Guðmundur tekur við Melsungen Sindri Sverrisson skrifar 26. febrúar 2020 17:08 Guðmundur Guðmundsson er öllum hnútum kunnugur í þýsku 1. deildinni. vísir/epa Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, hefur verið ráðinn þjálfari Melsungen í Þýskalandi. Guðmundur er ráðinn til loka yfirstandandi leiktíðar en ef gagnkvæmur vilji er til þess þá er möguleiki á að hann geri svo samning til lengri tíma. Guðmundur mun áfram stýra íslenska landsliðinu samhliða nýja starfinu. Í yfirlýsingu frá HSÍ segir að Guðmundur hafi verið í samráði við sambandið allt frá því að viðræður við Melsungen hófust og að nýja starfið muni engin áhrif hafa á störf Guðmundar sem landsliðsþjálfari. Melsungen er sem stendur í 7. sæti efstu deildar Þýskalands með 28 stig eftir 23 leiki. Félagið greindi frá því í gær að Heiko Grimm hefði verið sagt upp störfum og að leit væri hafin að arftaka hans. „Okkur tókst að ráða reyndan þjálfara sem er vel þekktur í deildinni og með frábæran feril sem landsliðsþjálfari,“ sagði í yfirlýsingu Melsungen. Guðmundur þjálfaði síðast í Þýskalandi þegar hann stýrði Rhein-Neckar Löwen á árunum 2010-2014, en undir hans stjórn vann liðið EHF-keppnina árið 2013. Síðan þá hefur Guðmundur þjálfað landslið, fyrst Danmörku sem hann gerði að Ólympíumeistara 2016, svo Barein og loks Íslands frá árinu 2018. Axel Geerken, stjórnarmaður hjá Melsungen, segir að Guðmundur hafi ekki verið lengi að taka ákvörðun þegar til hans var leitað: „Hann var mjög ánægður með þetta og ákvað sig nánast á stundinni. Melsungen væri með spennandi hóp sem enn getur afrekað eitthvað á þessu tímabili. Hann hlakkaði til að snúa aftur í þýsku deildina,“ sagði Geerken í yfirlýsingu Melsungen. „Það er alls ekki sjálfgefið að fá þjálfara í þessum klassa. Sérstaklega á svona skömmum tíma. Það var auðvitað viss heppni fólgin í því. Við erum þeim mun ánægðari með afstöðu Guðmundar og vilja til að byrja með liðið á laugardaginn,“ sagði Geerken. Guðmundur verður formlega kynntur til leiks hjá Melsungen á blaðamannafundi á föstudaginn. Hann mun fylgjast með leik liðsins við Bergischer annað kvöld í sjónvarpi en Melsungen tekur svo á móti Bjerringbro-Silkeborg í EHF-keppninni á laugardagskvöld. Þýski handboltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, hefur verið ráðinn þjálfari Melsungen í Þýskalandi. Guðmundur er ráðinn til loka yfirstandandi leiktíðar en ef gagnkvæmur vilji er til þess þá er möguleiki á að hann geri svo samning til lengri tíma. Guðmundur mun áfram stýra íslenska landsliðinu samhliða nýja starfinu. Í yfirlýsingu frá HSÍ segir að Guðmundur hafi verið í samráði við sambandið allt frá því að viðræður við Melsungen hófust og að nýja starfið muni engin áhrif hafa á störf Guðmundar sem landsliðsþjálfari. Melsungen er sem stendur í 7. sæti efstu deildar Þýskalands með 28 stig eftir 23 leiki. Félagið greindi frá því í gær að Heiko Grimm hefði verið sagt upp störfum og að leit væri hafin að arftaka hans. „Okkur tókst að ráða reyndan þjálfara sem er vel þekktur í deildinni og með frábæran feril sem landsliðsþjálfari,“ sagði í yfirlýsingu Melsungen. Guðmundur þjálfaði síðast í Þýskalandi þegar hann stýrði Rhein-Neckar Löwen á árunum 2010-2014, en undir hans stjórn vann liðið EHF-keppnina árið 2013. Síðan þá hefur Guðmundur þjálfað landslið, fyrst Danmörku sem hann gerði að Ólympíumeistara 2016, svo Barein og loks Íslands frá árinu 2018. Axel Geerken, stjórnarmaður hjá Melsungen, segir að Guðmundur hafi ekki verið lengi að taka ákvörðun þegar til hans var leitað: „Hann var mjög ánægður með þetta og ákvað sig nánast á stundinni. Melsungen væri með spennandi hóp sem enn getur afrekað eitthvað á þessu tímabili. Hann hlakkaði til að snúa aftur í þýsku deildina,“ sagði Geerken í yfirlýsingu Melsungen. „Það er alls ekki sjálfgefið að fá þjálfara í þessum klassa. Sérstaklega á svona skömmum tíma. Það var auðvitað viss heppni fólgin í því. Við erum þeim mun ánægðari með afstöðu Guðmundar og vilja til að byrja með liðið á laugardaginn,“ sagði Geerken. Guðmundur verður formlega kynntur til leiks hjá Melsungen á blaðamannafundi á föstudaginn. Hann mun fylgjast með leik liðsins við Bergischer annað kvöld í sjónvarpi en Melsungen tekur svo á móti Bjerringbro-Silkeborg í EHF-keppninni á laugardagskvöld.
Þýski handboltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira