Bashir verður sendur til Haag Samúel Karl Ólason skrifar 11. febrúar 2020 15:53 Omar al-Bashir stjórnaði Súdan með harðri hendi um árabil. Vísir/AP Embættismenn í Súdan segja að Omar al-Bashir og aðrir fyrrverandi embættismenn í ríkisstjórn hans, verði framseldir til Alþjóðlega sakadómstólsins (ICC). Bashir hefur verið ákærður fyrir þjóðarmorð, stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu vegna fjöldamorða og ódæði í Darfur. Honum var velt úr sessi af hernum eftir umfangsmikil mótmæli í fyrra og hefur setið í fangelsi síðan. Minnst 300 þúsund manns dóu í átökunum í Darfur árið 2003. Um 2,5 milljónir manna þurftu að yfirgefa heimili sín. Ekki liggur fyrir hvenær Bashir verður sendur til Haag en starfsstjórn Súdan á eftir að skrifa undir Rómarsamþykktina um stofnun dómstólsins áður en hægt er verður að framselja forsetann fyrrverandi og aðra. Ákvörðunin var tekin í tengslum við friðarviðræður starfsstjórnarinnar við uppreisnarmenn í Darfur „Réttlæti verður ekki náð ef við græðum ekki gömul sár,“ sagði Hassan Eltaish, talsmaður stjórnarinnar. „Við samþykktum að allir þeir sem eiga handtökuskipun yfir höfði sér verði sendir fyrir Alþjóðlega sakamáladómstólinn.“ Hann nefndi Bashir ekki sérstaklega á nafn en hann var ákærður árið 2009. Bashir náði völdum í Súdan árið 1989 og stjórnaði ríkinu með harðri hendi. Hann var fyrsti maðurinn til að vera ákærður af ICC fyrir þjóðarmorð. Auk hans voru tveir aðrir háttsettir meðlimir í ríkisstjórn hans ákærðir. Abdeil-Rahim Muhammad Hussein, sem var innanríkis- og varnarmálaráðherra Súdan, og Ahmed Haroun, sem var háttsettur meðal öryggissveita Súdan. Bashir var um langt skeið talinn táknmynd vanmáttar Alþjóðlega sakamáladómstólsins þar sem hann ferðaðist víða um heim og var ekki handtekinn, þrátt fyrir að fara til landa sem eru aðilar að Rómarsamþykktinni. Súdan Tengdar fréttir Skrifað undir samkomulag herforingja og mótmælenda í Súdan Herforingjastjórnin í Súdan og mótmælendahreyfing almennings hafa undirritað samning um deilingu valda. 17. ágúst 2019 19:09 Súdan tekur skref í átt að lýðræði með skipan nýs forsætisráðherra Abdalla Hamdok hefur verið skipaður fimmtándi forsætisráðherra Súdan, ríkis sem hefur mátt þola erfiða, blóði drifna tíma undanfarið. Mótmælt hefur verið látlaust í ríkinu mánuði saman og hefur herforingjastjórnin tekið á mótmælendum af fullum krafti. 22. ágúst 2019 10:32 al-Bashir dæmdur í tveggja ára endurhæfingu vegna spillingar Omar al-Bashir, fyrrverandi forseti Súdan, hefur verið dæmdur til að afplána tveggja ára dóm í félagslegri endurhæfingarmiðstöð vegna spillingar. 14. desember 2019 14:49 Segir al-Bashir hafa þegið marga milljarða frá Sádi-Aröbum Súdanskur rannsóknarlögreglumaður bar í dag vitni fyrir dómi og sagði að Omar al-Bashir, fyrrverandi forseti Súdan, hafi þegið margar milljónir Bandaríkjadala í gjöf frá Sádi-Aröbum. 19. ágúst 2019 23:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Embættismenn í Súdan segja að Omar al-Bashir og aðrir fyrrverandi embættismenn í ríkisstjórn hans, verði framseldir til Alþjóðlega sakadómstólsins (ICC). Bashir hefur verið ákærður fyrir þjóðarmorð, stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu vegna fjöldamorða og ódæði í Darfur. Honum var velt úr sessi af hernum eftir umfangsmikil mótmæli í fyrra og hefur setið í fangelsi síðan. Minnst 300 þúsund manns dóu í átökunum í Darfur árið 2003. Um 2,5 milljónir manna þurftu að yfirgefa heimili sín. Ekki liggur fyrir hvenær Bashir verður sendur til Haag en starfsstjórn Súdan á eftir að skrifa undir Rómarsamþykktina um stofnun dómstólsins áður en hægt er verður að framselja forsetann fyrrverandi og aðra. Ákvörðunin var tekin í tengslum við friðarviðræður starfsstjórnarinnar við uppreisnarmenn í Darfur „Réttlæti verður ekki náð ef við græðum ekki gömul sár,“ sagði Hassan Eltaish, talsmaður stjórnarinnar. „Við samþykktum að allir þeir sem eiga handtökuskipun yfir höfði sér verði sendir fyrir Alþjóðlega sakamáladómstólinn.“ Hann nefndi Bashir ekki sérstaklega á nafn en hann var ákærður árið 2009. Bashir náði völdum í Súdan árið 1989 og stjórnaði ríkinu með harðri hendi. Hann var fyrsti maðurinn til að vera ákærður af ICC fyrir þjóðarmorð. Auk hans voru tveir aðrir háttsettir meðlimir í ríkisstjórn hans ákærðir. Abdeil-Rahim Muhammad Hussein, sem var innanríkis- og varnarmálaráðherra Súdan, og Ahmed Haroun, sem var háttsettur meðal öryggissveita Súdan. Bashir var um langt skeið talinn táknmynd vanmáttar Alþjóðlega sakamáladómstólsins þar sem hann ferðaðist víða um heim og var ekki handtekinn, þrátt fyrir að fara til landa sem eru aðilar að Rómarsamþykktinni.
Súdan Tengdar fréttir Skrifað undir samkomulag herforingja og mótmælenda í Súdan Herforingjastjórnin í Súdan og mótmælendahreyfing almennings hafa undirritað samning um deilingu valda. 17. ágúst 2019 19:09 Súdan tekur skref í átt að lýðræði með skipan nýs forsætisráðherra Abdalla Hamdok hefur verið skipaður fimmtándi forsætisráðherra Súdan, ríkis sem hefur mátt þola erfiða, blóði drifna tíma undanfarið. Mótmælt hefur verið látlaust í ríkinu mánuði saman og hefur herforingjastjórnin tekið á mótmælendum af fullum krafti. 22. ágúst 2019 10:32 al-Bashir dæmdur í tveggja ára endurhæfingu vegna spillingar Omar al-Bashir, fyrrverandi forseti Súdan, hefur verið dæmdur til að afplána tveggja ára dóm í félagslegri endurhæfingarmiðstöð vegna spillingar. 14. desember 2019 14:49 Segir al-Bashir hafa þegið marga milljarða frá Sádi-Aröbum Súdanskur rannsóknarlögreglumaður bar í dag vitni fyrir dómi og sagði að Omar al-Bashir, fyrrverandi forseti Súdan, hafi þegið margar milljónir Bandaríkjadala í gjöf frá Sádi-Aröbum. 19. ágúst 2019 23:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Skrifað undir samkomulag herforingja og mótmælenda í Súdan Herforingjastjórnin í Súdan og mótmælendahreyfing almennings hafa undirritað samning um deilingu valda. 17. ágúst 2019 19:09
Súdan tekur skref í átt að lýðræði með skipan nýs forsætisráðherra Abdalla Hamdok hefur verið skipaður fimmtándi forsætisráðherra Súdan, ríkis sem hefur mátt þola erfiða, blóði drifna tíma undanfarið. Mótmælt hefur verið látlaust í ríkinu mánuði saman og hefur herforingjastjórnin tekið á mótmælendum af fullum krafti. 22. ágúst 2019 10:32
al-Bashir dæmdur í tveggja ára endurhæfingu vegna spillingar Omar al-Bashir, fyrrverandi forseti Súdan, hefur verið dæmdur til að afplána tveggja ára dóm í félagslegri endurhæfingarmiðstöð vegna spillingar. 14. desember 2019 14:49
Segir al-Bashir hafa þegið marga milljarða frá Sádi-Aröbum Súdanskur rannsóknarlögreglumaður bar í dag vitni fyrir dómi og sagði að Omar al-Bashir, fyrrverandi forseti Súdan, hafi þegið margar milljónir Bandaríkjadala í gjöf frá Sádi-Aröbum. 19. ágúst 2019 23:15