„Erum pikkfastir í búblu hérna“ - Enn óvíst hvort KR fær undanþágu Sindri Sverrisson skrifar 18. ágúst 2020 11:32 Allir leikmenn KR eru klárir í stórleikinn í kvöld nema Aron Bjarki Jósepsson sem er meiddur. VÍSIR/BÁRA „Við erum algjörlega einangraðir hérna,“ segir Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, en KR-ingar mæta Celtic í Glasgow í kvöld í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, setur strangar reglur um umgjörð vegna leikja á vegum sambandsins vegna kórónuveirufaraldursins. KR-ingar hafa því lítið séð af Glasgow og hvað þá notið nokkurs af því sem að borgin hefur upp á að bjóða, fyrir utan það að skoða Celtic Park. „Við erum í raun pikkfastir í búblu hérna. Við lentum í gær, rúta tók strax við okkur og fór með okkur beint upp á hótel þar sem við erum út af fyrir okkur á 4. hæð. Við fórum svo á æfingu í gær og það er ljóst að Skotarnir taka þessu mjög alvarlega. Það er til að mynda strangt tekið á öllum fjarlægðarmörkum og grímunotkun. Í morgun snæddu menn morgunmat hér á hótelinu og svo hafa þeir verið inni á hótelherbergi eða á liðsfundum. Ég veit ekki hvort þeir fái að fara í einhvern göngutúr, en svo verður bara farið upp á völl í kvöld,“ segir Páll. Allir leikmenn og starfsmenn KR þurftu að fara í kórónuveirupróf áður en haldið var af stað til Glasgow, en ekkert sýni greindist jákvætt. „Við fórum allir í test áður en við fórum út, og svo voru allir hitamældir í gær til að fá að fara inn á Celtic-völlinn. Svo fara allir í próf við komuna aftur til Íslands, og aftur eftir fjóra daga ef engar undanþágur fást á reglum,“ segir Páll. Brunum beint upp á flugvöll KR-ingar vonast til að fá undanþágu frá sóttkví þegar þeir koma heim til Íslands, fari svo að þeir lendi hér eftir miðnætti þegar nýjar reglur um 4-5 daga sóttkví hafa tekið gildi. Hins vegar er ljóst að leikurinn við Celtic klárast í fyrsta lagi kl. 20.30 að íslenskum tíma, og krafa er um að Rúnar Kristinsson þjálfari mæti á blaðamannafund eftir leik. Miðað við hefðbundinn flugtíma þyrfti KR að komast af stað frá Glasgow rétt rúmum klukkutíma eftir leik til að lenda á Íslandi fyrir miðnætti. „Við verðum bara að bruna beint upp á flugvöll og verðum í kapphlaupi við tímann að komast heim fyrir miðnætti. Við ætlum okkur að komast heim fyrir miðnætti,“ segir Páll. Takist það, og ekki verið komin nein undanþága, þyrftu KR-ingar samt að lúta reglum um heimkomusmitgát. En mættu þeir þá æfa saman, og spila stórleikinn við Val um helgina? „Ég reikna með því, því við höfum verið hérna allir saman í búblu, og við vinnum alla vega út frá því að við fengjum að spila á laugardaginn. Við erum ekkert eins og hefðbundir ferðalangar. Vonandi fáum við svör um hugsanlega undanþágu eftir hádegi. Það má ekki seinna vera.“ Leikur Celtic og KR hefst kl. 18.45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Íslenski boltinn KR Meistaradeild Evrópu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þurfa að hafa hraðar hendur eða fá undanþágu til að sleppa við sóttkví Leik- og starfsmenn knattspyrnuliðs KR gæti þurft að fara í fimm daga sóttkví eftir ferðalag sitt til Skotlands. Rætt var við Víði Reynisson í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. 17. ágúst 2020 19:46 „Himinn og haf“ á milli KR og Celtic Jim Bett segir að það sé frekar spurning um hve stór sigur Celtic gegn KR verður, heldur en hvort liðanna kemst áfram í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 18. ágúst 2020 08:00 Óvíst hvort KR fái undanþágu frá sóttkví KR-ingar fljúga nú eftir hádegi til Skotlands þar sem þeir keppa við meistara Celtic annað kvöld í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Óvíst er hvort þeir þurfi að fara í sóttkví við komuna aftur til Íslands. 17. ágúst 2020 11:30 Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Sport Fleiri fréttir Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Sjá meira
„Við erum algjörlega einangraðir hérna,“ segir Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, en KR-ingar mæta Celtic í Glasgow í kvöld í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, setur strangar reglur um umgjörð vegna leikja á vegum sambandsins vegna kórónuveirufaraldursins. KR-ingar hafa því lítið séð af Glasgow og hvað þá notið nokkurs af því sem að borgin hefur upp á að bjóða, fyrir utan það að skoða Celtic Park. „Við erum í raun pikkfastir í búblu hérna. Við lentum í gær, rúta tók strax við okkur og fór með okkur beint upp á hótel þar sem við erum út af fyrir okkur á 4. hæð. Við fórum svo á æfingu í gær og það er ljóst að Skotarnir taka þessu mjög alvarlega. Það er til að mynda strangt tekið á öllum fjarlægðarmörkum og grímunotkun. Í morgun snæddu menn morgunmat hér á hótelinu og svo hafa þeir verið inni á hótelherbergi eða á liðsfundum. Ég veit ekki hvort þeir fái að fara í einhvern göngutúr, en svo verður bara farið upp á völl í kvöld,“ segir Páll. Allir leikmenn og starfsmenn KR þurftu að fara í kórónuveirupróf áður en haldið var af stað til Glasgow, en ekkert sýni greindist jákvætt. „Við fórum allir í test áður en við fórum út, og svo voru allir hitamældir í gær til að fá að fara inn á Celtic-völlinn. Svo fara allir í próf við komuna aftur til Íslands, og aftur eftir fjóra daga ef engar undanþágur fást á reglum,“ segir Páll. Brunum beint upp á flugvöll KR-ingar vonast til að fá undanþágu frá sóttkví þegar þeir koma heim til Íslands, fari svo að þeir lendi hér eftir miðnætti þegar nýjar reglur um 4-5 daga sóttkví hafa tekið gildi. Hins vegar er ljóst að leikurinn við Celtic klárast í fyrsta lagi kl. 20.30 að íslenskum tíma, og krafa er um að Rúnar Kristinsson þjálfari mæti á blaðamannafund eftir leik. Miðað við hefðbundinn flugtíma þyrfti KR að komast af stað frá Glasgow rétt rúmum klukkutíma eftir leik til að lenda á Íslandi fyrir miðnætti. „Við verðum bara að bruna beint upp á flugvöll og verðum í kapphlaupi við tímann að komast heim fyrir miðnætti. Við ætlum okkur að komast heim fyrir miðnætti,“ segir Páll. Takist það, og ekki verið komin nein undanþága, þyrftu KR-ingar samt að lúta reglum um heimkomusmitgát. En mættu þeir þá æfa saman, og spila stórleikinn við Val um helgina? „Ég reikna með því, því við höfum verið hérna allir saman í búblu, og við vinnum alla vega út frá því að við fengjum að spila á laugardaginn. Við erum ekkert eins og hefðbundir ferðalangar. Vonandi fáum við svör um hugsanlega undanþágu eftir hádegi. Það má ekki seinna vera.“ Leikur Celtic og KR hefst kl. 18.45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Íslenski boltinn KR Meistaradeild Evrópu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þurfa að hafa hraðar hendur eða fá undanþágu til að sleppa við sóttkví Leik- og starfsmenn knattspyrnuliðs KR gæti þurft að fara í fimm daga sóttkví eftir ferðalag sitt til Skotlands. Rætt var við Víði Reynisson í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. 17. ágúst 2020 19:46 „Himinn og haf“ á milli KR og Celtic Jim Bett segir að það sé frekar spurning um hve stór sigur Celtic gegn KR verður, heldur en hvort liðanna kemst áfram í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 18. ágúst 2020 08:00 Óvíst hvort KR fái undanþágu frá sóttkví KR-ingar fljúga nú eftir hádegi til Skotlands þar sem þeir keppa við meistara Celtic annað kvöld í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Óvíst er hvort þeir þurfi að fara í sóttkví við komuna aftur til Íslands. 17. ágúst 2020 11:30 Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Sport Fleiri fréttir Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Sjá meira
Þurfa að hafa hraðar hendur eða fá undanþágu til að sleppa við sóttkví Leik- og starfsmenn knattspyrnuliðs KR gæti þurft að fara í fimm daga sóttkví eftir ferðalag sitt til Skotlands. Rætt var við Víði Reynisson í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld. 17. ágúst 2020 19:46
„Himinn og haf“ á milli KR og Celtic Jim Bett segir að það sé frekar spurning um hve stór sigur Celtic gegn KR verður, heldur en hvort liðanna kemst áfram í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 18. ágúst 2020 08:00
Óvíst hvort KR fái undanþágu frá sóttkví KR-ingar fljúga nú eftir hádegi til Skotlands þar sem þeir keppa við meistara Celtic annað kvöld í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Óvíst er hvort þeir þurfi að fara í sóttkví við komuna aftur til Íslands. 17. ágúst 2020 11:30