EM 2020 í handbolta Handbolti Íslenski handboltinn Sportpakkinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Sjá meira
Handknattleiksamband Íslands þarf að skera niður um tíu milljónir á þessu ári eftir að hafa búist við að fá sama styrk úr Afrekssjóði í ár og í fyrra. Guðjón Guðmundsson ræddi við framkvæmdastjóra sambandsins. Handknattleiksamband Íslands fékk hæsta styrkinn sem úthlutað var úr Afrekssjóði í gær eða 58,3 milljónir króna sem er tíu milljónum króna minna en sambandið fékk á síðasta ári. „Okkur er brugðið, við verðum að viðurkenna það. Þetta er ekki þar sem okkar væntingar voru á eftir samtöl okkar við sjóðinn í desember þegar umsóknarferlið var í gangi. Þá gerðum við ráð fyrir því að fá óbreytta upphæð á milli ára,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, í samtali við Guðjón Guðmundsson. „Okkur er verulega brugðið núna talandi ekki um stærsti mánuðurinn í landsliðsverkefnunum, janúar, er búinn. Við fórum inn í EM með þær væntingar að við værum með óbreyttan afreksstyrk og þess vegna setur þetta verulegt strik í reikninginn,“ sagði Róbert Geir Gíslason. „Okkar allar fjárhagsáætlanir og annað hafa miðað við óbreyttan styrk. Eins og staðan er í dag þá er erum við tíu milljónir í mínus á okkar áætlun á árinu,“ sagði Róbert Geir Gíslason. Klippa: Róbert, framkvæmdastjóri HSÍ: Okkur er verulega brugðið Handknattleikssambandið þarf í framhaldinu að endurskoða allan sinn rekstur. „Við þurfum núna að setjast niður og endurskoða allar okkar áætlanir fyrir árið. Við erum að klára það að semja um landsleiki fyrir karlalandsliðið í apríl þar sem við erum að reyna að fá leiki til að undirbúa liðið fyrir HM umspilið sem er í júní. Núna þurfum við að taka allt til endurskoðunar, hvað við gerum og í hvað við eyðum peningunum okkar,“ sagði Róbert. „Eins og markaðurinn er í dag þá er erfitt að afla þessara peninga frá fyrirtækjum þar sem að atvinnulífið er frosið. Það er enginn bilbugur á okkur og við ætlum að reyna okkar besta. Það er ljóst að við þurfum væntanlega að skera niður um þessar tíu milljónir,“ sagði Róbert. Hvað þýðir það að skera niður? „Við fengum bara þessu tíðindi í gær, 10. febrúar. Við eigum eftir að setjast niður og sjá hvar við getum hagrætt. Okkar markmið samt sem áður er að koma kvennalandsliðinu okkar inn á stórmót og koma karlalandsliðinu í topp átta. Við ætlum ekki að kvika frá þeim markmiðum en það er ljóst að við getum ekki leyft okkur sömu hluti og við höfum gert. Við þurfum að skoða það hvar og hvernig við getum minnkað umfangið okkar,“ sagði Róbert Geir Gíslason en það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir ofan.
EM 2020 í handbolta Handbolti Íslenski handboltinn Sportpakkinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Sjá meira