Enski boltinn

Solskjær staðfestir að Ighalo verði í hóp gegn Chelsea

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ighalo í leik með Nígeríu á Afríkumótinu síðasta sumar.
Ighalo í leik með Nígeríu á Afríkumótinu síðasta sumar. Vísir/Getty

Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, hefur staðfest að Odion Ighalo, sem gekki í raðir félagsins undir lok félagaskiptagluggans, verði í leikmannahóp liðsins sem mætir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í næstu viku.

Þetta staðfesti Solskjær um helgina en Sky Sports greindi frá ásamt öðrum breskum miðlum.

Ighalo, sem gekk til liðs við Manchester United á láni frá Shenghai Shenhua í Kína fór ekki með liðinu í æfingaferð til Spánar þar sem talið var að mögulega yrði honum ekki hleypt aftur inn í landið sökum útbreiðslu kóróna vírussins.

Ighalo, sem skoraði 10 mörk í 17 leikjum fyrir Shenhua, vinnur nú hörðum höndum að því að komast í ásættanlegt leikform og muni allavega vera í leikmannahóp liðsins í leiknum mikilvæga gegn Chelsea. Framlína Man Utd er þunnskipuð þessa dagana og því má reikna með að hann muni spila þurfi liðið á marki að halda.

Þessi þrítugi framherji hefur verið stuðningsmaður Manchester United frá blautu barnsbeini og mun því æskudraumur hans rætast er hann gengur inn á völlinn í treyju félagsins.


Tengdar fréttir

„Gæti Ighalo haft Cantona áhrif?“

Mark Bosnich, fyrrum markvörður Manchester United, segir að nýjasti leikmaður félagsins, Odion Ighalo, hafi engu að tapa og gæti orðið næsti Eric Cantona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×