Fórnarlamb stunguárásarinnar á Kópaskeri á gjörgæslu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. febrúar 2020 08:03 Sérsveit Ríkislögreglustjóra tók þátt í aðgerðunum í gærkvöldi og nótt. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fimmtugsaldri er grunaður um að hafa stungið annan mann með hnífi á Kópaskeri í gærkvöldi. Hann var í nótt handtekinn ásamt tveimur öðrum. Fórnarlambið, karlmaður, liggur á gjörgæslu en líðan hans er sögð stöðug. Klukkan níu í gærkvöldi barst lögreglunni á Norðurlandi eystra tilkynning um að maður hefði verið stunginn með hnífi í heimahúsi á Kópaskeri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögregluembættinu, en Vísir greindi frá málinu í nótt. Í tilkynningu lögreglunnar segir að árásarmaðurinn hafi brotið sér leið inn í húsið, en hafi verið farinn af vettvangi þegar tilkynnt var um árásina. Maður og kona hafi verið á heimilinu þegar árásin átti sér stað. Konan, sem tilkynnti um málið, hafi verið ómeidd en maðurinn alvarlega særður. Samkvæmt heimildum Vísis var maðurinn stunginn allt að sex sinnum og er um sextugt. Vont veður var á svæðinu í nótt og vegir að Kópaskeri ófærir. Þess var óskað eftir útkalli sérsveitar Ríkislögreglustjóra með þyrlu. Þá voru starfsmenn Vegagerðarinnar einnig ræstir út til þess að opna vegi að þorpinu fyrir lögreglunni, en lögreglumenn frá Húsavík og Akureyri fóru á vettvang ásamt rannsóknarlögreglumönnum. Fyrstu menn voru komnir á vettvang um 22:50, samkvæmt tilkynningu lögreglunnar. „Læknir sinnti þá þeim slasaða, sem var með takmarkaða meðvitund. Þyrla lenti með sérsveitarmenn á Kópaskeri um kl. 23:40. Sá slasaði var þá þegar fluttur með þyrlunni á Sjúkrahúsið á Akureyri. Hann er þar á gjörgæsludeild og er líðan hans sögð stöðug,“ segir einnig í tilkynningu lögreglu. Þá kemur fram að á meðan þetta fór fram hafi staðið yfir leit að árásarmanninum. Um klukkan eitt hafi meintur gerandi verið handtekinn á Kópaskeri, en sá er eins og áður sagði karlmaður á fimmtugsaldri. Tvennt annað var einnig handtekið og hin handteknu flutt í fangageymslu á Akureyri, þar sem það bíður nú yfirheyrslu. Í tilkynningu lögreglu er tekið fram að ljóst sé að málsaðilar hafi ekki verið allsgáðir. Eins kemur fram að frekari vettvangsrannsókn komi til með að fara fram og að lögreglan meti hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir einstaklingum. Hér að neðan má lesa tilkynningu lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Lögreglumál Norðurþing Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Fleiri fréttir Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Sjá meira
Karlmaður á fimmtugsaldri er grunaður um að hafa stungið annan mann með hnífi á Kópaskeri í gærkvöldi. Hann var í nótt handtekinn ásamt tveimur öðrum. Fórnarlambið, karlmaður, liggur á gjörgæslu en líðan hans er sögð stöðug. Klukkan níu í gærkvöldi barst lögreglunni á Norðurlandi eystra tilkynning um að maður hefði verið stunginn með hnífi í heimahúsi á Kópaskeri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögregluembættinu, en Vísir greindi frá málinu í nótt. Í tilkynningu lögreglunnar segir að árásarmaðurinn hafi brotið sér leið inn í húsið, en hafi verið farinn af vettvangi þegar tilkynnt var um árásina. Maður og kona hafi verið á heimilinu þegar árásin átti sér stað. Konan, sem tilkynnti um málið, hafi verið ómeidd en maðurinn alvarlega særður. Samkvæmt heimildum Vísis var maðurinn stunginn allt að sex sinnum og er um sextugt. Vont veður var á svæðinu í nótt og vegir að Kópaskeri ófærir. Þess var óskað eftir útkalli sérsveitar Ríkislögreglustjóra með þyrlu. Þá voru starfsmenn Vegagerðarinnar einnig ræstir út til þess að opna vegi að þorpinu fyrir lögreglunni, en lögreglumenn frá Húsavík og Akureyri fóru á vettvang ásamt rannsóknarlögreglumönnum. Fyrstu menn voru komnir á vettvang um 22:50, samkvæmt tilkynningu lögreglunnar. „Læknir sinnti þá þeim slasaða, sem var með takmarkaða meðvitund. Þyrla lenti með sérsveitarmenn á Kópaskeri um kl. 23:40. Sá slasaði var þá þegar fluttur með þyrlunni á Sjúkrahúsið á Akureyri. Hann er þar á gjörgæsludeild og er líðan hans sögð stöðug,“ segir einnig í tilkynningu lögreglu. Þá kemur fram að á meðan þetta fór fram hafi staðið yfir leit að árásarmanninum. Um klukkan eitt hafi meintur gerandi verið handtekinn á Kópaskeri, en sá er eins og áður sagði karlmaður á fimmtugsaldri. Tvennt annað var einnig handtekið og hin handteknu flutt í fangageymslu á Akureyri, þar sem það bíður nú yfirheyrslu. Í tilkynningu lögreglu er tekið fram að ljóst sé að málsaðilar hafi ekki verið allsgáðir. Eins kemur fram að frekari vettvangsrannsókn komi til með að fara fram og að lögreglan meti hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir einstaklingum. Hér að neðan má lesa tilkynningu lögreglunnar á Norðurlandi eystra.
Lögreglumál Norðurþing Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Fleiri fréttir Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Sjá meira