Erlent

For­val flokkanna í New Hamps­hire fer fram í dag

Atli Ísleifsson skrifar
Hefð er fyrir því að smáþorfið Dixville Notch birti niðurstöður fyrst í ríkinu. Fáir eru á kjörskrá og því tekur einungis smástund að kjósa og telja atkvæðin.
Hefð er fyrir því að smáþorfið Dixville Notch birti niðurstöður fyrst í ríkinu. Fáir eru á kjörskrá og því tekur einungis smástund að kjósa og telja atkvæðin. epa

Demókratar ganga að kjörborðinu í New Hampshire í dag þar sem kosið verður milli frambjóðanda flokksins fyrir komandi forsetakosningar í nóvember.

Forvalið í New Hampshire, sem er opið öllum, er númer tvö í röðinni en fyrir viku var kosið í Iowa og þar liggja endanlegar tölur enn ekki fyrir vegna tæknilegra vandamála.

Kannanir í New Hampshire benda til þess að þar muni Bernie Sanders hafa vinninginn en Pete Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóri South Bend, hefur einnig verið að mælast sterkur þar. Amy Klobuchar þykir hafa staðið sig vel á lokametrunum og mælist víða í þriðja sæti.

Búist er við því að kosningaþáttaka verði ívið betri en síðast og að tæplega 300 þúsund demókratar taki þátt.

Repúblikanar í ríkinu munu sömuleiðis velja sinn frambjóðenda, en þar má fullvíst telja að Donald Trump Bandaríkjaforseti hljóti yfirgnæfandi meirihluta atkvæða.


Tengdar fréttir

„Buttigieg er enginn Obama“

Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum í nóvember næstkomandi, þar munu Demókratar freista þess að koma í veg fyrir annað kjörtímabil Donald Trump, núverandi forseta Bandaríkjanna. Kosningabaráttan innan Demókrataflokksins er í fullum gangi en þegar hafa farið fram forkosningar í ríkinu Iowa.

Segir ó­víst að Biden þoli að vera í tap­sæti í mánuð

Demókratar eru í erfiðri stöðu eftir forval flokksins í Iowa. Miklar tafir urðu á því að endanleg úrslit yrðu tilkynnt vegna misræmis í tilkynningu talna frá kjörfundunum. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, var svo sýknaður af ákærum fyrir embættisbrot sem var nokkuð fyrirséð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×