Risavaxinn ísjaki brotnaði af Suðurskautslandinu Kjartan Kjartansson skrifar 11. febrúar 2020 15:08 Mynd sem Sentinel 1-gervitunglið náði af Furueyjujöklinum áður en jaki brotnaði úr honum í síðustu viku. Evrópska geimstofnunin/Sentinel 1 Borgarísjaki sem brotnaði af Furueyjujöklinum á vestanverðu Suðurskautslandinu um helgina er töluvert stærri að flatarmáli en Reykjavík. Vísindamenn óttast að kelfing af þessu tagi verði tíðari eftir því sem herðir á hnattrænni hlýnun af völdum manna. Gervihnattamyndir benda til þess að um 300 ferkílómetra stór jakinn hafi brotnað af jöklinum einhvern tímann á milli laugardags og sunnudags, að sögn Washington Post. Furueyjujökullinn er sagður á meðal þeirra jökla á Suðurskautslandinu sem hopa hvað hraðast. Gríðarlegt magn íss liggur fyrir innan Furueyjujökulinn og Thwaites-jökulinn í grendinni. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA áætlar að ísinn við jöklana tvo dugi til að hækka yfirborð sjávar um allt að 1,2 metra á heimsvísu. Kelfingin er rakin til tveggja sprungna sem sáust fyrst í jöklinum með gervihnöttum í fyrra. Stóri jakinn var ekki langlífur heldur brotnaði hann fljótt upp í minni hluta sem eru sagðir reka á haf út. Óttast er að hop jöklanna geri ísbreiðuna að baki þeim óstöðuga. Það gæti hrint af stað vítahring ístaps þegar ísinn rennur fram og stærri hluti hans kemst í snertingu við hlutfallslega hlýjan sjó. Evrópska geimstofnunin (ESA) telur að Furueyjujökulinn skríði nú fram um tíu metra á dag. Skriðið eykur hættuna á sprungumyndun sem getur valdið frekara ístapi. Meiriháttar kelfing átti sér stað í jöklinum á fjögurra til sex ára fresti en nú verður hún nær árlega. Loftslagsmál Suðurskautslandið Tengdar fréttir Fundu hlýsjó undir viðkvæmri ísbreiðu á Suðurskautslandinu Thwaites-jökullinn á vestanverðu Suðurskautslandinu er talinn sérstaklega viðkvæmur fyrir áframhaldandi bráðnun. Hann hefur nú þegar tapað hundruð milljarða tonna af ís. 3. febrúar 2020 13:09 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Borgarísjaki sem brotnaði af Furueyjujöklinum á vestanverðu Suðurskautslandinu um helgina er töluvert stærri að flatarmáli en Reykjavík. Vísindamenn óttast að kelfing af þessu tagi verði tíðari eftir því sem herðir á hnattrænni hlýnun af völdum manna. Gervihnattamyndir benda til þess að um 300 ferkílómetra stór jakinn hafi brotnað af jöklinum einhvern tímann á milli laugardags og sunnudags, að sögn Washington Post. Furueyjujökullinn er sagður á meðal þeirra jökla á Suðurskautslandinu sem hopa hvað hraðast. Gríðarlegt magn íss liggur fyrir innan Furueyjujökulinn og Thwaites-jökulinn í grendinni. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA áætlar að ísinn við jöklana tvo dugi til að hækka yfirborð sjávar um allt að 1,2 metra á heimsvísu. Kelfingin er rakin til tveggja sprungna sem sáust fyrst í jöklinum með gervihnöttum í fyrra. Stóri jakinn var ekki langlífur heldur brotnaði hann fljótt upp í minni hluta sem eru sagðir reka á haf út. Óttast er að hop jöklanna geri ísbreiðuna að baki þeim óstöðuga. Það gæti hrint af stað vítahring ístaps þegar ísinn rennur fram og stærri hluti hans kemst í snertingu við hlutfallslega hlýjan sjó. Evrópska geimstofnunin (ESA) telur að Furueyjujökulinn skríði nú fram um tíu metra á dag. Skriðið eykur hættuna á sprungumyndun sem getur valdið frekara ístapi. Meiriháttar kelfing átti sér stað í jöklinum á fjögurra til sex ára fresti en nú verður hún nær árlega.
Loftslagsmál Suðurskautslandið Tengdar fréttir Fundu hlýsjó undir viðkvæmri ísbreiðu á Suðurskautslandinu Thwaites-jökullinn á vestanverðu Suðurskautslandinu er talinn sérstaklega viðkvæmur fyrir áframhaldandi bráðnun. Hann hefur nú þegar tapað hundruð milljarða tonna af ís. 3. febrúar 2020 13:09 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Fundu hlýsjó undir viðkvæmri ísbreiðu á Suðurskautslandinu Thwaites-jökullinn á vestanverðu Suðurskautslandinu er talinn sérstaklega viðkvæmur fyrir áframhaldandi bráðnun. Hann hefur nú þegar tapað hundruð milljarða tonna af ís. 3. febrúar 2020 13:09