Gagnrýndi veru Venesúela í mannréttindaráðinu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. febrúar 2020 19:00 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra gagnrýndi veru Venesúela í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í ávarpi sínu þar í gær. Hann segir áherslum Íslands hafa verið vel tekið. Ráðherra segist hafa lagt áherslu á það í ávarpi sínu til dæmis að ríkin í ráðinu þurfi að setja gott fordæmi, líkt og Ísland hefur áður krafist. „Ég nefndi sérstaklega Venesúela sem var verið að kjósa í ráðið núna en er svo sannarlega ekki á réttum stað þegar mannréttindi eru annars vegar. Síðan lagði ég áherslu á réttindi þess fólks sem við höfum sérstaklega tekið fyrir, þá sérstaklega réttindi hinsegin fólks.“ Guðlaugur segir að áherslur Íslands fái almennt góð viðbrögð hjá þeim ríkjum sem við berum okkur saman við sem og mannréttindasamtökum. „Síðan vitum við það og þekkjum það að þeir sem verða fyrir gagnrýninni þeir taka því ekki alltaf vel.“ Ísland kom inn í mannréttindaráðið á sínum tíma eftir úrsögn Bandaríkjanna, sem höfðu þá gagnrýnt skort á skilvirkni, meinta andstöðu ráðsins við Ísrael og það að ríkin í ráðinu setji sum slæmt fordæmi. Guðlaugur segir skilvirknina hafa aukist á meðan Ísland sat í ráðinu. „Í fyrsta skipti eru tekin fyrir til dæmis málefni Sádi-Arabíu með þeim hætti sem gert var. Og það var að okkar frumkvæði. Þannig það má segja að það hafi mjakast hvað það varðar.“ Guðlaugur fundaði með mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna um væntanlega skýrslu um stöðu mannréttinda á Filippseyjum, sem er unnin í samræmi við ályktun Íslands sem olli miklu fjaðrafoki í fyrra. Hann segir að vonandi beri gagnrýni Íslands og annarra ríkja árangur. Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra gagnrýndi veru Venesúela í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna í ávarpi sínu þar í gær. Hann segir áherslum Íslands hafa verið vel tekið. Ráðherra segist hafa lagt áherslu á það í ávarpi sínu til dæmis að ríkin í ráðinu þurfi að setja gott fordæmi, líkt og Ísland hefur áður krafist. „Ég nefndi sérstaklega Venesúela sem var verið að kjósa í ráðið núna en er svo sannarlega ekki á réttum stað þegar mannréttindi eru annars vegar. Síðan lagði ég áherslu á réttindi þess fólks sem við höfum sérstaklega tekið fyrir, þá sérstaklega réttindi hinsegin fólks.“ Guðlaugur segir að áherslur Íslands fái almennt góð viðbrögð hjá þeim ríkjum sem við berum okkur saman við sem og mannréttindasamtökum. „Síðan vitum við það og þekkjum það að þeir sem verða fyrir gagnrýninni þeir taka því ekki alltaf vel.“ Ísland kom inn í mannréttindaráðið á sínum tíma eftir úrsögn Bandaríkjanna, sem höfðu þá gagnrýnt skort á skilvirkni, meinta andstöðu ráðsins við Ísrael og það að ríkin í ráðinu setji sum slæmt fordæmi. Guðlaugur segir skilvirknina hafa aukist á meðan Ísland sat í ráðinu. „Í fyrsta skipti eru tekin fyrir til dæmis málefni Sádi-Arabíu með þeim hætti sem gert var. Og það var að okkar frumkvæði. Þannig það má segja að það hafi mjakast hvað það varðar.“ Guðlaugur fundaði með mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna um væntanlega skýrslu um stöðu mannréttinda á Filippseyjum, sem er unnin í samræmi við ályktun Íslands sem olli miklu fjaðrafoki í fyrra. Hann segir að vonandi beri gagnrýni Íslands og annarra ríkja árangur.
Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira