Man. City í frábærum málum frá Madrid Sindri Sverrisson skrifar 26. febrúar 2020 21:45 Luka Modric með boltann í leiknum við Man. City í kvöld. vísir/getty Englandsmeistarar Manchester City unnu 2-1 sigur gegn Real Madrid á Santiago Bernabeu í kvöld og eru í kjörstöðu fyrir seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Sergio Ramos sá rautt í leiknum. Útlitið var gott hjá Real þegar Isco kom liðinu yfir á 60. mínútu eftir mistök í vörn City. Gabriel Jesus jafnaði hins vegar metin fyrir City eftir frábæran undirbúning Kevin De Bruyne, og Belginn kom City yfir úr vítaspyrnu á 83. mínútu eftir að brotið var á varamanninum Raheem Sterling. Ramos fékk svo rautt spjald fyrir að brjóta á Jesus sem var að sleppa einn gegn markverði og verður því í banni í seinni leiknum í Manchester. Meistaradeild Evrópu
Englandsmeistarar Manchester City unnu 2-1 sigur gegn Real Madrid á Santiago Bernabeu í kvöld og eru í kjörstöðu fyrir seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Sergio Ramos sá rautt í leiknum. Útlitið var gott hjá Real þegar Isco kom liðinu yfir á 60. mínútu eftir mistök í vörn City. Gabriel Jesus jafnaði hins vegar metin fyrir City eftir frábæran undirbúning Kevin De Bruyne, og Belginn kom City yfir úr vítaspyrnu á 83. mínútu eftir að brotið var á varamanninum Raheem Sterling. Ramos fékk svo rautt spjald fyrir að brjóta á Jesus sem var að sleppa einn gegn markverði og verður því í banni í seinni leiknum í Manchester.
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn