Yfirlýsing Harðar: Altalað að flugfélagið hafi styrkt Þór Sindri Sverrisson skrifar 26. febrúar 2020 23:30 Hörður leikur í 2. deild karla en tók einnig þátt í bikarkeppninni í vetur. Facebook/@hordur.isafjordur Yfirlýsing handknattleiksdeildar Þórs Akureyri fyrr í dag virðist hafa hleypt illu blóði í Harðarmenn á Ísafirði og sættirnar sem áttu að hafa orðið í deilu félaganna eru fyrir bí. Forsaga málsins er sú að Hörður og Þór mættust í bikarkeppni karla í vetur og var leikið á heimavelli Harðar á Ísafirði. Samkvæmt reglum HSÍ deildu félögin ferðakostnaði gestaliðsins en forráðamenn Harðar eru ósáttir við hve háan Þórsarar segja kostnaðinn hafa verið. Þórsarar flugu í leikinn og segja kostnaðinn við það hafa numið 600.000 krónum, en í yfirlýsingu Harðar segir að „altalað“ sé að flugfélagið Norlandair hafi styrkt Þór um flugið. Slíkt sé þó erfitt að fá staðfest. Þá eru forráðamenn Harðar ósáttir við að ekki skyldi reynt að halda ferðakostnaði sem lægstum.Félögin höfðu náð sáttum samkvæmt yfirlýsingu HSÍ fyrr í þessum mánuði, og sagði þar að málinu teldist lokið hjá báðum aðilum. Svo virðist hins vegar ekki vera en í yfirlýsingu Harðar í dag eru þung orð látin falla; „Það er von okkar að árásum Þórs á litla félagið okkar linni“. Yfirlýsingu Harðar má lesa í heild hér að neðan en félagið deilir meðal annars mynd til staðfestingar á því að það hafi greitt Þór 170.000 krónur vegna ferðakostnaðar. Þar segir einnig að vegna þessa máls sjái Hörður sér ekki fært að taka þátt í bikarkeppni HSÍ í framtíðinni.Yfirlýsing Harðar: Vegna yfirlýsingar Þórs Akureyri. Kæru vinir í íþróttahreyfingunni - deilið þessu sem víðast: Þór og Hörður höfðu gert með sér samkomulag um að tjá sig ekki frekar um þetta mál en eftir að Þór braut það samkomulag eins og það heiðursmannasamkomulag að notast ávallt við ódýrasta fararmáta í leiki þá er rétt að eftirfarandi komi fram: Þór er stórt lið á leið í úrvalsdeild. Vonandi gengur félaginu vel að fjármagna sig. Í íþróttahreyfingunni hafa menn treyst á hjálp frá hvor öðrum og reynt að vinna saman. Í þessu máli var því aldrei til að dreifa. Enginn ágreiningur hefur verið uppi um "stóra einkaflugsmál Þórs" af hálfu Harðar. Harðarmenn hafa staðið fastir á því að greiða ekki hlut í einkaflugi Þórs til Ísafjarðar en styrktaraðili Þórs - Norlandair á Akureyri flaug þeim til Ísafjarðar. Frá upphafi tilkynnti Hörður að félagið væri tilbúið að greiða helming af 24.300 á hvern aðila (sjá áætlun HSÍ fyrir ferðakostnað hér) fyrir 16 aðila. Það eru samtals 388.800 sem HSÍ hefur metið kostnað við svona leiki. Fyrsti reikningur Íþróttafélagsins Þórs til Harðar var rétt tæp 800.000 kr. Þór getur reynt að mótmæla því en staðreyndir málsins ljúga ekki. Hörður var því reiðubúinn að greiða 194.400 kr. Ekki meir. Enda nóg. Reikningurinn sem kom frá Norlandair var uppá tæplega 600.000 kr. með því sem það flugfélag kallaði 40% afslátt. Það er þeir vilja meina að styrktaraðili Þórs hafi með réttu átt að rukka 1.000.000 kr. fyrir flugið. Sá afsláttur er þó hvergi á reikningnum og altalað að flugfélagið hafi styrkt Þór um þetta flug. En slíkt er erfitt að fá staðfest. Þannig geti liðið nýtt sér fjárframlag Harðar í sinn eigin rekstur. Til að reyna að finna lausn á málinu voru forráðamenn Harðar tilbúnir að sýna vinahót en áfram halda forráðamenn Þórs að sverta Hörð. Hvetur Hörður önnur lið til að skoða ferðakostnað sinn gagnvart Þór í bikarkeppni afar vel. Vegna þessa máls mun Hörður ekki geta tekið þátt í bikarkeppni HSÍ í framtíðinni. Auk fyrrgreinds rukkaði Þór Hörð fyrir "áætlaða" áhorfendur um 80.000 kr. Þá er ótalinn kostnaður af dómurum og bílaleigubíl. Enn fremur greiddi Hörður fyrir annan kostnað vegna leiksins. Allt í allt var kostnaður leiksins því um 800.000 kr. Þetta er áhugamannahandbolti og kostnaðurinn við þennan leik var 800.000 kr. Eru mörg lið í neðstu deildum íþróttamóta hér á landi sem ráða við svoleiðis kostnað fyrir einn leik? Þór segir í yfirlýsingu sinni: „Uppgjöri er nú lokið í fullri sátt og Þór hefur fengið greiddar 237.000 krónur, þann hluta sem Herði bar að greiða skv. reglum Handknattleikssambands Íslands (HSÍ)“. Fyrir það fyrsta er hér um að ræða rangfærslu. Það var með verulegt óbragð í munni sem Hörður samþykkti að greiða Þór 170.000 kr. vegna ferðakostnaðarins. Áður hafði félagið greitt kostnað vegna dómara. Félagið hefur ekki greitt Þór 237þ eins og Þór segir í yfirlýsingu sinni. Þar er einfaldlega um ósannindi að ræða eins og áður úr þeim ranni. Frekari vitna er ekki þörf þar. "Þið vilduð ekki spila á Akureyri eða Blönduósi - gátuð sjálfum ykkur um kennt kom frá Þór." Rétt er að HSÍ brást ekki nægjanlega vel við svikum Þórs. Fyrir því getur Hörður ekki verið ábyrgur. En rétt er að taka það fram að hvergi kemur fram að HSÍ staðfesti að þeir hafi gert þetta rétt. Í yfirlýsingu HSÍ kemur fram að umrætt uppgjör rúmist innan reglna HSÍ. Ekki er vikið að því að HSÍ telji þetta sérstaklega vönduð vinnubrögð eða annað. Að Þór setji fram að forráðamenn Harðar og HSÍ hafi vitað með fyrirvara að flogið væri gerir að engu þá staðreynd að hvorki HSÍ né Hörður samþykktu umræddan kostnað. Aldrei óskuðu forráðamenn Þórs eftir samþykki fyrir því að fljúga eða setja kostnað uppúr öllu valdi. Það að ekki hafi verið rukkað in skiptir engu máli í þessu tilviki - þeir 50 áhorfendur sem voru á leiknum hefðu ekki gjörbreytt niðurstöðunni. Það er von okkar að árásum Þórs á litla félagið okkar linni. Akureyri Ísafjarðarbær Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Rukkaðir um 400 þúsund vegna ferðalags Þórs | "Hafið skömm fyrir“ Forráðamenn handknattleiksdeildar Harðar frá Ísafirði vanda kollegum sínum hjá Þór Akureyri ekki kveðjuna í pistli á Facebook-síðu sinni vegna máls sem tengist bikarleik liðanna í október. 13. febrúar 2020 07:00 Hörður greiddi Þórsurum rúmlega 230 þúsund krónur Talsverður hasar hefur verið í kringum uppgjör á bikarleik Harðar frá Ísafirði og Þórs frá Akureyri. Ísfirðingum upprunalega blöskraði reikningurinn frá Þórsurum. 26. febrúar 2020 13:30 Hörður og Þór sættast | HSÍ endurskoðar reglur Handknattleikssamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem það harmar umræðu um uppgjör ferðakostnaðar vegna bikarleiks Harðar og Þórs á Ísafirði í vetur. 15. febrúar 2020 14:49 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Yfirlýsing handknattleiksdeildar Þórs Akureyri fyrr í dag virðist hafa hleypt illu blóði í Harðarmenn á Ísafirði og sættirnar sem áttu að hafa orðið í deilu félaganna eru fyrir bí. Forsaga málsins er sú að Hörður og Þór mættust í bikarkeppni karla í vetur og var leikið á heimavelli Harðar á Ísafirði. Samkvæmt reglum HSÍ deildu félögin ferðakostnaði gestaliðsins en forráðamenn Harðar eru ósáttir við hve háan Þórsarar segja kostnaðinn hafa verið. Þórsarar flugu í leikinn og segja kostnaðinn við það hafa numið 600.000 krónum, en í yfirlýsingu Harðar segir að „altalað“ sé að flugfélagið Norlandair hafi styrkt Þór um flugið. Slíkt sé þó erfitt að fá staðfest. Þá eru forráðamenn Harðar ósáttir við að ekki skyldi reynt að halda ferðakostnaði sem lægstum.Félögin höfðu náð sáttum samkvæmt yfirlýsingu HSÍ fyrr í þessum mánuði, og sagði þar að málinu teldist lokið hjá báðum aðilum. Svo virðist hins vegar ekki vera en í yfirlýsingu Harðar í dag eru þung orð látin falla; „Það er von okkar að árásum Þórs á litla félagið okkar linni“. Yfirlýsingu Harðar má lesa í heild hér að neðan en félagið deilir meðal annars mynd til staðfestingar á því að það hafi greitt Þór 170.000 krónur vegna ferðakostnaðar. Þar segir einnig að vegna þessa máls sjái Hörður sér ekki fært að taka þátt í bikarkeppni HSÍ í framtíðinni.Yfirlýsing Harðar: Vegna yfirlýsingar Þórs Akureyri. Kæru vinir í íþróttahreyfingunni - deilið þessu sem víðast: Þór og Hörður höfðu gert með sér samkomulag um að tjá sig ekki frekar um þetta mál en eftir að Þór braut það samkomulag eins og það heiðursmannasamkomulag að notast ávallt við ódýrasta fararmáta í leiki þá er rétt að eftirfarandi komi fram: Þór er stórt lið á leið í úrvalsdeild. Vonandi gengur félaginu vel að fjármagna sig. Í íþróttahreyfingunni hafa menn treyst á hjálp frá hvor öðrum og reynt að vinna saman. Í þessu máli var því aldrei til að dreifa. Enginn ágreiningur hefur verið uppi um "stóra einkaflugsmál Þórs" af hálfu Harðar. Harðarmenn hafa staðið fastir á því að greiða ekki hlut í einkaflugi Þórs til Ísafjarðar en styrktaraðili Þórs - Norlandair á Akureyri flaug þeim til Ísafjarðar. Frá upphafi tilkynnti Hörður að félagið væri tilbúið að greiða helming af 24.300 á hvern aðila (sjá áætlun HSÍ fyrir ferðakostnað hér) fyrir 16 aðila. Það eru samtals 388.800 sem HSÍ hefur metið kostnað við svona leiki. Fyrsti reikningur Íþróttafélagsins Þórs til Harðar var rétt tæp 800.000 kr. Þór getur reynt að mótmæla því en staðreyndir málsins ljúga ekki. Hörður var því reiðubúinn að greiða 194.400 kr. Ekki meir. Enda nóg. Reikningurinn sem kom frá Norlandair var uppá tæplega 600.000 kr. með því sem það flugfélag kallaði 40% afslátt. Það er þeir vilja meina að styrktaraðili Þórs hafi með réttu átt að rukka 1.000.000 kr. fyrir flugið. Sá afsláttur er þó hvergi á reikningnum og altalað að flugfélagið hafi styrkt Þór um þetta flug. En slíkt er erfitt að fá staðfest. Þannig geti liðið nýtt sér fjárframlag Harðar í sinn eigin rekstur. Til að reyna að finna lausn á málinu voru forráðamenn Harðar tilbúnir að sýna vinahót en áfram halda forráðamenn Þórs að sverta Hörð. Hvetur Hörður önnur lið til að skoða ferðakostnað sinn gagnvart Þór í bikarkeppni afar vel. Vegna þessa máls mun Hörður ekki geta tekið þátt í bikarkeppni HSÍ í framtíðinni. Auk fyrrgreinds rukkaði Þór Hörð fyrir "áætlaða" áhorfendur um 80.000 kr. Þá er ótalinn kostnaður af dómurum og bílaleigubíl. Enn fremur greiddi Hörður fyrir annan kostnað vegna leiksins. Allt í allt var kostnaður leiksins því um 800.000 kr. Þetta er áhugamannahandbolti og kostnaðurinn við þennan leik var 800.000 kr. Eru mörg lið í neðstu deildum íþróttamóta hér á landi sem ráða við svoleiðis kostnað fyrir einn leik? Þór segir í yfirlýsingu sinni: „Uppgjöri er nú lokið í fullri sátt og Þór hefur fengið greiddar 237.000 krónur, þann hluta sem Herði bar að greiða skv. reglum Handknattleikssambands Íslands (HSÍ)“. Fyrir það fyrsta er hér um að ræða rangfærslu. Það var með verulegt óbragð í munni sem Hörður samþykkti að greiða Þór 170.000 kr. vegna ferðakostnaðarins. Áður hafði félagið greitt kostnað vegna dómara. Félagið hefur ekki greitt Þór 237þ eins og Þór segir í yfirlýsingu sinni. Þar er einfaldlega um ósannindi að ræða eins og áður úr þeim ranni. Frekari vitna er ekki þörf þar. "Þið vilduð ekki spila á Akureyri eða Blönduósi - gátuð sjálfum ykkur um kennt kom frá Þór." Rétt er að HSÍ brást ekki nægjanlega vel við svikum Þórs. Fyrir því getur Hörður ekki verið ábyrgur. En rétt er að taka það fram að hvergi kemur fram að HSÍ staðfesti að þeir hafi gert þetta rétt. Í yfirlýsingu HSÍ kemur fram að umrætt uppgjör rúmist innan reglna HSÍ. Ekki er vikið að því að HSÍ telji þetta sérstaklega vönduð vinnubrögð eða annað. Að Þór setji fram að forráðamenn Harðar og HSÍ hafi vitað með fyrirvara að flogið væri gerir að engu þá staðreynd að hvorki HSÍ né Hörður samþykktu umræddan kostnað. Aldrei óskuðu forráðamenn Þórs eftir samþykki fyrir því að fljúga eða setja kostnað uppúr öllu valdi. Það að ekki hafi verið rukkað in skiptir engu máli í þessu tilviki - þeir 50 áhorfendur sem voru á leiknum hefðu ekki gjörbreytt niðurstöðunni. Það er von okkar að árásum Þórs á litla félagið okkar linni.
Akureyri Ísafjarðarbær Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Rukkaðir um 400 þúsund vegna ferðalags Þórs | "Hafið skömm fyrir“ Forráðamenn handknattleiksdeildar Harðar frá Ísafirði vanda kollegum sínum hjá Þór Akureyri ekki kveðjuna í pistli á Facebook-síðu sinni vegna máls sem tengist bikarleik liðanna í október. 13. febrúar 2020 07:00 Hörður greiddi Þórsurum rúmlega 230 þúsund krónur Talsverður hasar hefur verið í kringum uppgjör á bikarleik Harðar frá Ísafirði og Þórs frá Akureyri. Ísfirðingum upprunalega blöskraði reikningurinn frá Þórsurum. 26. febrúar 2020 13:30 Hörður og Þór sættast | HSÍ endurskoðar reglur Handknattleikssamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem það harmar umræðu um uppgjör ferðakostnaðar vegna bikarleiks Harðar og Þórs á Ísafirði í vetur. 15. febrúar 2020 14:49 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Rukkaðir um 400 þúsund vegna ferðalags Þórs | "Hafið skömm fyrir“ Forráðamenn handknattleiksdeildar Harðar frá Ísafirði vanda kollegum sínum hjá Þór Akureyri ekki kveðjuna í pistli á Facebook-síðu sinni vegna máls sem tengist bikarleik liðanna í október. 13. febrúar 2020 07:00
Hörður greiddi Þórsurum rúmlega 230 þúsund krónur Talsverður hasar hefur verið í kringum uppgjör á bikarleik Harðar frá Ísafirði og Þórs frá Akureyri. Ísfirðingum upprunalega blöskraði reikningurinn frá Þórsurum. 26. febrúar 2020 13:30
Hörður og Þór sættast | HSÍ endurskoðar reglur Handknattleikssamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem það harmar umræðu um uppgjör ferðakostnaðar vegna bikarleiks Harðar og Þórs á Ísafirði í vetur. 15. febrúar 2020 14:49