Í beinni í dag: El Clásico og Aston Villa á Wembley Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. mars 2020 06:00 Lionel Messi og félagar í Barcelona mæta Real Madrid í kvöld. Vísir/Getty Það er nóg um að vera á sport rásum Stöðvar 2 í dag þó svo að nokkrum leikjum í ítölsku úrvalsdeildinni hafi verið frestað en alls sýnum við 12 viðburði í beinni útsendingu. Þar ber helst að nefna El Clásico í spænsku úrvalsdeildinni sem og úrslitaleik enska Deildarbikarsins þar sem Manchester City og Aston Villa mætast. Þá fer Domino´s deild karla aftur af stað eftir langt hlé. Við byrjum daginn á Evrópumótaröðinni í golfi og um kvöldmatarleytið sýnum við frá PGA mótaröðinni. Í spænska boltanum er toppslagur Real Madrid og Barcelona á dagskrá klukkan 20:00 en við verðum með ítarlega upphitun fyrir leikinn sem hefst klukkan 19:15 á Stöð 2 Sport. Börsungar eru á toppi spænsku deildarinnar eftir að hafa verið í eltingaleik við Real Madrid nær allt tímabilið. Takist Lionel Messi og félögum að landa sigri ná þeir fimm stiga forystu á toppi deildarinnar. Þá sýnum við einnig fjóra aðra leiki úr spænsku úrvalsdeildinni. Úrslitaleikur enska Deildarbikarsins fer fram í dag á Wembley en þar mætast Manchester City og Aston Villa. Fyrir fram er reiknað með öruggum sigri City manna en Jack Grealish er til alls líklegur þegar hann mætir á Wembley. Þá eru tveir leikir í beinni útsendingu í Domino´s deild karla. Valur fær Grindavík í heimsókn á Hlíðarenda í fyrri leik dagsins. Það er svo stórleikur í Njarðvík þegar sexfaldir Íslandsmeistarar KR mæta í Ljónagryfjuna. Við sýnum aðeins einn leik í ítalska boltanum í dag en leikur Cagliari og Roma er á dagskrá klukkan 17:00. Stórleik Juventus og Inter Milan hefur verið frestað til 13. maí ásamt Sassuolo gegn Brescia og leik AC Milan gegn Genoa. Allar beinar útsendingar Stöð 2 Sport og hliðarrása má finna á vef okkar. Í beinni í dag 08:00 European Tour 2020 (Stöð 2 Golf) 10:50 Sevilla-Osasuna (Stöð 2 Sport 2) 12:55 Athletic Bilbao - Villareal (Stöð 2 Sport 2) 14:55 Espanyol - Atletico Madrid (Stöð 2 Sport 2) 16:20 Aston Villa - Manchester City, enski deildarbikarinn (Stöð 2 Sport) 16:50 Cagliari - Roma (Stöð 2 Sport 3) 17:20 Real Mallorca - Getafe (Stöð 2 Sport 4) 18:00 PGA Tour 2020 (Stöð 2 Golf) 18:20 Valur-Grindavík, Domino´s deild karla (Stöð 2 Sport 2) 19:15 Ofur sunnudagur - upphitun fyrir El Clásico (Stöð 2 Sport) 19:50 Real Madrid-Barcelona (Stöð 2 Sport) 20:10 Njarðvík-KR, Domino´s deild karla (Stöð 2 Sport 2) Dominos-deild karla Enski boltinn Golf Ítalski boltinn Spænski boltinn Tengdar fréttir Stórleik Juventus og Inter Milan frestað vegna kórónuveirunnar Stórleikur helgarinnar í ítalska boltanum átti upprunalega að fara fram fyrir luktum dyrum. Honum hefur nú verið frestað. 29. febrúar 2020 12:15 Verður Braithwaite í byrjunarliði Börsunga í stærsta leik ársins? Talið er að Martin Braithwaite, framherjinn sem kom til Barcelona á undanþágu eftir að félagaskiptaglugganum í Evrópu var lokað, verði í byrjunarliði liðsins er liðið mætir Real Madrid í El Clásico annað kvöld. 29. febrúar 2020 22:30 Engin handabönd um helgina og íþróttaviðburðir í hættu Það er nú þegar ljóst að kórónaveiran mun hafa gífurleg áhrif á íþróttaviðburði næstu vikna og mánuða. Líklega verða engin handabönd á íþróttaviðburðum helgarinnar og þá hafa knattspyrnumenn sett sig í samband við Fifpro um smithættu. 29. febrúar 2020 10:45 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira
Það er nóg um að vera á sport rásum Stöðvar 2 í dag þó svo að nokkrum leikjum í ítölsku úrvalsdeildinni hafi verið frestað en alls sýnum við 12 viðburði í beinni útsendingu. Þar ber helst að nefna El Clásico í spænsku úrvalsdeildinni sem og úrslitaleik enska Deildarbikarsins þar sem Manchester City og Aston Villa mætast. Þá fer Domino´s deild karla aftur af stað eftir langt hlé. Við byrjum daginn á Evrópumótaröðinni í golfi og um kvöldmatarleytið sýnum við frá PGA mótaröðinni. Í spænska boltanum er toppslagur Real Madrid og Barcelona á dagskrá klukkan 20:00 en við verðum með ítarlega upphitun fyrir leikinn sem hefst klukkan 19:15 á Stöð 2 Sport. Börsungar eru á toppi spænsku deildarinnar eftir að hafa verið í eltingaleik við Real Madrid nær allt tímabilið. Takist Lionel Messi og félögum að landa sigri ná þeir fimm stiga forystu á toppi deildarinnar. Þá sýnum við einnig fjóra aðra leiki úr spænsku úrvalsdeildinni. Úrslitaleikur enska Deildarbikarsins fer fram í dag á Wembley en þar mætast Manchester City og Aston Villa. Fyrir fram er reiknað með öruggum sigri City manna en Jack Grealish er til alls líklegur þegar hann mætir á Wembley. Þá eru tveir leikir í beinni útsendingu í Domino´s deild karla. Valur fær Grindavík í heimsókn á Hlíðarenda í fyrri leik dagsins. Það er svo stórleikur í Njarðvík þegar sexfaldir Íslandsmeistarar KR mæta í Ljónagryfjuna. Við sýnum aðeins einn leik í ítalska boltanum í dag en leikur Cagliari og Roma er á dagskrá klukkan 17:00. Stórleik Juventus og Inter Milan hefur verið frestað til 13. maí ásamt Sassuolo gegn Brescia og leik AC Milan gegn Genoa. Allar beinar útsendingar Stöð 2 Sport og hliðarrása má finna á vef okkar. Í beinni í dag 08:00 European Tour 2020 (Stöð 2 Golf) 10:50 Sevilla-Osasuna (Stöð 2 Sport 2) 12:55 Athletic Bilbao - Villareal (Stöð 2 Sport 2) 14:55 Espanyol - Atletico Madrid (Stöð 2 Sport 2) 16:20 Aston Villa - Manchester City, enski deildarbikarinn (Stöð 2 Sport) 16:50 Cagliari - Roma (Stöð 2 Sport 3) 17:20 Real Mallorca - Getafe (Stöð 2 Sport 4) 18:00 PGA Tour 2020 (Stöð 2 Golf) 18:20 Valur-Grindavík, Domino´s deild karla (Stöð 2 Sport 2) 19:15 Ofur sunnudagur - upphitun fyrir El Clásico (Stöð 2 Sport) 19:50 Real Madrid-Barcelona (Stöð 2 Sport) 20:10 Njarðvík-KR, Domino´s deild karla (Stöð 2 Sport 2)
Dominos-deild karla Enski boltinn Golf Ítalski boltinn Spænski boltinn Tengdar fréttir Stórleik Juventus og Inter Milan frestað vegna kórónuveirunnar Stórleikur helgarinnar í ítalska boltanum átti upprunalega að fara fram fyrir luktum dyrum. Honum hefur nú verið frestað. 29. febrúar 2020 12:15 Verður Braithwaite í byrjunarliði Börsunga í stærsta leik ársins? Talið er að Martin Braithwaite, framherjinn sem kom til Barcelona á undanþágu eftir að félagaskiptaglugganum í Evrópu var lokað, verði í byrjunarliði liðsins er liðið mætir Real Madrid í El Clásico annað kvöld. 29. febrúar 2020 22:30 Engin handabönd um helgina og íþróttaviðburðir í hættu Það er nú þegar ljóst að kórónaveiran mun hafa gífurleg áhrif á íþróttaviðburði næstu vikna og mánuða. Líklega verða engin handabönd á íþróttaviðburðum helgarinnar og þá hafa knattspyrnumenn sett sig í samband við Fifpro um smithættu. 29. febrúar 2020 10:45 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Sjá meira
Stórleik Juventus og Inter Milan frestað vegna kórónuveirunnar Stórleikur helgarinnar í ítalska boltanum átti upprunalega að fara fram fyrir luktum dyrum. Honum hefur nú verið frestað. 29. febrúar 2020 12:15
Verður Braithwaite í byrjunarliði Börsunga í stærsta leik ársins? Talið er að Martin Braithwaite, framherjinn sem kom til Barcelona á undanþágu eftir að félagaskiptaglugganum í Evrópu var lokað, verði í byrjunarliði liðsins er liðið mætir Real Madrid í El Clásico annað kvöld. 29. febrúar 2020 22:30
Engin handabönd um helgina og íþróttaviðburðir í hættu Það er nú þegar ljóst að kórónaveiran mun hafa gífurleg áhrif á íþróttaviðburði næstu vikna og mánuða. Líklega verða engin handabönd á íþróttaviðburðum helgarinnar og þá hafa knattspyrnumenn sett sig í samband við Fifpro um smithættu. 29. febrúar 2020 10:45