Kórónaveirusmit í Austurríki og Króatíu Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. febrúar 2020 12:31 Andrej Plenković, forsætisráðherra Króatíu, greindi þjóð sinni frá fyrsta smitinu þar í landi í morgun. Getty/Bloomberg Búið er að staðfesta fyrstu Covid-19 kórónuveirusmitin í Austurríki og Króatíu. Austurríska ríkisútvarpið ORF hefur eftir embættismönnum í sambandslandinu Tirol, í vesturhluta landsins, að á þessari stundu séu staðfestu tilfellin tvö þar í landi. Annars vegar sé um að ræða einstakling frá Norður-Ítalíu en þar hefur verið gripið til víðtækra ráðstafana eftir 283 staðfest smittilfelli og sjö dauðsföll þeim tengdum. Óljóst er hvenær umræddur einstaklingur í Tirol var síðast á Ítalíu eða hvort hann hafi verið í Lombardy, Langbarðalandi, þar sem ástandið hefur verið hvað verst. Sjá einnig: Hefur ekki farið út úr húsi í þrjá daga vegna Covid-19 veirunnar Austurríska ríkisútvarpið segir einstaklinginn vera með vægan hita og að hann hafi verið lagður inn á spítala í Innsbruck. Engar upplýsingar hafa borist um hinn einstaklinginn sem talinn er sýktur í Austurríki. Þá greindi forsætisráðherra Króatíu, Andrej Plenković, frá því í morgun að búið sé að staðfesta fyrsta smittilfellið þar í landi. Er þar um að ræða karlmann sem hafði heimsótt Mílanó á Ítalíu dagana 19. til 21. febrúar. Forsætisráðherrann sagði jafnframt að sá smitaði væri ungur og sýndi væg smiteinkenni. Hann hefur verið færður í sóttkví í Zagreb en ástand hans telst þó heilt yfir gott. Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Króatía Tengdar fréttir Hefur ekki farið út úr húsi í þrjá daga vegna Covid-19 veirunnar Íslendingur sem búsettur er í Mílanó segir íbúa á Ítalíu afar hrædda vegna Covid-19 veirunnar. Ítölsk stjórnvöld hafa gripið til neyðaraðgerða til að bregðast við mestu útbreiðslu Covid-19 veirunnar í Evrópu til þessa, 152 smit hafa verið staðfest á Ítalíu en þriðja dauðsfallið var staðfest þar í landi í dag. 23. febrúar 2020 20:00 Íslendingum sem heimsækja fjögur héruð Ítalíu gert að fara í sóttkví Íslenskir ferðalangar sem hafa heimsótt ákveðin héröð á Ítalíu ættu að viðhafa sóttkví í tvær vikur samkvæmt nýuppfærðum tilmælum sóttvarnarlæknis vegna Covid-19 veirunnar. 24. febrúar 2020 19:45 Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fleiri fréttir Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Sjá meira
Búið er að staðfesta fyrstu Covid-19 kórónuveirusmitin í Austurríki og Króatíu. Austurríska ríkisútvarpið ORF hefur eftir embættismönnum í sambandslandinu Tirol, í vesturhluta landsins, að á þessari stundu séu staðfestu tilfellin tvö þar í landi. Annars vegar sé um að ræða einstakling frá Norður-Ítalíu en þar hefur verið gripið til víðtækra ráðstafana eftir 283 staðfest smittilfelli og sjö dauðsföll þeim tengdum. Óljóst er hvenær umræddur einstaklingur í Tirol var síðast á Ítalíu eða hvort hann hafi verið í Lombardy, Langbarðalandi, þar sem ástandið hefur verið hvað verst. Sjá einnig: Hefur ekki farið út úr húsi í þrjá daga vegna Covid-19 veirunnar Austurríska ríkisútvarpið segir einstaklinginn vera með vægan hita og að hann hafi verið lagður inn á spítala í Innsbruck. Engar upplýsingar hafa borist um hinn einstaklinginn sem talinn er sýktur í Austurríki. Þá greindi forsætisráðherra Króatíu, Andrej Plenković, frá því í morgun að búið sé að staðfesta fyrsta smittilfellið þar í landi. Er þar um að ræða karlmann sem hafði heimsótt Mílanó á Ítalíu dagana 19. til 21. febrúar. Forsætisráðherrann sagði jafnframt að sá smitaði væri ungur og sýndi væg smiteinkenni. Hann hefur verið færður í sóttkví í Zagreb en ástand hans telst þó heilt yfir gott.
Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Króatía Tengdar fréttir Hefur ekki farið út úr húsi í þrjá daga vegna Covid-19 veirunnar Íslendingur sem búsettur er í Mílanó segir íbúa á Ítalíu afar hrædda vegna Covid-19 veirunnar. Ítölsk stjórnvöld hafa gripið til neyðaraðgerða til að bregðast við mestu útbreiðslu Covid-19 veirunnar í Evrópu til þessa, 152 smit hafa verið staðfest á Ítalíu en þriðja dauðsfallið var staðfest þar í landi í dag. 23. febrúar 2020 20:00 Íslendingum sem heimsækja fjögur héruð Ítalíu gert að fara í sóttkví Íslenskir ferðalangar sem hafa heimsótt ákveðin héröð á Ítalíu ættu að viðhafa sóttkví í tvær vikur samkvæmt nýuppfærðum tilmælum sóttvarnarlæknis vegna Covid-19 veirunnar. 24. febrúar 2020 19:45 Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fleiri fréttir Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Sjá meira
Hefur ekki farið út úr húsi í þrjá daga vegna Covid-19 veirunnar Íslendingur sem búsettur er í Mílanó segir íbúa á Ítalíu afar hrædda vegna Covid-19 veirunnar. Ítölsk stjórnvöld hafa gripið til neyðaraðgerða til að bregðast við mestu útbreiðslu Covid-19 veirunnar í Evrópu til þessa, 152 smit hafa verið staðfest á Ítalíu en þriðja dauðsfallið var staðfest þar í landi í dag. 23. febrúar 2020 20:00
Íslendingum sem heimsækja fjögur héruð Ítalíu gert að fara í sóttkví Íslenskir ferðalangar sem hafa heimsótt ákveðin héröð á Ítalíu ættu að viðhafa sóttkví í tvær vikur samkvæmt nýuppfærðum tilmælum sóttvarnarlæknis vegna Covid-19 veirunnar. 24. febrúar 2020 19:45
Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14