Pearson: Þetta er bara einn sigurleikur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. febrúar 2020 20:30 Pearson faðmar Troy Deeney, annan af markaskorurum Watford, eftir leik. Vísir/Getty Nigel Pearson, þjálfari Watford, var eðlilega í skýjunum með 3-0 sigur sinna manna á Evrópumeisturum Liverpool fyrr í kvöld. Hann fór sparlega í yfirlýsingarnar að leik loknum er hann ræddi við fjölmiðla.„Þetta er mjög mikilvægur sigur fyrir okkur. En þetta er bara einn sigurleikur. Tímabilið hefur verið erfitt fyrir okkur, töpuðum til að mynda í síðustu viku þar sem við spiluðum ekki vel en leikmenn voru æstir í að bæta upp fyrir það.“ Sem þeir svo sannarlega gerðu. Watford varð í kvöld fyrsta liðið til að vinna Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og aðeins annað liðið til að ná í stig gegn þeim en Manchester United náði jafntefli gegn Liverpool fyrr á leiktíðinni. Þá varð Pearson fyrsti enski stjórinn til að leggja Liverpool af velli síðan Sam Allardyce náði því í apríl 2017. 2017 - Nigel Pearson is the first English manager to win a Premier League game against Liverpool since Sam Allardyce did so with Crystal Palace in April 2017. Schooled. pic.twitter.com/FnKwhDrngE— OptaJoe (@OptaJoe) February 29, 2020 „Þeir eru með frábært lið, við þurftum að hitta á nær fullkominn leik, sem við og gerðum. Mér fannst við eiga sigurinn fyllilega skilið. Við ógnuðum þeim þegar við höfðum boltann og vörðumst af skynsemi og öryggi þegar við misstum hann, það hafa verið skilaboðin frá degi eitt,“ sagði Pearson að lokum en hann tók við stjórnartaumum Watford þann 6. desember síðastliðinn. Er hann þriðji stjóri félagsins á þessari leiktíð en Javi Gracia hóf tímabilið áður en Quique Sánchez Flores tók aftur við félaginu. Hann entist þó ekki lengi og Pearson fékk það verkefni að bjarga liðinu frá falli. Haldi þeir áfram að spila eins og þeir gerðu í kvöld er aldrei að vita nema það takist. Enski boltinn Tengdar fréttir Watford rótburstaði Liverpool | Arsenal heldur metinu Watford varð fyrsta liðið til að leggja Liverpool af velli í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en liðið kjöldró gesti sína úr Bítlaborginni á Vicarage Road í kvöld. Lokatölur 3-0 Watford í vil. 29. febrúar 2020 19:45 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Crystal Palace - Tottenham | Margir í banni hjá gestunum Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Sjá meira
Nigel Pearson, þjálfari Watford, var eðlilega í skýjunum með 3-0 sigur sinna manna á Evrópumeisturum Liverpool fyrr í kvöld. Hann fór sparlega í yfirlýsingarnar að leik loknum er hann ræddi við fjölmiðla.„Þetta er mjög mikilvægur sigur fyrir okkur. En þetta er bara einn sigurleikur. Tímabilið hefur verið erfitt fyrir okkur, töpuðum til að mynda í síðustu viku þar sem við spiluðum ekki vel en leikmenn voru æstir í að bæta upp fyrir það.“ Sem þeir svo sannarlega gerðu. Watford varð í kvöld fyrsta liðið til að vinna Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og aðeins annað liðið til að ná í stig gegn þeim en Manchester United náði jafntefli gegn Liverpool fyrr á leiktíðinni. Þá varð Pearson fyrsti enski stjórinn til að leggja Liverpool af velli síðan Sam Allardyce náði því í apríl 2017. 2017 - Nigel Pearson is the first English manager to win a Premier League game against Liverpool since Sam Allardyce did so with Crystal Palace in April 2017. Schooled. pic.twitter.com/FnKwhDrngE— OptaJoe (@OptaJoe) February 29, 2020 „Þeir eru með frábært lið, við þurftum að hitta á nær fullkominn leik, sem við og gerðum. Mér fannst við eiga sigurinn fyllilega skilið. Við ógnuðum þeim þegar við höfðum boltann og vörðumst af skynsemi og öryggi þegar við misstum hann, það hafa verið skilaboðin frá degi eitt,“ sagði Pearson að lokum en hann tók við stjórnartaumum Watford þann 6. desember síðastliðinn. Er hann þriðji stjóri félagsins á þessari leiktíð en Javi Gracia hóf tímabilið áður en Quique Sánchez Flores tók aftur við félaginu. Hann entist þó ekki lengi og Pearson fékk það verkefni að bjarga liðinu frá falli. Haldi þeir áfram að spila eins og þeir gerðu í kvöld er aldrei að vita nema það takist.
Enski boltinn Tengdar fréttir Watford rótburstaði Liverpool | Arsenal heldur metinu Watford varð fyrsta liðið til að leggja Liverpool af velli í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en liðið kjöldró gesti sína úr Bítlaborginni á Vicarage Road í kvöld. Lokatölur 3-0 Watford í vil. 29. febrúar 2020 19:45 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Crystal Palace - Tottenham | Margir í banni hjá gestunum Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Sjá meira
Watford rótburstaði Liverpool | Arsenal heldur metinu Watford varð fyrsta liðið til að leggja Liverpool af velli í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en liðið kjöldró gesti sína úr Bítlaborginni á Vicarage Road í kvöld. Lokatölur 3-0 Watford í vil. 29. febrúar 2020 19:45