Bankarnir verða óþekkjanlegir Rakel Sveinsdóttir skrifar 12. febrúar 2020 08:00 Gunnlaugur Jónsson framkvæmdastjóri Fjártækniklasans mælir með því að bankarnir fjárfesti í fjártækni og nýsköpun til að finna sér sína syllu fyrir breytta tíma. Vísir/RAX „Það er engin leið að leggja árar í bát“ segir Gunnlaugur Jónsson framkvæmdastjóri Fjártækniklasans um fyrirsjáanlegar breytingu á bönkunum. Mögulega þurfi þeir að skoða útrás sem nýjan valmöguleika og það þá í kjölfar þess að fjárfesta í nýsköpun og fjártækni. Bankarnir eins og við þekkjum þá í dag verða óþekkjanlegir og ljóst að þeir þurfa að finna sínar syllur með tímanum. Eitthvað sem þeir geta keppt í á hinum stóra alþjóðlega markaði. Síðastliðið haust sagði Arion banki upp 100 starfsmönnum og á síðasta ári var starfsfólki Íslandsbanka fækkað um níutíu þegar allt var saman talið. Gunnlaugur er spurður að því, hvort bankarnir muni lifa þessa sjálfvirknivæðingu af. „Það má orða það þannig að maður eigi erfitt með að sjá fyrir sér að bankar verði til í núverandi mynd eftir 15-20 ár. Með breytingum og opnun á mörkuðum hverfa eða lækka hindranir á milli landa og fjármálastarfsemi líkist meira því sem við höfum séð í upplýsingatækni á síðustu áratugum. Það er þannig mögulegt að ákveðin þjónusta muni verða veitt af stórum fjármála- og upplýsingatæknifyrirtækjum en svo verði til ýmiss konar syllur, þar sem minni fyrirtæki geta blómstrað.“ Gunnlaugur segir ljóst að bankarnir muni breytast verulega og þótt krónan veiti þeim ákveðinna vernd gegn samkeppni erlendis frá, verði svo ekki endilega raunin þegar lengra líður. „Þótt íslenska krónan veiti ákveðna vernd fyrir íslenska banka, þá held ég að meira að segja sú vernd muni skipta minna máli þegar fram í sækir. Bankarnir munu þannig þurfa að þróast og þroskast og finna syllur með tímanum. Eitthvað sem þeir geta keppt í á hinum stóra alþjóðlega markaði. Slíkir hlutir hafa reyndar að einhverju leyti verið að gerast.“ Þýðir þetta að viðskiptalíkön bankanna eru að úreldast? „Það verða alltaf til lán, sparnaður og greiðslur. En já, það er hætta á því að viðskiptalíkönin úreldist í núverandi mynd. Ég vil orða þetta rétt, því ekkert er nýtt undir sólinni, en hlutir breytast verulega, þannig að þeir verða nánast óþekkjanlegir. Bankar sem ekki munu aðlagast þeim breytingum sem eru í gangi eiga það á hættu að fara á höfuðið.“ Gunnlaugur segir líklegt að viðskiptalíkön bankanna verði úreld í núverandi mynd.Vísir/Getty Bankar sem ekki munu aðlagast þeim breytingum sem eru í gangi eiga það á hættu að fara á höfuðið Innviðir verða að þróast til að tryggja stöðugleika Að sögn Gunnlaugs eru framfarir í fjártækni mál sem varðar stöðugleika þar sem stöðugleikinn fáist ekki með kyrrstöðu heldur sköpun. „Ég held að framþróun í fjártækni sé þannig mál sem varðar stöðugleika. Það má nefna það í þessu samhengi að Seðlabanki Íslands er farinn að líta þannig á það líka, með því að sameina svið fjármálastöðugleika og fjármálainnviða. Ef innviðirnir þróast ekki, er stöðugleikanum ógnað. Stöðugleiki fæst ekki með kyrrstöðu, heldur mátulegri hreyfingu. Það verður að vera sköpun. Það hefur örlítið örlað á þeirri hugsun eftir bankahrunið fyrir áratug að bankar eigi helst ekki að gera neitt óvenjulegt, af því að þá höfðu þeir farið fram úr sér. En það er ekki alveg rétt. Þetta er erfið jafnvægislist. Það er bæði hægt að fella banka með of mikilli framsækni og of mikilli íhaldssemi. Og jafnvel þótt menn reyni að finna jafnvægið, þá er ekki víst að það finnist.“ Þjónustuöpp og rafrænn þjónustufulltrúi Hingað til hafa fyrirtæki og heimili verið nokkuð háð viðskiptabönkunum sínum þar sem viðskiptavinir byggja smátt og smátt upp sína eigin viðskiptavild með veltu og skilvísi. Aðspurður um hvers konar breytingar fólk mun upplifa á bönkunum segir Gunnlaugur að fljótlega megi vænta mun fleiri valkosta og ekki ólíklegt að þau muni birtast í mismunandi öppum. „Þessar breytingar munu þýða það að við fáum fleiri valkosti, trúlega, þegar fram í sækir. Tilvist íslensku krónunnar mun reyndar hægja á þessari samkeppni hvað varðar íslenskan markað, en við ættum að fá fleiri fjártæknimöguleika. Við gætu kannski tekið húsnæðislán í einu appi, bílalán í öðru, sparað í því þriðja og borgað með því fjórða. Og við munum kannski ekki vita mikið um fjármálainnviðina þar á bak við, þótt við verðum á ákveðinn hátt að bera ábyrgð á hvaða öppum við treystum. Við verðum kannski með sér app sem er fjármálaráðgjafi okkar sem leggur til breytingar á högun mála og framkvæmir fyrir okkur. Kannski með raddskipunum, þannig að við tölum við rafræna þjónustufulltrúann okkar. Hann passar að engir reikningar fari yfir gjalddaga og svo framvegis. Smekkur fólks í þessu verður eflaust mismunandi, og ég tek það fram að ég er ekki að setja fram fasta spá, því það er eiginleiki markaðarins að hann er ófyrirsjáanlegur. Sjáum bara þær breytingar sem hafa átt sér stað í upplýsingatækni á síðustu áratugum. Margt af þessu var ófyrirséð.“ Gunnlaugur mælir með því að bankarnir fjárfesti í fjártækni og nýsköpun. Útrás er valkostur en ljóst er að bankarnir þurfa að finna sína syllu.Vísir/Getty Og kannski verða bankarnir þá eins og t.d. Marel er í dag, útflutningsfyrirtæki þar sem íslenskur markaður skiptir minna máli Mælir með því að bankarnir fjárfesti í fjártækni Gunnlaugur segir bankana þurfa að finna sér sínar syllur. Útrás gæti verið valkostur þótt margir hræðist enn útrás bankanna frá því fyrir hrun. Að leggja árar í bát er hins vegar ekki valkostur og því þurfi bankarnir að finna sér leið til að komast í gegnum breytingarnar. Gunnlaugur er spurður sérstaklega um húsnæðismál bankanna, þar á meðal fyrirhugaða byggingu sem Landsbankinn ætlar að reisa í miðborginni. „Ég vona að íslenskir bankar, eins og Landsbankinn, muni blómstra í þessu nýja umhverfi. Miðað við núverandi starfsemi munu þeir þurfa að halda áfram að skera niður og ef þeir gera ekkert fleira þá skera þeir hægt og rólega niður í núll með tímanum. Ef þeir nota stöðu sína í dag til að lyfta fjártækni upp, vinna með fjártæknifélögum og fjárfesta í þeim, þá hef ég trú á því að þeir geti með því náð að þróast og þroskast í eitthvað stórt og meira. Og kannski verða bankarnir þá eins og t.d. Marel er í dag, útflutningsfyrirtæki þar sem íslenskur markaður skiptir minna máli. Til þess þurfa þeir að finna sér syllur, kannski einir, en líklega í samstarfi við nýsköpunarfyrirtæki sem þeir eiga jafnvel hlut í. Ég veit að fólk hefur varann á sér gagnvart útrás banka, eftir það sem gerðist fyrir bankahrun, en útflutningur og nýsköpun eru í sjálfum sér ekki vond fyrirbæri, þótt samkeppni á markaði feli alltaf í sér hættur. Bankarnir fóru fram úr sér fyrir bankahrun. Þeir gætu gert það aftur, en það þýðir ekki að þeir eigi að hætta að reyna að gera sitt besta. Það er engin leið að leggja árar í bát.“ Í Atvinnulífi á Vísi í dag verður fjallað um breytingar á banka- og fjármálageiranum á tímum fjártækni og sjálfvirknivæðingar. Íslenskir bankar Fjártækni Tengdar fréttir Bankar á krossgötum Viðmælendur Vísis eru allir sammála því að ríkið selji eignarhlut sinn í bönkunum, Íslandsbanki þá sérstaklega nefndur með tilliti til umræðunnar.Bankaskatturinn er sagður rýra verðmæti þeirra og almenningsálitið torvelda ríkinu verkefnið. 12. febrúar 2020 08:00 Bankarnir: Hvað verður um störfin? Þorvaldur Henningsson segir mikilvægt að bankarnir þjálfi starfsfólk í að sinna nýjum verkefnum því það er leið til að sporna við uppsögnum. Þorvaldur segir hér frá helstu niðurstöðum nýrrar rannsóknar um áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á störf í fjármálageiranum. 12. febrúar 2020 10:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Það er engin leið að leggja árar í bát“ segir Gunnlaugur Jónsson framkvæmdastjóri Fjártækniklasans um fyrirsjáanlegar breytingu á bönkunum. Mögulega þurfi þeir að skoða útrás sem nýjan valmöguleika og það þá í kjölfar þess að fjárfesta í nýsköpun og fjártækni. Bankarnir eins og við þekkjum þá í dag verða óþekkjanlegir og ljóst að þeir þurfa að finna sínar syllur með tímanum. Eitthvað sem þeir geta keppt í á hinum stóra alþjóðlega markaði. Síðastliðið haust sagði Arion banki upp 100 starfsmönnum og á síðasta ári var starfsfólki Íslandsbanka fækkað um níutíu þegar allt var saman talið. Gunnlaugur er spurður að því, hvort bankarnir muni lifa þessa sjálfvirknivæðingu af. „Það má orða það þannig að maður eigi erfitt með að sjá fyrir sér að bankar verði til í núverandi mynd eftir 15-20 ár. Með breytingum og opnun á mörkuðum hverfa eða lækka hindranir á milli landa og fjármálastarfsemi líkist meira því sem við höfum séð í upplýsingatækni á síðustu áratugum. Það er þannig mögulegt að ákveðin þjónusta muni verða veitt af stórum fjármála- og upplýsingatæknifyrirtækjum en svo verði til ýmiss konar syllur, þar sem minni fyrirtæki geta blómstrað.“ Gunnlaugur segir ljóst að bankarnir muni breytast verulega og þótt krónan veiti þeim ákveðinna vernd gegn samkeppni erlendis frá, verði svo ekki endilega raunin þegar lengra líður. „Þótt íslenska krónan veiti ákveðna vernd fyrir íslenska banka, þá held ég að meira að segja sú vernd muni skipta minna máli þegar fram í sækir. Bankarnir munu þannig þurfa að þróast og þroskast og finna syllur með tímanum. Eitthvað sem þeir geta keppt í á hinum stóra alþjóðlega markaði. Slíkir hlutir hafa reyndar að einhverju leyti verið að gerast.“ Þýðir þetta að viðskiptalíkön bankanna eru að úreldast? „Það verða alltaf til lán, sparnaður og greiðslur. En já, það er hætta á því að viðskiptalíkönin úreldist í núverandi mynd. Ég vil orða þetta rétt, því ekkert er nýtt undir sólinni, en hlutir breytast verulega, þannig að þeir verða nánast óþekkjanlegir. Bankar sem ekki munu aðlagast þeim breytingum sem eru í gangi eiga það á hættu að fara á höfuðið.“ Gunnlaugur segir líklegt að viðskiptalíkön bankanna verði úreld í núverandi mynd.Vísir/Getty Bankar sem ekki munu aðlagast þeim breytingum sem eru í gangi eiga það á hættu að fara á höfuðið Innviðir verða að þróast til að tryggja stöðugleika Að sögn Gunnlaugs eru framfarir í fjártækni mál sem varðar stöðugleika þar sem stöðugleikinn fáist ekki með kyrrstöðu heldur sköpun. „Ég held að framþróun í fjártækni sé þannig mál sem varðar stöðugleika. Það má nefna það í þessu samhengi að Seðlabanki Íslands er farinn að líta þannig á það líka, með því að sameina svið fjármálastöðugleika og fjármálainnviða. Ef innviðirnir þróast ekki, er stöðugleikanum ógnað. Stöðugleiki fæst ekki með kyrrstöðu, heldur mátulegri hreyfingu. Það verður að vera sköpun. Það hefur örlítið örlað á þeirri hugsun eftir bankahrunið fyrir áratug að bankar eigi helst ekki að gera neitt óvenjulegt, af því að þá höfðu þeir farið fram úr sér. En það er ekki alveg rétt. Þetta er erfið jafnvægislist. Það er bæði hægt að fella banka með of mikilli framsækni og of mikilli íhaldssemi. Og jafnvel þótt menn reyni að finna jafnvægið, þá er ekki víst að það finnist.“ Þjónustuöpp og rafrænn þjónustufulltrúi Hingað til hafa fyrirtæki og heimili verið nokkuð háð viðskiptabönkunum sínum þar sem viðskiptavinir byggja smátt og smátt upp sína eigin viðskiptavild með veltu og skilvísi. Aðspurður um hvers konar breytingar fólk mun upplifa á bönkunum segir Gunnlaugur að fljótlega megi vænta mun fleiri valkosta og ekki ólíklegt að þau muni birtast í mismunandi öppum. „Þessar breytingar munu þýða það að við fáum fleiri valkosti, trúlega, þegar fram í sækir. Tilvist íslensku krónunnar mun reyndar hægja á þessari samkeppni hvað varðar íslenskan markað, en við ættum að fá fleiri fjártæknimöguleika. Við gætu kannski tekið húsnæðislán í einu appi, bílalán í öðru, sparað í því þriðja og borgað með því fjórða. Og við munum kannski ekki vita mikið um fjármálainnviðina þar á bak við, þótt við verðum á ákveðinn hátt að bera ábyrgð á hvaða öppum við treystum. Við verðum kannski með sér app sem er fjármálaráðgjafi okkar sem leggur til breytingar á högun mála og framkvæmir fyrir okkur. Kannski með raddskipunum, þannig að við tölum við rafræna þjónustufulltrúann okkar. Hann passar að engir reikningar fari yfir gjalddaga og svo framvegis. Smekkur fólks í þessu verður eflaust mismunandi, og ég tek það fram að ég er ekki að setja fram fasta spá, því það er eiginleiki markaðarins að hann er ófyrirsjáanlegur. Sjáum bara þær breytingar sem hafa átt sér stað í upplýsingatækni á síðustu áratugum. Margt af þessu var ófyrirséð.“ Gunnlaugur mælir með því að bankarnir fjárfesti í fjártækni og nýsköpun. Útrás er valkostur en ljóst er að bankarnir þurfa að finna sína syllu.Vísir/Getty Og kannski verða bankarnir þá eins og t.d. Marel er í dag, útflutningsfyrirtæki þar sem íslenskur markaður skiptir minna máli Mælir með því að bankarnir fjárfesti í fjártækni Gunnlaugur segir bankana þurfa að finna sér sínar syllur. Útrás gæti verið valkostur þótt margir hræðist enn útrás bankanna frá því fyrir hrun. Að leggja árar í bát er hins vegar ekki valkostur og því þurfi bankarnir að finna sér leið til að komast í gegnum breytingarnar. Gunnlaugur er spurður sérstaklega um húsnæðismál bankanna, þar á meðal fyrirhugaða byggingu sem Landsbankinn ætlar að reisa í miðborginni. „Ég vona að íslenskir bankar, eins og Landsbankinn, muni blómstra í þessu nýja umhverfi. Miðað við núverandi starfsemi munu þeir þurfa að halda áfram að skera niður og ef þeir gera ekkert fleira þá skera þeir hægt og rólega niður í núll með tímanum. Ef þeir nota stöðu sína í dag til að lyfta fjártækni upp, vinna með fjártæknifélögum og fjárfesta í þeim, þá hef ég trú á því að þeir geti með því náð að þróast og þroskast í eitthvað stórt og meira. Og kannski verða bankarnir þá eins og t.d. Marel er í dag, útflutningsfyrirtæki þar sem íslenskur markaður skiptir minna máli. Til þess þurfa þeir að finna sér syllur, kannski einir, en líklega í samstarfi við nýsköpunarfyrirtæki sem þeir eiga jafnvel hlut í. Ég veit að fólk hefur varann á sér gagnvart útrás banka, eftir það sem gerðist fyrir bankahrun, en útflutningur og nýsköpun eru í sjálfum sér ekki vond fyrirbæri, þótt samkeppni á markaði feli alltaf í sér hættur. Bankarnir fóru fram úr sér fyrir bankahrun. Þeir gætu gert það aftur, en það þýðir ekki að þeir eigi að hætta að reyna að gera sitt besta. Það er engin leið að leggja árar í bát.“ Í Atvinnulífi á Vísi í dag verður fjallað um breytingar á banka- og fjármálageiranum á tímum fjártækni og sjálfvirknivæðingar.
Íslenskir bankar Fjártækni Tengdar fréttir Bankar á krossgötum Viðmælendur Vísis eru allir sammála því að ríkið selji eignarhlut sinn í bönkunum, Íslandsbanki þá sérstaklega nefndur með tilliti til umræðunnar.Bankaskatturinn er sagður rýra verðmæti þeirra og almenningsálitið torvelda ríkinu verkefnið. 12. febrúar 2020 08:00 Bankarnir: Hvað verður um störfin? Þorvaldur Henningsson segir mikilvægt að bankarnir þjálfi starfsfólk í að sinna nýjum verkefnum því það er leið til að sporna við uppsögnum. Þorvaldur segir hér frá helstu niðurstöðum nýrrar rannsóknar um áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á störf í fjármálageiranum. 12. febrúar 2020 10:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Bankar á krossgötum Viðmælendur Vísis eru allir sammála því að ríkið selji eignarhlut sinn í bönkunum, Íslandsbanki þá sérstaklega nefndur með tilliti til umræðunnar.Bankaskatturinn er sagður rýra verðmæti þeirra og almenningsálitið torvelda ríkinu verkefnið. 12. febrúar 2020 08:00
Bankarnir: Hvað verður um störfin? Þorvaldur Henningsson segir mikilvægt að bankarnir þjálfi starfsfólk í að sinna nýjum verkefnum því það er leið til að sporna við uppsögnum. Þorvaldur segir hér frá helstu niðurstöðum nýrrar rannsóknar um áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á störf í fjármálageiranum. 12. febrúar 2020 10:00