Samherji sagðist ekki hafa tíma til að taka saman ársreikninga frá Namibíu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. ágúst 2020 13:46 Sigurður Jóhannesson, forstöðumaður hagfræðistofnunar HÍ. Vísir/Vilhelm Samherji greiddi lægra hlutfall veiðigjalda af meðalverði afla í Namibíu frá 2012 til 2017 en hér á landi. 2018 var hlutfallið orðið hærra í Namibíu en hér. Forstöðumaður Hagfræðisstofnunar segir að Samherji hafi ekki afhent umbeðna árskýrslu dótturfyrirtækis síns í Namibíu og því hafi ekki verið hægt að bera saman hagnað í löndunum tveimur. Formaður Viðreisnar ásamt fleiri þingmönnum óskaði eftir að skýrsla væri gerð um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi á grundvelli upplýsinga frá Fiskistofu og þeim skjölum sem RÚV fjallaði um í fréttaskýringaþættinum Kveik í nóvember í fyrra. Þar komu fram ásakanir um greiðslur til þeirra sem úthlutuðu veiðirétti í Namibíu og er það til rannsóknar hjá yfirvöldum hér á landi og í Namibíu Hagfræðisstofnun Háskóla Íslands var falið að gera skýrsluna sem birtist á vef alþingis í gær. Í skýrslu hagfræðisstofnunar kemur fram að á árunum 2012-2017 eru veiðigjöld Samherja í Namibíu lægra hlutfall af verðmæti afla en veiðigjöld sem fyrirtækið greiðir hér á landi á sama tíma eða um 1% í Namibíu og frá 5-12% hér á landi. Árið 2018 var hlutfallið fest í lög í Namibíu og varð þá hærra en hér á landi eða 10%. Á þessu tímabili hefur Samherji greitt um 1,5 milljarða í veiðigjöld í Namibíu og 4,7 milljarða hér á landi á landi. Í skýrslunni er þó tekið fram að umfang starfsemi Samherja sé mun meira hér á landi en í Namibíu. Þá vekur athygli að veiðigjöldin lækka hér á landi á þessum árum. Sigurður Jóhannesson forstöðumaður hagfræðisstofnunarinnar segir að mikilvægar upplýsingar vanti í skýrsluna. „Það hefði verið mjög gott að skoða veiðigjöldin í hlutfalli við hagnaðinn af veiðunum en við fengum því miður ekki ársreikningana frá dótturfélagi Samherja í Namibíu. Skýringin sem Samherjamenn gáfu okkur var að þetta sætti rannsókn og þeir hefðu ekki tíma til að taka þá saman fyrir okkur. Við leituðum líka að ársreikningum dótturfélagsins í Wikileaks skjölunum en fengum engan opinbera ársreikninga þaðan. Það hefði hins vegar verið afar gagnlegt að fá ársreikningana til að sjá hagnaðinn því að meiningin með því að leggja á veiðigjöld er að taka umframhagnað eða rentu umfram það sem er eðlilegt í rekstri. Það er oft talað um að markmið með veiðigjöldum sé að taka rentuna af umframhagnaði sem fer þá til eigandans eða ríkisins eða þjóðarinnar,“ segir Sigurður. Í skýrslunni var aðeins notast við opinber gögn þó að í beiðni Alþingi komi fram að samanburðurinn skuli gerður á grundvelli upplýsinga frá Fiskistofu og Wikileaksskjölum sem fjallað var um í fréttaskýringaþættinum Kveik. Sigurður segir að alltaf hafi verið skýrt að stofninun myndi styðjast við opinber gögn. „Það var alveg skýrt af hálfu okkar að við myndum nýta opinber skjöl. Ef við hefðum tekið afstöðu til gagna þar sem eru vísbendingar um greiðslur undir borðið þá værum við að taka afstöðu til dómsmáls sem er til rannsóknar, okkur þótti það ekki við hæfi. Hins vegar þá vitnum við í samtal í inngangi skýrslunnar þar sem RÚV hefur eftir Karli Cloete, einum aðalrannsakanda spillingarlögreglu í Namibíu í maí, að fjárhæðin, sem ráðamenn í Namibíu eru kærðir fyrir að hafa þegið til þess að tryggja fyrirtækjum í eigu Íslendinga veiðileyfi jafngildi um 1 milljarð íslenskra króna. Menn geta leikið sér að því að bera saman við opinber veiðigjöld sem greidd voru á þessum árum,“ segir Sigurður. Aðspurður um hvort ekki hefði verið heppilegt að hafa sérstakan kafla í skýrslunni um Wikileaks gögnin eða Samherjaskjölin svokölluðu segir Sigurður: „Nei við mátum að það væri ekki þá værum við að blanda okkur í rannsókn sem væri í gangi. Það á eftir að koma úr sakamálarannsókn og við vildum ekki flækja okkur í það. Viðskipti Samherjaskjölin Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Gjöld vegna veiðiheimilda töluvert hærri í Namibíu en á Íslandi árið 2018 Samherji greiddi árið 2018 meira fyrir tímabundnar veiðiheimildir í Namibíu en ótímabundnar veiðiheimildir hér á landi. 18. ágúst 2020 07:31 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Samherji greiddi lægra hlutfall veiðigjalda af meðalverði afla í Namibíu frá 2012 til 2017 en hér á landi. 2018 var hlutfallið orðið hærra í Namibíu en hér. Forstöðumaður Hagfræðisstofnunar segir að Samherji hafi ekki afhent umbeðna árskýrslu dótturfyrirtækis síns í Namibíu og því hafi ekki verið hægt að bera saman hagnað í löndunum tveimur. Formaður Viðreisnar ásamt fleiri þingmönnum óskaði eftir að skýrsla væri gerð um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi á grundvelli upplýsinga frá Fiskistofu og þeim skjölum sem RÚV fjallaði um í fréttaskýringaþættinum Kveik í nóvember í fyrra. Þar komu fram ásakanir um greiðslur til þeirra sem úthlutuðu veiðirétti í Namibíu og er það til rannsóknar hjá yfirvöldum hér á landi og í Namibíu Hagfræðisstofnun Háskóla Íslands var falið að gera skýrsluna sem birtist á vef alþingis í gær. Í skýrslu hagfræðisstofnunar kemur fram að á árunum 2012-2017 eru veiðigjöld Samherja í Namibíu lægra hlutfall af verðmæti afla en veiðigjöld sem fyrirtækið greiðir hér á landi á sama tíma eða um 1% í Namibíu og frá 5-12% hér á landi. Árið 2018 var hlutfallið fest í lög í Namibíu og varð þá hærra en hér á landi eða 10%. Á þessu tímabili hefur Samherji greitt um 1,5 milljarða í veiðigjöld í Namibíu og 4,7 milljarða hér á landi á landi. Í skýrslunni er þó tekið fram að umfang starfsemi Samherja sé mun meira hér á landi en í Namibíu. Þá vekur athygli að veiðigjöldin lækka hér á landi á þessum árum. Sigurður Jóhannesson forstöðumaður hagfræðisstofnunarinnar segir að mikilvægar upplýsingar vanti í skýrsluna. „Það hefði verið mjög gott að skoða veiðigjöldin í hlutfalli við hagnaðinn af veiðunum en við fengum því miður ekki ársreikningana frá dótturfélagi Samherja í Namibíu. Skýringin sem Samherjamenn gáfu okkur var að þetta sætti rannsókn og þeir hefðu ekki tíma til að taka þá saman fyrir okkur. Við leituðum líka að ársreikningum dótturfélagsins í Wikileaks skjölunum en fengum engan opinbera ársreikninga þaðan. Það hefði hins vegar verið afar gagnlegt að fá ársreikningana til að sjá hagnaðinn því að meiningin með því að leggja á veiðigjöld er að taka umframhagnað eða rentu umfram það sem er eðlilegt í rekstri. Það er oft talað um að markmið með veiðigjöldum sé að taka rentuna af umframhagnaði sem fer þá til eigandans eða ríkisins eða þjóðarinnar,“ segir Sigurður. Í skýrslunni var aðeins notast við opinber gögn þó að í beiðni Alþingi komi fram að samanburðurinn skuli gerður á grundvelli upplýsinga frá Fiskistofu og Wikileaksskjölum sem fjallað var um í fréttaskýringaþættinum Kveik. Sigurður segir að alltaf hafi verið skýrt að stofninun myndi styðjast við opinber gögn. „Það var alveg skýrt af hálfu okkar að við myndum nýta opinber skjöl. Ef við hefðum tekið afstöðu til gagna þar sem eru vísbendingar um greiðslur undir borðið þá værum við að taka afstöðu til dómsmáls sem er til rannsóknar, okkur þótti það ekki við hæfi. Hins vegar þá vitnum við í samtal í inngangi skýrslunnar þar sem RÚV hefur eftir Karli Cloete, einum aðalrannsakanda spillingarlögreglu í Namibíu í maí, að fjárhæðin, sem ráðamenn í Namibíu eru kærðir fyrir að hafa þegið til þess að tryggja fyrirtækjum í eigu Íslendinga veiðileyfi jafngildi um 1 milljarð íslenskra króna. Menn geta leikið sér að því að bera saman við opinber veiðigjöld sem greidd voru á þessum árum,“ segir Sigurður. Aðspurður um hvort ekki hefði verið heppilegt að hafa sérstakan kafla í skýrslunni um Wikileaks gögnin eða Samherjaskjölin svokölluðu segir Sigurður: „Nei við mátum að það væri ekki þá værum við að blanda okkur í rannsókn sem væri í gangi. Það á eftir að koma úr sakamálarannsókn og við vildum ekki flækja okkur í það.
Viðskipti Samherjaskjölin Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Gjöld vegna veiðiheimilda töluvert hærri í Namibíu en á Íslandi árið 2018 Samherji greiddi árið 2018 meira fyrir tímabundnar veiðiheimildir í Namibíu en ótímabundnar veiðiheimildir hér á landi. 18. ágúst 2020 07:31 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Gjöld vegna veiðiheimilda töluvert hærri í Namibíu en á Íslandi árið 2018 Samherji greiddi árið 2018 meira fyrir tímabundnar veiðiheimildir í Namibíu en ótímabundnar veiðiheimildir hér á landi. 18. ágúst 2020 07:31