Fyrsta vopnaða ránið í um fjörutíu ára sögu Kjötborgar Atli Ísleifsson skrifar 27. febrúar 2020 09:00 Bræðurnir Gunnar og Kristján Jónassynir opnuðu Kjötborg árið 1981. vísir/vilhelm Ungur maður vopnaður hnífi réðst inn í verslun Kjötborgar á horni Blómvallagötu og Ásvallagötu í vesturbæ Reykjavíkur um miðjan dag á þriðjudaginn. Var þetta fyrsta ránið í sögu verslunarinnar. Gunnar Jónasson, annar eigenda Kjötborgar, segir að maðurinn hafi komist undan með „einhverja þúsundkalla“, en að honum skiljist að lögreglu hafi nú tekist að hafa hendur í hári mannsins. Staðið vaktina frá 1981 Gunnar rekur Kjötborg í félagi við Kristján bróður sinn og hafa þeir staðið þar vaktina frá árinu 1981. „Þetta er fyrsta ránið sem á sér stað hérna. Það hlaut nú að koma að því, en við vonum bara að það verði fjörutíu ár eða jafnvel fleiri í það næsta. Þetta er eitthvað sem maður á alltaf óbeint von á, en hefur aldrei lent í.“ Gunnar segir að vopnaði maðurinn hafi ruðst inn um klukkan 14 á þriðjudaginn. „Hann var vopnaður hnífi. Bróðir minn stóð vaktina þá, en ég var sjálfur að ná í vörur. Það voru engir viðskiptavinir í versluninni á þessu augnabliki þegar þetta átti sér stað.“ Ekki með sömu reynslu og Pétursbúð Hann segir að þó að maðurinn hafi verið grímuklæddur og með sólgleraugu þá hafi Kristján engu að síður náð að veita lögreglu greinargóða lýsingu á manninum. „Við höfum aldrei lent í þessu og höfum því ekki mikla reynslu eins og Pétursbúð. Við létum hins vegar ekkert reyna á að vera með einhverja takta og létum svo lögreglu vita af því að þetta er náttúrulega eitthvað sem þarf að stoppa,“ segir Gunnar að lokum. Lögreglumál Reykjavík Verslun Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Ungur maður vopnaður hnífi réðst inn í verslun Kjötborgar á horni Blómvallagötu og Ásvallagötu í vesturbæ Reykjavíkur um miðjan dag á þriðjudaginn. Var þetta fyrsta ránið í sögu verslunarinnar. Gunnar Jónasson, annar eigenda Kjötborgar, segir að maðurinn hafi komist undan með „einhverja þúsundkalla“, en að honum skiljist að lögreglu hafi nú tekist að hafa hendur í hári mannsins. Staðið vaktina frá 1981 Gunnar rekur Kjötborg í félagi við Kristján bróður sinn og hafa þeir staðið þar vaktina frá árinu 1981. „Þetta er fyrsta ránið sem á sér stað hérna. Það hlaut nú að koma að því, en við vonum bara að það verði fjörutíu ár eða jafnvel fleiri í það næsta. Þetta er eitthvað sem maður á alltaf óbeint von á, en hefur aldrei lent í.“ Gunnar segir að vopnaði maðurinn hafi ruðst inn um klukkan 14 á þriðjudaginn. „Hann var vopnaður hnífi. Bróðir minn stóð vaktina þá, en ég var sjálfur að ná í vörur. Það voru engir viðskiptavinir í versluninni á þessu augnabliki þegar þetta átti sér stað.“ Ekki með sömu reynslu og Pétursbúð Hann segir að þó að maðurinn hafi verið grímuklæddur og með sólgleraugu þá hafi Kristján engu að síður náð að veita lögreglu greinargóða lýsingu á manninum. „Við höfum aldrei lent í þessu og höfum því ekki mikla reynslu eins og Pétursbúð. Við létum hins vegar ekkert reyna á að vera með einhverja takta og létum svo lögreglu vita af því að þetta er náttúrulega eitthvað sem þarf að stoppa,“ segir Gunnar að lokum.
Lögreglumál Reykjavík Verslun Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira