Þingsályktun er varðar Parísarsamkomulagið í þrjá mánuði hjá utanríkismálanefnd Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. febrúar 2020 17:45 Formaður utanríkismálanefndar á von á því að málið verði afgreitt úr nefndinni á mánudaginn. Vísir/Hanna Þingsályktunartillaga sem snýr að samkomulagi vegna samflots Íslands, Noregs og Evrópusambandsríkja í tengslum við Parísarsamninginn um aðgerðir í loftslagsmálum hefur legið hjá utanríkismálanefnd í tæpa þrjá mánuði. Þetta er eina tillagan af þeim fjórtán sem komið hafa frá utanríkisráðherra á þessum þingvetri sem ekki hefur verið afgreidd úr nefndinni. Formaður nefndarinnar kveðst eiga von á því að málið verði afgreitt úr nefnd á mánudaginn. Ekkert athugavert sé við málsmeðferðarhraðann. Um er að ræða staðfestingu á ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar sem varðar sameiginlegar efndir Íslands og fyrrnefndra ríkja samkvæmt Parísarsamningnum fyrir árin 2021-2030. Íslensk stjórnvöld tilkynntu árið 2015 að þau hygðust taka þátt í sameiginlegu markmiði ESB og Noregs um 40% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun fyrir árið 2030 miðað við losun árið 1990 gagnvart Parísarsamkomulaginu sem var undirritað það ár.Sjá einnig: Samstarf Íslands við ESB í loftslagsmálum inn í EES-samninginnÞingsályktunartillögunni var útbýtt á Alþingi þann 12. nóvember og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra mælti fyrir henni 2. desember. Málið gekk til utanríkismálanefndar þann sama dag. Málið var ekki formlega á dagskrá nefndarfundar fyrr en fyrst þann 20. janúar, síðan 22. janúar og svo á fundi nefndarinnar í morgun. Málið er enn óafgreitt úr nefndinni en á mánudaginn verða liðnir þrír mánuðir síðan málið gekk til nefndarinnar að lokinni fyrstu umræðu. Rétt er þó að taka fram að Alþingi fór í jólafrí þann 17. desember og þingnefndir hófu störf að nýju þann 14. janúar. Lausleg athugun fréttastofu leiðir þó í ljós að ekkert annað mál frá utanríkisráðherra hafi beðið jafn lengi í nefndinni á þessum þingvetri. Sigríður Á. Andersen er formaður utanríkismálanefndar.Vísir/Sigríður Samkvæmt heimildum fréttastofu er þungt hljóð í nokkrum þingmönnum nefndarinnar og Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður nefndarinnar, sögð fara eigin leiðir og reyna að tefja afgreiðslu málsins. Sömuleiðis eru Norðmenn sagðir vera farnir að spyrjast fyrir um stöðuna. Ekki hefðbundið EES-mál Í samtali við fréttastofu segir Sigríður ekkert óhefðbundið við afgreiðslu málsins. Þetta sé mál sem ekki hafi legið á að afgreiða en hún geri ráð fyrir að það verði klárað á mánudaginn. Þá bendir hún á að ekki sé um hefðbundna EES-gerð að ræða sem Ísland sé skuldbundið til að taka upp í gegnum EES-samningin á borð við gerðir sem varða fjórfrelsið svokallaða. Ákveðið hafi verið að fella samkomulag um samflot inn í bókun 31 við EES-samninginn sem varðar samvinnu á sérstökum sviðum utan marka fjórþætta frelsisins. Nefndarmenn hafa fengið send drög að nefndaráliti. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og 2. varaformaður utanríkismálanefndar, segir drögin á þá leið að hann myndi aldrei samþykkja þau óbreytt. Hann styðji þó þingsályktunartillöguna sem slíka og hefði viljað að hún væri afgreidd fyrr. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er 2. varaformaður utanríkismálanefndar.Vísir/Vilhelm Í þessu sambandi segir Loga það, að sínu mati, vera að koma æ skýrar í ljós að stjórnarflokkarnir séu „svo ólíkir og ósamstæðir,“ að það verði til þess að sum mál komi seint fram og það gangi hægt að koma þeim í gegn. „Það er orðið munstur að stjórnarflokkanir séu ósamstíga í málum og tefji hver fyrir öðrum,“ segir Logi. Í þessu tilfelli er þó þannig í pottinn búið að það er utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins sem flytur málið. Líkt og áður segir er formaður nefndarinnar úr sama flokki en varaformaður er Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa kvartað yfir því að stjórnarmál hafi skilað sér hægt inn til þingsins. Forseti Alþingis tók undir það í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að mál hafi borist hægar inn til þingsins en æskilegt væri. Sömuleiðis hafi mál verið að skila sér seint frá þingnefndum. Alþingi Loftslagsmál Utanríkismál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Þingsályktunartillaga sem snýr að samkomulagi vegna samflots Íslands, Noregs og Evrópusambandsríkja í tengslum við Parísarsamninginn um aðgerðir í loftslagsmálum hefur legið hjá utanríkismálanefnd í tæpa þrjá mánuði. Þetta er eina tillagan af þeim fjórtán sem komið hafa frá utanríkisráðherra á þessum þingvetri sem ekki hefur verið afgreidd úr nefndinni. Formaður nefndarinnar kveðst eiga von á því að málið verði afgreitt úr nefnd á mánudaginn. Ekkert athugavert sé við málsmeðferðarhraðann. Um er að ræða staðfestingu á ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar sem varðar sameiginlegar efndir Íslands og fyrrnefndra ríkja samkvæmt Parísarsamningnum fyrir árin 2021-2030. Íslensk stjórnvöld tilkynntu árið 2015 að þau hygðust taka þátt í sameiginlegu markmiði ESB og Noregs um 40% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun fyrir árið 2030 miðað við losun árið 1990 gagnvart Parísarsamkomulaginu sem var undirritað það ár.Sjá einnig: Samstarf Íslands við ESB í loftslagsmálum inn í EES-samninginnÞingsályktunartillögunni var útbýtt á Alþingi þann 12. nóvember og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra mælti fyrir henni 2. desember. Málið gekk til utanríkismálanefndar þann sama dag. Málið var ekki formlega á dagskrá nefndarfundar fyrr en fyrst þann 20. janúar, síðan 22. janúar og svo á fundi nefndarinnar í morgun. Málið er enn óafgreitt úr nefndinni en á mánudaginn verða liðnir þrír mánuðir síðan málið gekk til nefndarinnar að lokinni fyrstu umræðu. Rétt er þó að taka fram að Alþingi fór í jólafrí þann 17. desember og þingnefndir hófu störf að nýju þann 14. janúar. Lausleg athugun fréttastofu leiðir þó í ljós að ekkert annað mál frá utanríkisráðherra hafi beðið jafn lengi í nefndinni á þessum þingvetri. Sigríður Á. Andersen er formaður utanríkismálanefndar.Vísir/Sigríður Samkvæmt heimildum fréttastofu er þungt hljóð í nokkrum þingmönnum nefndarinnar og Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður nefndarinnar, sögð fara eigin leiðir og reyna að tefja afgreiðslu málsins. Sömuleiðis eru Norðmenn sagðir vera farnir að spyrjast fyrir um stöðuna. Ekki hefðbundið EES-mál Í samtali við fréttastofu segir Sigríður ekkert óhefðbundið við afgreiðslu málsins. Þetta sé mál sem ekki hafi legið á að afgreiða en hún geri ráð fyrir að það verði klárað á mánudaginn. Þá bendir hún á að ekki sé um hefðbundna EES-gerð að ræða sem Ísland sé skuldbundið til að taka upp í gegnum EES-samningin á borð við gerðir sem varða fjórfrelsið svokallaða. Ákveðið hafi verið að fella samkomulag um samflot inn í bókun 31 við EES-samninginn sem varðar samvinnu á sérstökum sviðum utan marka fjórþætta frelsisins. Nefndarmenn hafa fengið send drög að nefndaráliti. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og 2. varaformaður utanríkismálanefndar, segir drögin á þá leið að hann myndi aldrei samþykkja þau óbreytt. Hann styðji þó þingsályktunartillöguna sem slíka og hefði viljað að hún væri afgreidd fyrr. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, er 2. varaformaður utanríkismálanefndar.Vísir/Vilhelm Í þessu sambandi segir Loga það, að sínu mati, vera að koma æ skýrar í ljós að stjórnarflokkarnir séu „svo ólíkir og ósamstæðir,“ að það verði til þess að sum mál komi seint fram og það gangi hægt að koma þeim í gegn. „Það er orðið munstur að stjórnarflokkanir séu ósamstíga í málum og tefji hver fyrir öðrum,“ segir Logi. Í þessu tilfelli er þó þannig í pottinn búið að það er utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins sem flytur málið. Líkt og áður segir er formaður nefndarinnar úr sama flokki en varaformaður er Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa kvartað yfir því að stjórnarmál hafi skilað sér hægt inn til þingsins. Forseti Alþingis tók undir það í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að mál hafi borist hægar inn til þingsins en æskilegt væri. Sömuleiðis hafi mál verið að skila sér seint frá þingnefndum.
Alþingi Loftslagsmál Utanríkismál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent