Domingo dregur í land með afsökunarbeiðni sína Kjartan Kjartansson skrifar 27. febrúar 2020 13:19 Nokkur fjöldi fyrrverandi samstarfskvenna Domingo hefur sakað hann um kynferðislega áreitni. Vísir/EPA Spænski óperusöngvarinn Plácido Domingo ítrekaði að hann hefði aldrei brotið gegn konum eða notfært sér stöðu sína gegn þeim, aðeins tveimur dögum eftir að hann bað hóp kvenna sem hefur sakað hann um áreitni afsökunar opinberlega. Fjöldi kvenna hefur sakað Domingo um kynferðislega áreitni og að hafa hindrað starfsframa þeirra sem höfnuðu honum. Nokkur óperuhús í Evrópu íhuga nú að slíta samstarfi við Domingo vegna ásakanna. Stjórn Konunglegu óperunnar í Madrid ætlar til dæmis að ræða hvort hann eigi áfram að koma fram í uppsetningu á „La Traviata“ í maí. Aðeins nokkrum klukkustundum fyrir stjórnarfund óperunnar í Madrid sendi Domingo frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagðist vilja „leiðrétta misskilning“ sem upphafleg yfirlýsing hans þar sem hann bað konur afsökunar hefði valdið, að sögn New York Times. Hann sagðist ætla að draga sig út úr uppsetningunni í Madrid. „Ég hef aldrei verið ágengur við neinn og ég hef aldrei gert neitt til að hindra eða skaða starfsframa nokkurs. Þvert á móti hef ég varið stórum hluta hálfrar aldar veru í óperuheiminum í að hjálpa iðnaðinum og að ýta undir feril óteljandi söngvara,“ sagði Domingo í yfirlýsingunni. Engu að síður fullyrti hann að upphaflega afsökunarbeiðnin hafi verið sett fram í einlægni. Í henni bað Domingo konur sem hann hefði sært afsökunar. Bandaríkin MeToo Spánn Tónlist Tengdar fréttir Plácido Domingo biður konur afsökunar Spænski óperusöngvarinn Plácido Domingo hefur beðið fjölda kvenna afsökunar fyrir að hafa "valdið þeim sársauka“, en þær hafa sakað hann um kynferðislega áreitni. 25. febrúar 2020 14:09 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Spænski óperusöngvarinn Plácido Domingo ítrekaði að hann hefði aldrei brotið gegn konum eða notfært sér stöðu sína gegn þeim, aðeins tveimur dögum eftir að hann bað hóp kvenna sem hefur sakað hann um áreitni afsökunar opinberlega. Fjöldi kvenna hefur sakað Domingo um kynferðislega áreitni og að hafa hindrað starfsframa þeirra sem höfnuðu honum. Nokkur óperuhús í Evrópu íhuga nú að slíta samstarfi við Domingo vegna ásakanna. Stjórn Konunglegu óperunnar í Madrid ætlar til dæmis að ræða hvort hann eigi áfram að koma fram í uppsetningu á „La Traviata“ í maí. Aðeins nokkrum klukkustundum fyrir stjórnarfund óperunnar í Madrid sendi Domingo frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagðist vilja „leiðrétta misskilning“ sem upphafleg yfirlýsing hans þar sem hann bað konur afsökunar hefði valdið, að sögn New York Times. Hann sagðist ætla að draga sig út úr uppsetningunni í Madrid. „Ég hef aldrei verið ágengur við neinn og ég hef aldrei gert neitt til að hindra eða skaða starfsframa nokkurs. Þvert á móti hef ég varið stórum hluta hálfrar aldar veru í óperuheiminum í að hjálpa iðnaðinum og að ýta undir feril óteljandi söngvara,“ sagði Domingo í yfirlýsingunni. Engu að síður fullyrti hann að upphaflega afsökunarbeiðnin hafi verið sett fram í einlægni. Í henni bað Domingo konur sem hann hefði sært afsökunar.
Bandaríkin MeToo Spánn Tónlist Tengdar fréttir Plácido Domingo biður konur afsökunar Spænski óperusöngvarinn Plácido Domingo hefur beðið fjölda kvenna afsökunar fyrir að hafa "valdið þeim sársauka“, en þær hafa sakað hann um kynferðislega áreitni. 25. febrúar 2020 14:09 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Plácido Domingo biður konur afsökunar Spænski óperusöngvarinn Plácido Domingo hefur beðið fjölda kvenna afsökunar fyrir að hafa "valdið þeim sársauka“, en þær hafa sakað hann um kynferðislega áreitni. 25. febrúar 2020 14:09