Innlent

Tvö í fangelsi fyrir kókaínsmygl

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Karlinn og konan komu til landsins með þriggja mánaða millibili.
Karlinn og konan komu til landsins með þriggja mánaða millibili. Vísir/JóiK

Hollenskur karlmaður hefur verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir innflutning á 800 grömmum af kókaíni. Karlmaðurinn var tekinn með efnin eftir komuna til landsins með flugi frá Amsterdam þann 23. nóvember. Efnin voru falin innvortis í 102 hylkjum. Styrkleiki efnanna var rúmlega 60 prósent.

Maðurinn játaði brot sitt og tók Héraðsdómur Reykjaness tillit til þess að ekkert benti til þess að hann væri annað en burðardýr. Frá refsingunni dregst gæsluvarðhald frá

Þá hefur spænsk kona verið dæmd í tólf mánaða fangelsi fyrir innflutning á rúmlega 600 grömmum af kókaíni að um 42 prósent styrkleika. Efnin fundust í handtösku konunnar. Konan kom til landsins með flugi Icelandair frá Brussel í Belgíu þann 14. desember.

Konan játaði sök og tók dómarinn tillit til þess að hún væri ekki skipuleggjandi heldur burðardýr. Gæsluvarðhaldið dregst frá refsingu konunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×