Charlotte Awbery var óvænt beðin um að halda áfram með lagið Shallow þegar hún var að ferðast með neðanjarðarlestakerfinu í London á dögunum og fór myndband af henni eins og eldur í sinu um netheima í kjölfarið.
Margar milljónir hafa séð myndbandið og hún er orðin það þekkt að Ellen fékk hana í spjallþátt sinn á dögunum.
Ellen fékk hana til að taka lagið í þætti sínum og sló hún einnig rækilega í gegn hjá spjallþáttadrottningunni eins og sjá má hér að neðan.