Blóðpeningar Örn Sverrisson skrifar 25. febrúar 2020 10:00 Samkvæmt Íslenskri nútímamálsorðabók eru blóðpeningar peningar sem fengnir eru með því að svíkja, kúga eða framselja í opinn dauðann Meðal grundvallarhugsjóna Rauða Krossins á Íslandi er verndun lífs og heilsu og að stuðla að virðingu fyrir mannlegu lífi. Samtökin reyna að draga úr þjáningum einstaklinga og taka þá tillit til þarfa hvers og eins, en veita forgang þeim sem verst eru staddir. Ágæta stjórn og framkvæmdastýra Rauða Krossins á Íslandi! Hvar eru spilafíklar í þessum grundvallarhugsjónum ykkar? Eiga þær mögulega ekki við um þann hóp þar sem þið græðið á þeim? Í flestum þeim viðtölum við talsmenn ykkar sem ég hef ýmist lesið eða hlustað á virðist ávallt gleymast að fjalla um “fjáröflun” með spilakössum, þrátt fyrir að hún skili ykkur mestu fjármagni af öllum þeim fjáröflunum sem þið standið fyrir. Hví skyldi það vera, skammist þið ykkar? Megnið af þessum peningum eru blóðpeningar! Oftar en ekki er hér um að ræða aleigu veikra einstaklinga (spilafíkla), sem dæla peningum í spilakassanna ykkar, sem þið reyndar kjósið að kalla “söfnunarkassa”, eins og enginn sé morgundagurinn. Því akkúrat þannig er líf virks spilafíkils – það er enginn morgundagur! Ó nei - þetta eru ekki frjáls framlög. Ykkur ætti að vera orðið það ljóst fyrir allnokkru síðan. Þegar ríkið veitti ykkur leyfi til reksturs “söfnunarkassa” var það af miklu trausti og því fylgir gríðarleg ábyrgð. Mögulega ætti ríkið að kynna sér betur fyrir hverju það var í raun að veita leyfi fyrir. Eitt tel ég þó víst; að ríkið og almenningur í landinu hefur treyst ykkur. Þessa trausts hafið þið notið í áranna rás. Almenningur treystir, þegar þið segið að spilakassar séu hvorki hættulegir né skaðlegir, að þið séuð að segja satt! Það er mitt mat að þið hafið mistnotað það traust sem almenningur ber til ykkar. Fólkið í landinu treystir ykkur og trúir því að þið séuð í raun MANNVINIR, að starfsemin sé í samræmi við hugsjónir Rauða Krossins og að þið látið ykkur velferð allra varða, en ekki bara sumra. Á síðustu fjórum árum skilaði rekstur spilakassa ykkur 2,1 milljarði í tekjur. Þið fjallið um það á heimsíðu ykkar og í ályktunum að brotalöm sé í hinum ýmsu kerfum þjóðfélagsins. Er mögulegt kæra stjórn og framkvæmdarstýra að “fjáröflun” ykkar með spilakössum sé veruleg brotalöm sem skaðar líf og heilsu einstaklinga og fjölskyldur þeirra? Því að á bak við þessa rúmu 2 milljarða sem þið hafið síðastliðin fjögur ár haft í tekjur af spilakössum, fyrir utan öll árin þar á undan,er raunverulegt fólk, eins og skýrt hefur komið fram í fjölmiðlum undanfarið. Eru spilafíklar ekki raunverulegt fólk fyrir ykkur? Eða skiptir það ykkur kannski engu máli, þar sem þið eruð að græða fullt af peningum? Mögulega eruð þið um það bil að fyrirgera trausti ykkar. Höfundi er umhugað um líf og heilsu spilafíkla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárhættuspil Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt Íslenskri nútímamálsorðabók eru blóðpeningar peningar sem fengnir eru með því að svíkja, kúga eða framselja í opinn dauðann Meðal grundvallarhugsjóna Rauða Krossins á Íslandi er verndun lífs og heilsu og að stuðla að virðingu fyrir mannlegu lífi. Samtökin reyna að draga úr þjáningum einstaklinga og taka þá tillit til þarfa hvers og eins, en veita forgang þeim sem verst eru staddir. Ágæta stjórn og framkvæmdastýra Rauða Krossins á Íslandi! Hvar eru spilafíklar í þessum grundvallarhugsjónum ykkar? Eiga þær mögulega ekki við um þann hóp þar sem þið græðið á þeim? Í flestum þeim viðtölum við talsmenn ykkar sem ég hef ýmist lesið eða hlustað á virðist ávallt gleymast að fjalla um “fjáröflun” með spilakössum, þrátt fyrir að hún skili ykkur mestu fjármagni af öllum þeim fjáröflunum sem þið standið fyrir. Hví skyldi það vera, skammist þið ykkar? Megnið af þessum peningum eru blóðpeningar! Oftar en ekki er hér um að ræða aleigu veikra einstaklinga (spilafíkla), sem dæla peningum í spilakassanna ykkar, sem þið reyndar kjósið að kalla “söfnunarkassa”, eins og enginn sé morgundagurinn. Því akkúrat þannig er líf virks spilafíkils – það er enginn morgundagur! Ó nei - þetta eru ekki frjáls framlög. Ykkur ætti að vera orðið það ljóst fyrir allnokkru síðan. Þegar ríkið veitti ykkur leyfi til reksturs “söfnunarkassa” var það af miklu trausti og því fylgir gríðarleg ábyrgð. Mögulega ætti ríkið að kynna sér betur fyrir hverju það var í raun að veita leyfi fyrir. Eitt tel ég þó víst; að ríkið og almenningur í landinu hefur treyst ykkur. Þessa trausts hafið þið notið í áranna rás. Almenningur treystir, þegar þið segið að spilakassar séu hvorki hættulegir né skaðlegir, að þið séuð að segja satt! Það er mitt mat að þið hafið mistnotað það traust sem almenningur ber til ykkar. Fólkið í landinu treystir ykkur og trúir því að þið séuð í raun MANNVINIR, að starfsemin sé í samræmi við hugsjónir Rauða Krossins og að þið látið ykkur velferð allra varða, en ekki bara sumra. Á síðustu fjórum árum skilaði rekstur spilakassa ykkur 2,1 milljarði í tekjur. Þið fjallið um það á heimsíðu ykkar og í ályktunum að brotalöm sé í hinum ýmsu kerfum þjóðfélagsins. Er mögulegt kæra stjórn og framkvæmdarstýra að “fjáröflun” ykkar með spilakössum sé veruleg brotalöm sem skaðar líf og heilsu einstaklinga og fjölskyldur þeirra? Því að á bak við þessa rúmu 2 milljarða sem þið hafið síðastliðin fjögur ár haft í tekjur af spilakössum, fyrir utan öll árin þar á undan,er raunverulegt fólk, eins og skýrt hefur komið fram í fjölmiðlum undanfarið. Eru spilafíklar ekki raunverulegt fólk fyrir ykkur? Eða skiptir það ykkur kannski engu máli, þar sem þið eruð að græða fullt af peningum? Mögulega eruð þið um það bil að fyrirgera trausti ykkar. Höfundi er umhugað um líf og heilsu spilafíkla.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun