Arnór og félagar úr leik Anton Ingi Leifsson skrifar 27. febrúar 2020 19:45 Úr leik liðanna í kvöld. vísir/getty Arnór Ingvi Traustason og félagar í Malmö eru úr leik í Evrópudeildinni þetta árið. Sænska liðið tapaði fyrri leiknum í Þýskalandi 2-1 og var í erfiðri stöðu fyrir síðari leikinn í kvöld. Arnór Ingvi var ekki með vegna meiðsla. Josip Brekalo kom Wolfsburg yfir á 42. mínútu. Markið var fyrst dæmt af vegna rangstöðu en eftir skoðun í VARsjánni var það svo dæmt gott og gilt. Yannick Gerhardt tvöfaldaði forystuna á 65. mínútu og fjórum mínútum síðar afgreiddi Joao Victor einvígð með þriðja marki Wolfsburg. Lokatölur 3-0 sigur Wolfsburg og samanlagt 5-1 og þeir þýsku þar af leiðandi komnir í 16-liða úrslitin. Evrópudeild UEFA
Arnór Ingvi Traustason og félagar í Malmö eru úr leik í Evrópudeildinni þetta árið. Sænska liðið tapaði fyrri leiknum í Þýskalandi 2-1 og var í erfiðri stöðu fyrir síðari leikinn í kvöld. Arnór Ingvi var ekki með vegna meiðsla. Josip Brekalo kom Wolfsburg yfir á 42. mínútu. Markið var fyrst dæmt af vegna rangstöðu en eftir skoðun í VARsjánni var það svo dæmt gott og gilt. Yannick Gerhardt tvöfaldaði forystuna á 65. mínútu og fjórum mínútum síðar afgreiddi Joao Victor einvígð með þriðja marki Wolfsburg. Lokatölur 3-0 sigur Wolfsburg og samanlagt 5-1 og þeir þýsku þar af leiðandi komnir í 16-liða úrslitin.