Lærbrotnaði í svifflugi á Kirkjufelli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. febrúar 2020 20:06 Siggmaður hjá Landhelgisgæslunni á leið upp í þyrlu með lærbrotna karlmanninn. Guðjón Ottó Bjarnason Ungur karlmaður við svifflug brotnaði á læri og var fluttur með þyrlu úr suðurhlíðum Kirkjufells við Grundarfjörð eftir hádegi í dag. Björgunaraðgerðir gengu með besta móti en um fimmtíu manns komu að þeim. Ægir Þór Þórsson, björgunarsveitarmaður hjá Lífsbjörg í Snæfellsbæ, segir unga manninn líklega hafa lent í ógöngum skömmu eftir að hann fór fram af fjallinu. Hann hafi ekki verið mjög hátt uppi í fjallinu og um 45 mínútur hafi liðið frá útkalli og þar til fyrstu menn komust til hans. Hann segir um að ræða nokkuð vinsælan stað til að stunda svifflug. Björgunarsveitarmenn, sjúkraflutningamenn og læknir hafi komið að manninum sem hafi reynst lærbrotinn eftir að hafa lent frekar illa á grjóti. Var hann nokkuð kvalinn en læknir gaf honum verkjastillandi á meðan flutningur var undirbúinn. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom á vettvang og voru aðstæður nógu góðar til þess að þyrlan gat staðsett sig vel fyrir ofan fólkið. Var ungi maðurinn því undirbúinn fyrir hífingu og fluttur með þyrlunni á Landspítalann í Reykjavík. Ægir Þór segir líklega um fimmtíu manns hafa komið að aðgerðum með einum eða öðrum hætti. Björgunarsveitarfólk úr Klakki á Grundarfirði, Lífsbjörg í Snæfellsbæ og Berserkjum í Stykkishólmi. Veður hafi verið með besta móti en nokkuð snjóþungt. Því hafi komið sér vel að geta híft manninn um borð í þyrluna í stað þess að setja upp fjallabjörgunarkerfi og taka manninn landleiðina niður. Páll Jökull Pétursson ljósmyndari fylgidst með björgunaraðgerðum og náði myndum sem sjá má að neðan. Björgunarsveitir Grundarfjörður Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Þyrla kölluð til vegna slyss í Kirkjufelli Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð vestur á Snæfellsnes að beiðni lögreglunnar á Vesturlandi. 29. febrúar 2020 16:09 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
Ungur karlmaður við svifflug brotnaði á læri og var fluttur með þyrlu úr suðurhlíðum Kirkjufells við Grundarfjörð eftir hádegi í dag. Björgunaraðgerðir gengu með besta móti en um fimmtíu manns komu að þeim. Ægir Þór Þórsson, björgunarsveitarmaður hjá Lífsbjörg í Snæfellsbæ, segir unga manninn líklega hafa lent í ógöngum skömmu eftir að hann fór fram af fjallinu. Hann hafi ekki verið mjög hátt uppi í fjallinu og um 45 mínútur hafi liðið frá útkalli og þar til fyrstu menn komust til hans. Hann segir um að ræða nokkuð vinsælan stað til að stunda svifflug. Björgunarsveitarmenn, sjúkraflutningamenn og læknir hafi komið að manninum sem hafi reynst lærbrotinn eftir að hafa lent frekar illa á grjóti. Var hann nokkuð kvalinn en læknir gaf honum verkjastillandi á meðan flutningur var undirbúinn. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom á vettvang og voru aðstæður nógu góðar til þess að þyrlan gat staðsett sig vel fyrir ofan fólkið. Var ungi maðurinn því undirbúinn fyrir hífingu og fluttur með þyrlunni á Landspítalann í Reykjavík. Ægir Þór segir líklega um fimmtíu manns hafa komið að aðgerðum með einum eða öðrum hætti. Björgunarsveitarfólk úr Klakki á Grundarfirði, Lífsbjörg í Snæfellsbæ og Berserkjum í Stykkishólmi. Veður hafi verið með besta móti en nokkuð snjóþungt. Því hafi komið sér vel að geta híft manninn um borð í þyrluna í stað þess að setja upp fjallabjörgunarkerfi og taka manninn landleiðina niður. Páll Jökull Pétursson ljósmyndari fylgidst með björgunaraðgerðum og náði myndum sem sjá má að neðan.
Björgunarsveitir Grundarfjörður Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Þyrla kölluð til vegna slyss í Kirkjufelli Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð vestur á Snæfellsnes að beiðni lögreglunnar á Vesturlandi. 29. febrúar 2020 16:09 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
Þyrla kölluð til vegna slyss í Kirkjufelli Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð vestur á Snæfellsnes að beiðni lögreglunnar á Vesturlandi. 29. febrúar 2020 16:09