Allt á floti þegar sjór gekk á land á Siglufirði í dag Eiður Þór Árnason skrifar 10. febrúar 2020 18:45 Mikið gekk á við höfnina. Skjáskot Sjór gekk á land á Siglufirði í dag og má með sanni segja að allt hafi verið á floti við höfnina í bænum þar sem vegur fór meðal annars undir vatn. Hafnarstarfsmenn áttu í fullu fangi með gera flóðvarnargarða úr snjó til að reyna að bjarga verðmætum. Guðmundur Gauti Sveinsson starfar á hafnarsvæðinu og segist aldrei hafa upplifað annað eins þó hann hafi vissulega séð sjó flæða inn í bæinn áður.Sjá einnig: Strandvegi á Sauðárkróki lokað vegna sjógangs: „Þetta er bara eins og stórfljót“ „Það hefur komið svona flóð áður, það hefur flætt þarna upp fyrir en ekkert í líkingu hreinlega við það sem var núna, svona svakalegt.“ Hann tók upp símann og skrásetti aðstæður við höfnina fyrir hádegi í dag. Svo merkilegt telst myndbandið að Veðurstofan hafði síðar samband við Guðmund og óskaði eftir því að fá að varðveita það sem heimild. Von á frekari flóðum í kvöld Í samtali við Vísi nú á sjötta tímanum segir Guðmundur að sjávarstaðan sé nú orðin góð og að allt sé komið í samt horf. Þó megi reikna með frekari flóðum á Siglufirði síðar í kvöld en það verður að öllum líkindum ekki eins slæmt og í dag. Guðmundur Gauti Sveinsson starfar hjá fiskmarkaðnum á Siglufirði.Aðsend Guðmundur segist hafa fengið þær skýringar hjá Veðurstofunni að flóðin skýrist af óvenjulega hárri sjávarstöðu í firðinum vegna lægðar sem gangi nú yfir landið. Veðrið ætti hins vegar að fara að lagast og draga á úr vindi í kvöld. Ekkert tjón hlaust af flóðunum í dag að sögn Guðmundar. Ekki neitt tjón „Ég held að það hafi ekki orðið neitt tjón neins staðar, þetta var bara meira sjónarspil heldur en hitt. Ef það hefði verið eitthvað veður með þessu þá hefðum við getað lent töluvert verr í þessu. Þetta slapp rosalega vel.“ Guðmundur veit ekki til þess að gripið verði til frekari ráðstafana við höfnina áður en næsta flóð skelli á síðar í kvöld. Erfitt sé að bregðast við slíkum sjógangi en hafnarstarfsmenn notuðust í dag við vinnuvélar eins og fyrr segir til að gera nokkurs konar varðargarða úr snjó. Var það einkum gert til þess að verja bílvogina á höfninni frá skemmdum og standa þeir skaflar enn. Fjallabyggð Veður Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Sjór gekk á land á Siglufirði í dag og má með sanni segja að allt hafi verið á floti við höfnina í bænum þar sem vegur fór meðal annars undir vatn. Hafnarstarfsmenn áttu í fullu fangi með gera flóðvarnargarða úr snjó til að reyna að bjarga verðmætum. Guðmundur Gauti Sveinsson starfar á hafnarsvæðinu og segist aldrei hafa upplifað annað eins þó hann hafi vissulega séð sjó flæða inn í bæinn áður.Sjá einnig: Strandvegi á Sauðárkróki lokað vegna sjógangs: „Þetta er bara eins og stórfljót“ „Það hefur komið svona flóð áður, það hefur flætt þarna upp fyrir en ekkert í líkingu hreinlega við það sem var núna, svona svakalegt.“ Hann tók upp símann og skrásetti aðstæður við höfnina fyrir hádegi í dag. Svo merkilegt telst myndbandið að Veðurstofan hafði síðar samband við Guðmund og óskaði eftir því að fá að varðveita það sem heimild. Von á frekari flóðum í kvöld Í samtali við Vísi nú á sjötta tímanum segir Guðmundur að sjávarstaðan sé nú orðin góð og að allt sé komið í samt horf. Þó megi reikna með frekari flóðum á Siglufirði síðar í kvöld en það verður að öllum líkindum ekki eins slæmt og í dag. Guðmundur Gauti Sveinsson starfar hjá fiskmarkaðnum á Siglufirði.Aðsend Guðmundur segist hafa fengið þær skýringar hjá Veðurstofunni að flóðin skýrist af óvenjulega hárri sjávarstöðu í firðinum vegna lægðar sem gangi nú yfir landið. Veðrið ætti hins vegar að fara að lagast og draga á úr vindi í kvöld. Ekkert tjón hlaust af flóðunum í dag að sögn Guðmundar. Ekki neitt tjón „Ég held að það hafi ekki orðið neitt tjón neins staðar, þetta var bara meira sjónarspil heldur en hitt. Ef það hefði verið eitthvað veður með þessu þá hefðum við getað lent töluvert verr í þessu. Þetta slapp rosalega vel.“ Guðmundur veit ekki til þess að gripið verði til frekari ráðstafana við höfnina áður en næsta flóð skelli á síðar í kvöld. Erfitt sé að bregðast við slíkum sjógangi en hafnarstarfsmenn notuðust í dag við vinnuvélar eins og fyrr segir til að gera nokkurs konar varðargarða úr snjó. Var það einkum gert til þess að verja bílvogina á höfninni frá skemmdum og standa þeir skaflar enn.
Fjallabyggð Veður Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira