Segist ekki hafa mátt taka ákvarðanir án leyfis og lýsir „skrýtnu“ símtali frá Noregi Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. febrúar 2020 08:25 Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Vísir/vilhelm Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, lýsir meirihlutanum í bæjarstjórn sem „plöntunni í Litlu hryllingsbúðinni“; aldrei ánægð og fær aldrei nóg. Þá segir hann ljóst að bæjarstjórn hafi ekki verið að leita að stjórnanda heldur strengjabrúðu en viðurkennir að hann hefði ekki átt að missa stjórn á skapi sínu á bæjarstjórnarfundi í janúar. Þetta kemur fram í viðtali Mannlífs við Guðmund sem birtist í morgun. Guðmundur lét af störfum sem bæjarstjóri í lok janúar. Stuttur aðdragandi var að starfslokunum og síðar kom í ljós að þau voru lituð deilum Guðmundar og meirihlutans í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, sem skipaður er fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Þá greindi Guðmundur frá því í þessum mánuði að hann og fjölskylda hans hygðist flytja frá Ísafirði. Þeim liði ekki vel og teldu sig ekki velkomin í samfélaginu. Afarkostir sem hann myndi aldrei sætta sig við Guðmundur lýsir nú bæjarstjóratíð sinni og samskiptum við fólkið í Ísafjarðarbæ í samtali við Mannlíf. Þá ræðir hann sérstaklega samstarfið við bæjarstjórn Ísafjarðar, sem hann segir hafa verið erfitt. Þannig hafi honum verið settir afarkostir um samskipti sem hann myndi „aldrei sætta sig við, ekki í neinu starfi“. Honum hafi verið gert ljóst að hann ætti engar ákvarðanir að taka, ekki hringja símtöl eða fara á fundi nema með leyfi og samþykki meirihlutans, nánar tiltekið Daníels Jakobssonar, oddvita Sjálfstæðisflokksins hjá Ísafjarðarbæ og formanns bæjarráðs. „Ég sá þá að það var ekki verið að leita að stjórnanda, það var verið að leita að strengjabrúðu,“ segir Guðmundur í samtali við Mannlíf. Þá lýsir hann því að símtal frá Daníel, sem staddur var í Noregi, í desember síðastliðnum sitji mest í honum þegar hann horfir yfir bæjarstjóratíð sína. „Hann endaði símtalið á því að segja svona í framhjáhlaupi: „Svo kem ég bara heim og tek af þér djobbið.“ Ég man að mér fannst þetta furðulegt og taktlaust og skrýtið. Hver segir svona í gríni eða alvöru? Það fyrsta sem ég gerði var að hringja í konuna mína og spyrja hana hvort ég brygðist of hart við. Hverju ertu mögulega að koma áleiðis? En eftir á að að hyggja skil ég samhengið,“ segir Guðmundur í samtali við Mannlíf. Frá Ísafirði þar sem nýr bæjarstjóri tók við fyrr í mánuðinum.vísir/egill Átakafundir í bæjarstjórn Guðmundur lýsir einnig bæjarstjórnarfundinum sem haldinn var hinn 17. janúar, þar sem kom til átaka milli hans og meirihlutans. Þá voru liðnir þrír dagar frá því að snjóflóðin féllu á Flateyri og Suðureyri. Guðmundur segir að gagnrýnin sem hann fékk á fundinum, um að ekki hefði verið gert nóg í kjölfar snjóflóðanna, hafi verið erfið. Þá gengst hann við því að hafa vissulega gert mistök á fundinum, fokið hafi í hann, hann skellt aftur tölvunni og rokið út. Þá lýsir Guðmundur meirihlutanum sem „plöntunni í Litlu hryllingsbúðinni“, sem fær aldrei nóg og er aldrei ánægð. „Hún staldrar aldrei við og er södd, hún vill bara meira og meira að borða og svo vex hún og vex og vill meira og meira að borða og vex og vex … og það getur aldrei endað nema með ósköpum.“ Þetta hefði einnig verið upplifun hans þegar hann mætti á sáttafund 24. janúar, og hann kveðst hafa gert grein fyrir því á fundinum. Sömu helgi var tilkynnt um starfslok hans hjá bænum. Á fundinum hafi talsmenn meirihlutans jafnframt lýst yfir óánægju með Guðmund og störf hans. Þá hafi hann jafnframt fengið staðfest að enginn stóð með honum. Birgir Gunnarsson, fyrrverandi forstjóri Reykjalundar, var að endingu ráðinn bæjarstjóri og tók við af Guðmundi nú í janúar. Viðtal Mannlífs við Guðmund í heild. Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Segir að framganga sín í tengslum við snjóflóðin hafi valdið ágreiningi Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að eftir á að hyggja hefði verið betra að leggja öll spilin og segja frá því hvað nákvæmlega gerðist í aðdraganda þess að hann hætti sem bæjarstjóri. 21. febrúar 2020 11:00 „Ég er örugglega frekur karl“ Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði, segir að eftirsjá verði af Guðmundi Gunnarssyni, fyrrverandi bæjarstjóra, og fjölskyldu hans á Ísafirði. Vilji fólk hins vegar ekki búa á svæðinu þá eigi það að fara í friði. 20. febrúar 2020 12:23 Upplifa fantabrögð og flýja Ísafjörð Guðmundur Gunnarsson, fyrrvernadi bæjarstjóri á Ísafirði sem lét af störfum í janúar, segir ekkert annað í stöðunni fyrir sig og fjölskyldu sína en að flytja úr bænum. Þetta segir hann í færslu á Facebook sem sjá má að neðan. 20. febrúar 2020 11:47 Ísafjarðarbær missir annan bæjarstjóra sinn á einni viku Byggðarráð Borgarbyggðar hefur lagt til að gengið verði til samninga við Þórdísi Sif Sigurðardóttur um starf sveitarstjóra Borgarbyggðar og verður sú ákvörðun lögð fyrir sveitarstjórn þann 13. febrúar næstkomandi. Fimmtán sóttu um starfið. 6. febrúar 2020 11:33 Úr ólgunni á Reykjalundi í ólguna á Ísafirði Birgir Gunnarsson verður nýr bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. 11. febrúar 2020 13:04 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Sjá meira
Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, lýsir meirihlutanum í bæjarstjórn sem „plöntunni í Litlu hryllingsbúðinni“; aldrei ánægð og fær aldrei nóg. Þá segir hann ljóst að bæjarstjórn hafi ekki verið að leita að stjórnanda heldur strengjabrúðu en viðurkennir að hann hefði ekki átt að missa stjórn á skapi sínu á bæjarstjórnarfundi í janúar. Þetta kemur fram í viðtali Mannlífs við Guðmund sem birtist í morgun. Guðmundur lét af störfum sem bæjarstjóri í lok janúar. Stuttur aðdragandi var að starfslokunum og síðar kom í ljós að þau voru lituð deilum Guðmundar og meirihlutans í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, sem skipaður er fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Þá greindi Guðmundur frá því í þessum mánuði að hann og fjölskylda hans hygðist flytja frá Ísafirði. Þeim liði ekki vel og teldu sig ekki velkomin í samfélaginu. Afarkostir sem hann myndi aldrei sætta sig við Guðmundur lýsir nú bæjarstjóratíð sinni og samskiptum við fólkið í Ísafjarðarbæ í samtali við Mannlíf. Þá ræðir hann sérstaklega samstarfið við bæjarstjórn Ísafjarðar, sem hann segir hafa verið erfitt. Þannig hafi honum verið settir afarkostir um samskipti sem hann myndi „aldrei sætta sig við, ekki í neinu starfi“. Honum hafi verið gert ljóst að hann ætti engar ákvarðanir að taka, ekki hringja símtöl eða fara á fundi nema með leyfi og samþykki meirihlutans, nánar tiltekið Daníels Jakobssonar, oddvita Sjálfstæðisflokksins hjá Ísafjarðarbæ og formanns bæjarráðs. „Ég sá þá að það var ekki verið að leita að stjórnanda, það var verið að leita að strengjabrúðu,“ segir Guðmundur í samtali við Mannlíf. Þá lýsir hann því að símtal frá Daníel, sem staddur var í Noregi, í desember síðastliðnum sitji mest í honum þegar hann horfir yfir bæjarstjóratíð sína. „Hann endaði símtalið á því að segja svona í framhjáhlaupi: „Svo kem ég bara heim og tek af þér djobbið.“ Ég man að mér fannst þetta furðulegt og taktlaust og skrýtið. Hver segir svona í gríni eða alvöru? Það fyrsta sem ég gerði var að hringja í konuna mína og spyrja hana hvort ég brygðist of hart við. Hverju ertu mögulega að koma áleiðis? En eftir á að að hyggja skil ég samhengið,“ segir Guðmundur í samtali við Mannlíf. Frá Ísafirði þar sem nýr bæjarstjóri tók við fyrr í mánuðinum.vísir/egill Átakafundir í bæjarstjórn Guðmundur lýsir einnig bæjarstjórnarfundinum sem haldinn var hinn 17. janúar, þar sem kom til átaka milli hans og meirihlutans. Þá voru liðnir þrír dagar frá því að snjóflóðin féllu á Flateyri og Suðureyri. Guðmundur segir að gagnrýnin sem hann fékk á fundinum, um að ekki hefði verið gert nóg í kjölfar snjóflóðanna, hafi verið erfið. Þá gengst hann við því að hafa vissulega gert mistök á fundinum, fokið hafi í hann, hann skellt aftur tölvunni og rokið út. Þá lýsir Guðmundur meirihlutanum sem „plöntunni í Litlu hryllingsbúðinni“, sem fær aldrei nóg og er aldrei ánægð. „Hún staldrar aldrei við og er södd, hún vill bara meira og meira að borða og svo vex hún og vex og vill meira og meira að borða og vex og vex … og það getur aldrei endað nema með ósköpum.“ Þetta hefði einnig verið upplifun hans þegar hann mætti á sáttafund 24. janúar, og hann kveðst hafa gert grein fyrir því á fundinum. Sömu helgi var tilkynnt um starfslok hans hjá bænum. Á fundinum hafi talsmenn meirihlutans jafnframt lýst yfir óánægju með Guðmund og störf hans. Þá hafi hann jafnframt fengið staðfest að enginn stóð með honum. Birgir Gunnarsson, fyrrverandi forstjóri Reykjalundar, var að endingu ráðinn bæjarstjóri og tók við af Guðmundi nú í janúar. Viðtal Mannlífs við Guðmund í heild.
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Segir að framganga sín í tengslum við snjóflóðin hafi valdið ágreiningi Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að eftir á að hyggja hefði verið betra að leggja öll spilin og segja frá því hvað nákvæmlega gerðist í aðdraganda þess að hann hætti sem bæjarstjóri. 21. febrúar 2020 11:00 „Ég er örugglega frekur karl“ Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði, segir að eftirsjá verði af Guðmundi Gunnarssyni, fyrrverandi bæjarstjóra, og fjölskyldu hans á Ísafirði. Vilji fólk hins vegar ekki búa á svæðinu þá eigi það að fara í friði. 20. febrúar 2020 12:23 Upplifa fantabrögð og flýja Ísafjörð Guðmundur Gunnarsson, fyrrvernadi bæjarstjóri á Ísafirði sem lét af störfum í janúar, segir ekkert annað í stöðunni fyrir sig og fjölskyldu sína en að flytja úr bænum. Þetta segir hann í færslu á Facebook sem sjá má að neðan. 20. febrúar 2020 11:47 Ísafjarðarbær missir annan bæjarstjóra sinn á einni viku Byggðarráð Borgarbyggðar hefur lagt til að gengið verði til samninga við Þórdísi Sif Sigurðardóttur um starf sveitarstjóra Borgarbyggðar og verður sú ákvörðun lögð fyrir sveitarstjórn þann 13. febrúar næstkomandi. Fimmtán sóttu um starfið. 6. febrúar 2020 11:33 Úr ólgunni á Reykjalundi í ólguna á Ísafirði Birgir Gunnarsson verður nýr bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. 11. febrúar 2020 13:04 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Sjá meira
Segir að framganga sín í tengslum við snjóflóðin hafi valdið ágreiningi Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að eftir á að hyggja hefði verið betra að leggja öll spilin og segja frá því hvað nákvæmlega gerðist í aðdraganda þess að hann hætti sem bæjarstjóri. 21. febrúar 2020 11:00
„Ég er örugglega frekur karl“ Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði, segir að eftirsjá verði af Guðmundi Gunnarssyni, fyrrverandi bæjarstjóra, og fjölskyldu hans á Ísafirði. Vilji fólk hins vegar ekki búa á svæðinu þá eigi það að fara í friði. 20. febrúar 2020 12:23
Upplifa fantabrögð og flýja Ísafjörð Guðmundur Gunnarsson, fyrrvernadi bæjarstjóri á Ísafirði sem lét af störfum í janúar, segir ekkert annað í stöðunni fyrir sig og fjölskyldu sína en að flytja úr bænum. Þetta segir hann í færslu á Facebook sem sjá má að neðan. 20. febrúar 2020 11:47
Ísafjarðarbær missir annan bæjarstjóra sinn á einni viku Byggðarráð Borgarbyggðar hefur lagt til að gengið verði til samninga við Þórdísi Sif Sigurðardóttur um starf sveitarstjóra Borgarbyggðar og verður sú ákvörðun lögð fyrir sveitarstjórn þann 13. febrúar næstkomandi. Fimmtán sóttu um starfið. 6. febrúar 2020 11:33
Úr ólgunni á Reykjalundi í ólguna á Ísafirði Birgir Gunnarsson verður nýr bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. 11. febrúar 2020 13:04