Yfirlýsing Harðar: Altalað að flugfélagið hafi styrkt Þór Sindri Sverrisson skrifar 26. febrúar 2020 23:30 Hörður leikur í 2. deild karla en tók einnig þátt í bikarkeppninni í vetur. Facebook/@hordur.isafjordur Yfirlýsing handknattleiksdeildar Þórs Akureyri fyrr í dag virðist hafa hleypt illu blóði í Harðarmenn á Ísafirði og sættirnar sem áttu að hafa orðið í deilu félaganna eru fyrir bí. Forsaga málsins er sú að Hörður og Þór mættust í bikarkeppni karla í vetur og var leikið á heimavelli Harðar á Ísafirði. Samkvæmt reglum HSÍ deildu félögin ferðakostnaði gestaliðsins en forráðamenn Harðar eru ósáttir við hve háan Þórsarar segja kostnaðinn hafa verið. Þórsarar flugu í leikinn og segja kostnaðinn við það hafa numið 600.000 krónum, en í yfirlýsingu Harðar segir að „altalað“ sé að flugfélagið Norlandair hafi styrkt Þór um flugið. Slíkt sé þó erfitt að fá staðfest. Þá eru forráðamenn Harðar ósáttir við að ekki skyldi reynt að halda ferðakostnaði sem lægstum.Félögin höfðu náð sáttum samkvæmt yfirlýsingu HSÍ fyrr í þessum mánuði, og sagði þar að málinu teldist lokið hjá báðum aðilum. Svo virðist hins vegar ekki vera en í yfirlýsingu Harðar í dag eru þung orð látin falla; „Það er von okkar að árásum Þórs á litla félagið okkar linni“. Yfirlýsingu Harðar má lesa í heild hér að neðan en félagið deilir meðal annars mynd til staðfestingar á því að það hafi greitt Þór 170.000 krónur vegna ferðakostnaðar. Þar segir einnig að vegna þessa máls sjái Hörður sér ekki fært að taka þátt í bikarkeppni HSÍ í framtíðinni.Yfirlýsing Harðar: Vegna yfirlýsingar Þórs Akureyri. Kæru vinir í íþróttahreyfingunni - deilið þessu sem víðast: Þór og Hörður höfðu gert með sér samkomulag um að tjá sig ekki frekar um þetta mál en eftir að Þór braut það samkomulag eins og það heiðursmannasamkomulag að notast ávallt við ódýrasta fararmáta í leiki þá er rétt að eftirfarandi komi fram: Þór er stórt lið á leið í úrvalsdeild. Vonandi gengur félaginu vel að fjármagna sig. Í íþróttahreyfingunni hafa menn treyst á hjálp frá hvor öðrum og reynt að vinna saman. Í þessu máli var því aldrei til að dreifa. Enginn ágreiningur hefur verið uppi um "stóra einkaflugsmál Þórs" af hálfu Harðar. Harðarmenn hafa staðið fastir á því að greiða ekki hlut í einkaflugi Þórs til Ísafjarðar en styrktaraðili Þórs - Norlandair á Akureyri flaug þeim til Ísafjarðar. Frá upphafi tilkynnti Hörður að félagið væri tilbúið að greiða helming af 24.300 á hvern aðila (sjá áætlun HSÍ fyrir ferðakostnað hér) fyrir 16 aðila. Það eru samtals 388.800 sem HSÍ hefur metið kostnað við svona leiki. Fyrsti reikningur Íþróttafélagsins Þórs til Harðar var rétt tæp 800.000 kr. Þór getur reynt að mótmæla því en staðreyndir málsins ljúga ekki. Hörður var því reiðubúinn að greiða 194.400 kr. Ekki meir. Enda nóg. Reikningurinn sem kom frá Norlandair var uppá tæplega 600.000 kr. með því sem það flugfélag kallaði 40% afslátt. Það er þeir vilja meina að styrktaraðili Þórs hafi með réttu átt að rukka 1.000.000 kr. fyrir flugið. Sá afsláttur er þó hvergi á reikningnum og altalað að flugfélagið hafi styrkt Þór um þetta flug. En slíkt er erfitt að fá staðfest. Þannig geti liðið nýtt sér fjárframlag Harðar í sinn eigin rekstur. Til að reyna að finna lausn á málinu voru forráðamenn Harðar tilbúnir að sýna vinahót en áfram halda forráðamenn Þórs að sverta Hörð. Hvetur Hörður önnur lið til að skoða ferðakostnað sinn gagnvart Þór í bikarkeppni afar vel. Vegna þessa máls mun Hörður ekki geta tekið þátt í bikarkeppni HSÍ í framtíðinni. Auk fyrrgreinds rukkaði Þór Hörð fyrir "áætlaða" áhorfendur um 80.000 kr. Þá er ótalinn kostnaður af dómurum og bílaleigubíl. Enn fremur greiddi Hörður fyrir annan kostnað vegna leiksins. Allt í allt var kostnaður leiksins því um 800.000 kr. Þetta er áhugamannahandbolti og kostnaðurinn við þennan leik var 800.000 kr. Eru mörg lið í neðstu deildum íþróttamóta hér á landi sem ráða við svoleiðis kostnað fyrir einn leik? Þór segir í yfirlýsingu sinni: „Uppgjöri er nú lokið í fullri sátt og Þór hefur fengið greiddar 237.000 krónur, þann hluta sem Herði bar að greiða skv. reglum Handknattleikssambands Íslands (HSÍ)“. Fyrir það fyrsta er hér um að ræða rangfærslu. Það var með verulegt óbragð í munni sem Hörður samþykkti að greiða Þór 170.000 kr. vegna ferðakostnaðarins. Áður hafði félagið greitt kostnað vegna dómara. Félagið hefur ekki greitt Þór 237þ eins og Þór segir í yfirlýsingu sinni. Þar er einfaldlega um ósannindi að ræða eins og áður úr þeim ranni. Frekari vitna er ekki þörf þar. "Þið vilduð ekki spila á Akureyri eða Blönduósi - gátuð sjálfum ykkur um kennt kom frá Þór." Rétt er að HSÍ brást ekki nægjanlega vel við svikum Þórs. Fyrir því getur Hörður ekki verið ábyrgur. En rétt er að taka það fram að hvergi kemur fram að HSÍ staðfesti að þeir hafi gert þetta rétt. Í yfirlýsingu HSÍ kemur fram að umrætt uppgjör rúmist innan reglna HSÍ. Ekki er vikið að því að HSÍ telji þetta sérstaklega vönduð vinnubrögð eða annað. Að Þór setji fram að forráðamenn Harðar og HSÍ hafi vitað með fyrirvara að flogið væri gerir að engu þá staðreynd að hvorki HSÍ né Hörður samþykktu umræddan kostnað. Aldrei óskuðu forráðamenn Þórs eftir samþykki fyrir því að fljúga eða setja kostnað uppúr öllu valdi. Það að ekki hafi verið rukkað in skiptir engu máli í þessu tilviki - þeir 50 áhorfendur sem voru á leiknum hefðu ekki gjörbreytt niðurstöðunni. Það er von okkar að árásum Þórs á litla félagið okkar linni. Akureyri Ísafjarðarbær Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Rukkaðir um 400 þúsund vegna ferðalags Þórs | "Hafið skömm fyrir“ Forráðamenn handknattleiksdeildar Harðar frá Ísafirði vanda kollegum sínum hjá Þór Akureyri ekki kveðjuna í pistli á Facebook-síðu sinni vegna máls sem tengist bikarleik liðanna í október. 13. febrúar 2020 07:00 Hörður greiddi Þórsurum rúmlega 230 þúsund krónur Talsverður hasar hefur verið í kringum uppgjör á bikarleik Harðar frá Ísafirði og Þórs frá Akureyri. Ísfirðingum upprunalega blöskraði reikningurinn frá Þórsurum. 26. febrúar 2020 13:30 Hörður og Þór sættast | HSÍ endurskoðar reglur Handknattleikssamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem það harmar umræðu um uppgjör ferðakostnaðar vegna bikarleiks Harðar og Þórs á Ísafirði í vetur. 15. febrúar 2020 14:49 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Yfirlýsing handknattleiksdeildar Þórs Akureyri fyrr í dag virðist hafa hleypt illu blóði í Harðarmenn á Ísafirði og sættirnar sem áttu að hafa orðið í deilu félaganna eru fyrir bí. Forsaga málsins er sú að Hörður og Þór mættust í bikarkeppni karla í vetur og var leikið á heimavelli Harðar á Ísafirði. Samkvæmt reglum HSÍ deildu félögin ferðakostnaði gestaliðsins en forráðamenn Harðar eru ósáttir við hve háan Þórsarar segja kostnaðinn hafa verið. Þórsarar flugu í leikinn og segja kostnaðinn við það hafa numið 600.000 krónum, en í yfirlýsingu Harðar segir að „altalað“ sé að flugfélagið Norlandair hafi styrkt Þór um flugið. Slíkt sé þó erfitt að fá staðfest. Þá eru forráðamenn Harðar ósáttir við að ekki skyldi reynt að halda ferðakostnaði sem lægstum.Félögin höfðu náð sáttum samkvæmt yfirlýsingu HSÍ fyrr í þessum mánuði, og sagði þar að málinu teldist lokið hjá báðum aðilum. Svo virðist hins vegar ekki vera en í yfirlýsingu Harðar í dag eru þung orð látin falla; „Það er von okkar að árásum Þórs á litla félagið okkar linni“. Yfirlýsingu Harðar má lesa í heild hér að neðan en félagið deilir meðal annars mynd til staðfestingar á því að það hafi greitt Þór 170.000 krónur vegna ferðakostnaðar. Þar segir einnig að vegna þessa máls sjái Hörður sér ekki fært að taka þátt í bikarkeppni HSÍ í framtíðinni.Yfirlýsing Harðar: Vegna yfirlýsingar Þórs Akureyri. Kæru vinir í íþróttahreyfingunni - deilið þessu sem víðast: Þór og Hörður höfðu gert með sér samkomulag um að tjá sig ekki frekar um þetta mál en eftir að Þór braut það samkomulag eins og það heiðursmannasamkomulag að notast ávallt við ódýrasta fararmáta í leiki þá er rétt að eftirfarandi komi fram: Þór er stórt lið á leið í úrvalsdeild. Vonandi gengur félaginu vel að fjármagna sig. Í íþróttahreyfingunni hafa menn treyst á hjálp frá hvor öðrum og reynt að vinna saman. Í þessu máli var því aldrei til að dreifa. Enginn ágreiningur hefur verið uppi um "stóra einkaflugsmál Þórs" af hálfu Harðar. Harðarmenn hafa staðið fastir á því að greiða ekki hlut í einkaflugi Þórs til Ísafjarðar en styrktaraðili Þórs - Norlandair á Akureyri flaug þeim til Ísafjarðar. Frá upphafi tilkynnti Hörður að félagið væri tilbúið að greiða helming af 24.300 á hvern aðila (sjá áætlun HSÍ fyrir ferðakostnað hér) fyrir 16 aðila. Það eru samtals 388.800 sem HSÍ hefur metið kostnað við svona leiki. Fyrsti reikningur Íþróttafélagsins Þórs til Harðar var rétt tæp 800.000 kr. Þór getur reynt að mótmæla því en staðreyndir málsins ljúga ekki. Hörður var því reiðubúinn að greiða 194.400 kr. Ekki meir. Enda nóg. Reikningurinn sem kom frá Norlandair var uppá tæplega 600.000 kr. með því sem það flugfélag kallaði 40% afslátt. Það er þeir vilja meina að styrktaraðili Þórs hafi með réttu átt að rukka 1.000.000 kr. fyrir flugið. Sá afsláttur er þó hvergi á reikningnum og altalað að flugfélagið hafi styrkt Þór um þetta flug. En slíkt er erfitt að fá staðfest. Þannig geti liðið nýtt sér fjárframlag Harðar í sinn eigin rekstur. Til að reyna að finna lausn á málinu voru forráðamenn Harðar tilbúnir að sýna vinahót en áfram halda forráðamenn Þórs að sverta Hörð. Hvetur Hörður önnur lið til að skoða ferðakostnað sinn gagnvart Þór í bikarkeppni afar vel. Vegna þessa máls mun Hörður ekki geta tekið þátt í bikarkeppni HSÍ í framtíðinni. Auk fyrrgreinds rukkaði Þór Hörð fyrir "áætlaða" áhorfendur um 80.000 kr. Þá er ótalinn kostnaður af dómurum og bílaleigubíl. Enn fremur greiddi Hörður fyrir annan kostnað vegna leiksins. Allt í allt var kostnaður leiksins því um 800.000 kr. Þetta er áhugamannahandbolti og kostnaðurinn við þennan leik var 800.000 kr. Eru mörg lið í neðstu deildum íþróttamóta hér á landi sem ráða við svoleiðis kostnað fyrir einn leik? Þór segir í yfirlýsingu sinni: „Uppgjöri er nú lokið í fullri sátt og Þór hefur fengið greiddar 237.000 krónur, þann hluta sem Herði bar að greiða skv. reglum Handknattleikssambands Íslands (HSÍ)“. Fyrir það fyrsta er hér um að ræða rangfærslu. Það var með verulegt óbragð í munni sem Hörður samþykkti að greiða Þór 170.000 kr. vegna ferðakostnaðarins. Áður hafði félagið greitt kostnað vegna dómara. Félagið hefur ekki greitt Þór 237þ eins og Þór segir í yfirlýsingu sinni. Þar er einfaldlega um ósannindi að ræða eins og áður úr þeim ranni. Frekari vitna er ekki þörf þar. "Þið vilduð ekki spila á Akureyri eða Blönduósi - gátuð sjálfum ykkur um kennt kom frá Þór." Rétt er að HSÍ brást ekki nægjanlega vel við svikum Þórs. Fyrir því getur Hörður ekki verið ábyrgur. En rétt er að taka það fram að hvergi kemur fram að HSÍ staðfesti að þeir hafi gert þetta rétt. Í yfirlýsingu HSÍ kemur fram að umrætt uppgjör rúmist innan reglna HSÍ. Ekki er vikið að því að HSÍ telji þetta sérstaklega vönduð vinnubrögð eða annað. Að Þór setji fram að forráðamenn Harðar og HSÍ hafi vitað með fyrirvara að flogið væri gerir að engu þá staðreynd að hvorki HSÍ né Hörður samþykktu umræddan kostnað. Aldrei óskuðu forráðamenn Þórs eftir samþykki fyrir því að fljúga eða setja kostnað uppúr öllu valdi. Það að ekki hafi verið rukkað in skiptir engu máli í þessu tilviki - þeir 50 áhorfendur sem voru á leiknum hefðu ekki gjörbreytt niðurstöðunni. Það er von okkar að árásum Þórs á litla félagið okkar linni.
Akureyri Ísafjarðarbær Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Rukkaðir um 400 þúsund vegna ferðalags Þórs | "Hafið skömm fyrir“ Forráðamenn handknattleiksdeildar Harðar frá Ísafirði vanda kollegum sínum hjá Þór Akureyri ekki kveðjuna í pistli á Facebook-síðu sinni vegna máls sem tengist bikarleik liðanna í október. 13. febrúar 2020 07:00 Hörður greiddi Þórsurum rúmlega 230 þúsund krónur Talsverður hasar hefur verið í kringum uppgjör á bikarleik Harðar frá Ísafirði og Þórs frá Akureyri. Ísfirðingum upprunalega blöskraði reikningurinn frá Þórsurum. 26. febrúar 2020 13:30 Hörður og Þór sættast | HSÍ endurskoðar reglur Handknattleikssamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem það harmar umræðu um uppgjör ferðakostnaðar vegna bikarleiks Harðar og Þórs á Ísafirði í vetur. 15. febrúar 2020 14:49 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Rukkaðir um 400 þúsund vegna ferðalags Þórs | "Hafið skömm fyrir“ Forráðamenn handknattleiksdeildar Harðar frá Ísafirði vanda kollegum sínum hjá Þór Akureyri ekki kveðjuna í pistli á Facebook-síðu sinni vegna máls sem tengist bikarleik liðanna í október. 13. febrúar 2020 07:00
Hörður greiddi Þórsurum rúmlega 230 þúsund krónur Talsverður hasar hefur verið í kringum uppgjör á bikarleik Harðar frá Ísafirði og Þórs frá Akureyri. Ísfirðingum upprunalega blöskraði reikningurinn frá Þórsurum. 26. febrúar 2020 13:30
Hörður og Þór sættast | HSÍ endurskoðar reglur Handknattleikssamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem það harmar umræðu um uppgjör ferðakostnaðar vegna bikarleiks Harðar og Þórs á Ísafirði í vetur. 15. febrúar 2020 14:49
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti