Nýsköpun á krossgötum? Rúnar Ómarsson skrifar 28. febrúar 2020 14:30 Hafandi starfað á vettvangi „nýsköpunar“ yfir 20 ár þá tek ég undir með ráðherra málaflokksins að það var kominn tími til að hrista upp í stoðkerfi nýsköpunar, sem jafnvel starfsmenn stoðkerfisins sjálfs hafa sagt að væri of flókið til að þeir rati um. Einhverntímann var ég með erindi á ráðstefnu í nýsköpun (það er löngu hætt að bjóða mér ég hef of sterkar skoðanir á þessu fyrir ráðstefnugesti) og þá lagði ágætur starfsmaður stoðkerfisins til að stofnuð yrði ný stofnun í stoðkerfinu, sem hefði það hlutverk að kortleggja stoðkerfið svo hægt væri að rata um það… Ríkisstofnanir eru ekki endilega heppilegasti staðurinn til að frjóvga hugmyndir einstaklinga og hugsanlega er mjög lágt hlutfall starfsmanna þar með reynslu af slíkri vegferð, t.d. alþjóðlegri markaðssetningu, sem hlýtur að vera “the holy grail” í flestum nýsköpunarfyrirtækjum. Að einhverju leyti lifa frumkvöðlar og ríkisstofnanir á sitthvoru tímabeltinu. Annarsvegar ertu með einstaklinga sem oft hafa sett allt sitt fé í frumþróun hugmynda sem þeir vilja setja á markað, helst hratt þar sem tími/peningar/orka þeirra ekki óþrjótandi, og hinsvegar með stofnun (eða margar stofnanir) hvers starfsmenn hafa allt aðra hvata til að „útskrifa verkefni“ (og skapa sér hugsanlega verkefnaleysi) úr stoðkerfinu og út á markaðinn. Stofnanir stoðkerfisins (og yfirmenn þess) ættu í auknum mæli að beita sér fyrir því að þær viðskiptahugmyndir sem einstaklingar og fyrirtæki ganga með breytist í söluhæf verðmæti. Hér á landi þykja „rannsóknir og þróun“ mjög fín fyrirbæri, og víst er að þær eru oft mikilvægur grunnur að framförum í vísindum, tækni og verðmætum. Það má hins vegar ekki gleymast að ef markmiðið er að auka verðmætasköpun fyrir þjóðarbúið þá þarf rannsóknum og þróun á ákveðnu stigi að ljúka (allavega víkja tímabundið) og vörurnar/þjónustan að komast á markaðshæft stig, fara í sölu. Skapa tekjur. Þar virðast íslensk fyrirtæki (og stofnanir) oft hika, en hik er sama og tap eins og þar stendur. E.t.v. ætti að veita sömu ívilnanir til fyrirtækja vegna markaðs og sölukostnaðar eins og gert er með rannsóknar og þróunarkostnað. Það virðist allavega þurfa að smyrja lamirnar á þeim hluta verðmætasköpunar verulega, því afar fá fyrirtæki virðast komast af rannsóknar og þróunarstigi yfir á markaðs og sölustig alþjóðlega. Ekki er hægt að skrifa það á að við Íslendingar séum ekki tækifærissinnaðir og markaðshugsandi einstaklingar upp til hópa. Íslendingar hafa verið það þegar kemur að innflutningi í gegnum tíðina, á öllum mögulegum og ómögulegum varningi, fyrir örlítinn markað. En þegar kemur að alþjóðlegri markaðssetningu þá hefur of mikið verið horft til þess að einhver opinber stofnun taki við boltanum. E.t.v. er það bara ekki rétta leiðin á markað? Ég hvet ráðherra nýsköpunar og þá sem með honum starfa í þessum geira til að beita sér fyrir því að hvatar til árangurs í markaðs og sölustarfi verði skoðaðir betur, og að ef einhverjir fjármunir sparist við uppstokkun Nýsköpunarmiðstöðvar þá verði þeir notaðir til að sinna þessum þætti betur. Það er ekki góð fjárfesting að rannsaka og þróa nema á einhverjum tímapunkti verði til samkeppnishæf vara/þjónusta, sem rata þarf svo með rétta leið á markað. Um þessar mundir eru 20 ár frá því stofnað var fyrirtækið Nikita Clothing á Íslandi. Fyrirtækið óx úr 0 króna veltu í vel á annann milljarð (allt innri vöxtur) á nokkrum árum. Starfsmenn fyrirtækisins skiptu tugum og (afleidd störf hundruðum) þeir nutu sýn vel í starfi og sköpuðu mikil verðmæti. 99% sölu félagsins var utan Íslands. Stofnendur og starfsmenn fyrirtækisins öðluðust verðmæta reynslu af vöruþróun, markaðssetningu, fjármögnun, framleiðslu og dreifingu vara í gegnum dreifingaraðila, smásöluaðila, netverslanir og aðra kanala á þeim rúmlega tíu árum sem fyrirtækið var með höfuðstöðvar á Íslandi, en á endanum var það selt úr landi, og þar lifir það enn. Á sama tíma var Lazytown (Latibær) byggt upp af kjarki og útsjónarsemi, varð að heimsmarkaðsvöru líkt og Nikita Clothing og skapaði milljarða tekjur, verðmæt störf og þekkingu í samfélaginu. Það er hálf furðulegt að stofnendur hvorugs þessarra fyrirtækja hafa lítið eða ekkert verið beðnir af starfsmönnum stoðkerfisins að miðla sinni reynslu til annarra frumkvöðla og fyrirtækja sem leitað hafa til stoðkerfisins í gegnum árin, jafnvel með fyrirtæki í skyldum rekstri. Af hverju? Erum við ekki örugglega í þessu saman? Til að nýsköpun verði sjálfbær fjárfesting fyrir einstaklinga, fjárfestingasjóði og okkar sameiginlegu sjóði þarf að ná meiri árangri í tekjusköpun. Koma svo! Höfundur er raðfrumkvöðull og ráðgjafi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Hafandi starfað á vettvangi „nýsköpunar“ yfir 20 ár þá tek ég undir með ráðherra málaflokksins að það var kominn tími til að hrista upp í stoðkerfi nýsköpunar, sem jafnvel starfsmenn stoðkerfisins sjálfs hafa sagt að væri of flókið til að þeir rati um. Einhverntímann var ég með erindi á ráðstefnu í nýsköpun (það er löngu hætt að bjóða mér ég hef of sterkar skoðanir á þessu fyrir ráðstefnugesti) og þá lagði ágætur starfsmaður stoðkerfisins til að stofnuð yrði ný stofnun í stoðkerfinu, sem hefði það hlutverk að kortleggja stoðkerfið svo hægt væri að rata um það… Ríkisstofnanir eru ekki endilega heppilegasti staðurinn til að frjóvga hugmyndir einstaklinga og hugsanlega er mjög lágt hlutfall starfsmanna þar með reynslu af slíkri vegferð, t.d. alþjóðlegri markaðssetningu, sem hlýtur að vera “the holy grail” í flestum nýsköpunarfyrirtækjum. Að einhverju leyti lifa frumkvöðlar og ríkisstofnanir á sitthvoru tímabeltinu. Annarsvegar ertu með einstaklinga sem oft hafa sett allt sitt fé í frumþróun hugmynda sem þeir vilja setja á markað, helst hratt þar sem tími/peningar/orka þeirra ekki óþrjótandi, og hinsvegar með stofnun (eða margar stofnanir) hvers starfsmenn hafa allt aðra hvata til að „útskrifa verkefni“ (og skapa sér hugsanlega verkefnaleysi) úr stoðkerfinu og út á markaðinn. Stofnanir stoðkerfisins (og yfirmenn þess) ættu í auknum mæli að beita sér fyrir því að þær viðskiptahugmyndir sem einstaklingar og fyrirtæki ganga með breytist í söluhæf verðmæti. Hér á landi þykja „rannsóknir og þróun“ mjög fín fyrirbæri, og víst er að þær eru oft mikilvægur grunnur að framförum í vísindum, tækni og verðmætum. Það má hins vegar ekki gleymast að ef markmiðið er að auka verðmætasköpun fyrir þjóðarbúið þá þarf rannsóknum og þróun á ákveðnu stigi að ljúka (allavega víkja tímabundið) og vörurnar/þjónustan að komast á markaðshæft stig, fara í sölu. Skapa tekjur. Þar virðast íslensk fyrirtæki (og stofnanir) oft hika, en hik er sama og tap eins og þar stendur. E.t.v. ætti að veita sömu ívilnanir til fyrirtækja vegna markaðs og sölukostnaðar eins og gert er með rannsóknar og þróunarkostnað. Það virðist allavega þurfa að smyrja lamirnar á þeim hluta verðmætasköpunar verulega, því afar fá fyrirtæki virðast komast af rannsóknar og þróunarstigi yfir á markaðs og sölustig alþjóðlega. Ekki er hægt að skrifa það á að við Íslendingar séum ekki tækifærissinnaðir og markaðshugsandi einstaklingar upp til hópa. Íslendingar hafa verið það þegar kemur að innflutningi í gegnum tíðina, á öllum mögulegum og ómögulegum varningi, fyrir örlítinn markað. En þegar kemur að alþjóðlegri markaðssetningu þá hefur of mikið verið horft til þess að einhver opinber stofnun taki við boltanum. E.t.v. er það bara ekki rétta leiðin á markað? Ég hvet ráðherra nýsköpunar og þá sem með honum starfa í þessum geira til að beita sér fyrir því að hvatar til árangurs í markaðs og sölustarfi verði skoðaðir betur, og að ef einhverjir fjármunir sparist við uppstokkun Nýsköpunarmiðstöðvar þá verði þeir notaðir til að sinna þessum þætti betur. Það er ekki góð fjárfesting að rannsaka og þróa nema á einhverjum tímapunkti verði til samkeppnishæf vara/þjónusta, sem rata þarf svo með rétta leið á markað. Um þessar mundir eru 20 ár frá því stofnað var fyrirtækið Nikita Clothing á Íslandi. Fyrirtækið óx úr 0 króna veltu í vel á annann milljarð (allt innri vöxtur) á nokkrum árum. Starfsmenn fyrirtækisins skiptu tugum og (afleidd störf hundruðum) þeir nutu sýn vel í starfi og sköpuðu mikil verðmæti. 99% sölu félagsins var utan Íslands. Stofnendur og starfsmenn fyrirtækisins öðluðust verðmæta reynslu af vöruþróun, markaðssetningu, fjármögnun, framleiðslu og dreifingu vara í gegnum dreifingaraðila, smásöluaðila, netverslanir og aðra kanala á þeim rúmlega tíu árum sem fyrirtækið var með höfuðstöðvar á Íslandi, en á endanum var það selt úr landi, og þar lifir það enn. Á sama tíma var Lazytown (Latibær) byggt upp af kjarki og útsjónarsemi, varð að heimsmarkaðsvöru líkt og Nikita Clothing og skapaði milljarða tekjur, verðmæt störf og þekkingu í samfélaginu. Það er hálf furðulegt að stofnendur hvorugs þessarra fyrirtækja hafa lítið eða ekkert verið beðnir af starfsmönnum stoðkerfisins að miðla sinni reynslu til annarra frumkvöðla og fyrirtækja sem leitað hafa til stoðkerfisins í gegnum árin, jafnvel með fyrirtæki í skyldum rekstri. Af hverju? Erum við ekki örugglega í þessu saman? Til að nýsköpun verði sjálfbær fjárfesting fyrir einstaklinga, fjárfestingasjóði og okkar sameiginlegu sjóði þarf að ná meiri árangri í tekjusköpun. Koma svo! Höfundur er raðfrumkvöðull og ráðgjafi
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun