Gengur á með éljum í alla nótt og varað við ófærð Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. febrúar 2020 23:00 Mælt hefur verið með því að fólk geri ráðstafanir í fyrramálið þegar það leggur af stað til vinnu. Vísir/Vilhelm Áfram mun snjóa á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar sunnan- og vestanlands í nótt. Varað hefur verið við ófærð í fyrramálið, einkum á höfuðborgarsvæðinu. „Já, það gengur á með éljum í alla nótt en enn sem komið er sé ég engan samfelldan snjókomubakka. Það má búast við því að safnist samt sem áður einhverjir sentímetrar af snjó,“ segir Daníel Þorláksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Úrkomunnar gætir aðallega frá Vestfjörðum og yfir á Suðausturland en snjóþyngst verður þó suðvestantil á landinu. Helst mun hanga þurrt um landið norðaustanvert, að sögn Daníels. Þá hefur þegar snjóað talsvert á höfuðborgarsvæðinu í dag. Líkt og komið hefur fram er hætt við ófærð á götum í nótt og á morgun. Mælt hefur verið með því að fólk geri ráðstafanir í fyrramálið þegar það leggur af stað til vinnu. „Já, það er nú bara oft svoleiðis að þegar er föl á götunum þá gengur umferðin hægar fyrir sig. Það þarf tíma til að ryðja þetta allt saman,“ segir Daníel. Snjó hefur kyngt niður á höfuðborgarsvæðinu í dag.Vísir/Vilhelm En hvernig má búast við því að veðrið verði á morgun? „Það gengur áfram með éljum vel fram yfir hádegi og svo dregur úr þeim og verður minni éljagangur um kvöldið og verður orðið þurrt nærri miðnætti.“ Þegar líða tekur á komandi viku mun svo birta til og stytta upp á höfuðborgarsvæðinu. „Á þriðjudegi er komin norðanátt yfir landið og það verður þá líklega hríð á Vestfjörðum og dálítil snjókoma með norðurströndinni og norðanáttin verður ríkjandi fram á fimmtudag, með þá snjókomu og éljum. Þá verður þurrt hjá okkur í höfuðborginni og jafnvel bjart. Og kalt í veðri, lengst af frost.“ Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Norðaustan 13-18 m/s og snjókoma á Vestfjörðum og með norðurströndinni, annars hæg norðlæg eða breytileg átt, skýjað að mestu og þurrt. Frost 1 til 8 stig, kaldast inn til landsins. Á miðvikudag: Norðan- og norðaustan 8-15 m/s átt og dálítil él, en úrkomulítið um sunnanvert landið. Herðir á frosti. Á fimmtudag: Stíf austlæg átt og él eða snjókoma í flestum landshlutum. Frost um land allt. Á föstudag: Austlæg eða breytileg átt og snjókoma austantil á landinu, annars þurrt. Vægt frost en frostlaust syðst á landinu. Á laugardag: Suðlæg átt og dálítil snjókoma eða él, en þurrt norðvestantil. Hiti breytist lítið. Á sunnudag: Útlit fyrir sunnan- og suðvestanátt með éljum, en að mestu þurrt norðanlands. Hiti nálægt frostmarki. Veður Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Áfram mun snjóa á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar sunnan- og vestanlands í nótt. Varað hefur verið við ófærð í fyrramálið, einkum á höfuðborgarsvæðinu. „Já, það gengur á með éljum í alla nótt en enn sem komið er sé ég engan samfelldan snjókomubakka. Það má búast við því að safnist samt sem áður einhverjir sentímetrar af snjó,“ segir Daníel Þorláksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Úrkomunnar gætir aðallega frá Vestfjörðum og yfir á Suðausturland en snjóþyngst verður þó suðvestantil á landinu. Helst mun hanga þurrt um landið norðaustanvert, að sögn Daníels. Þá hefur þegar snjóað talsvert á höfuðborgarsvæðinu í dag. Líkt og komið hefur fram er hætt við ófærð á götum í nótt og á morgun. Mælt hefur verið með því að fólk geri ráðstafanir í fyrramálið þegar það leggur af stað til vinnu. „Já, það er nú bara oft svoleiðis að þegar er föl á götunum þá gengur umferðin hægar fyrir sig. Það þarf tíma til að ryðja þetta allt saman,“ segir Daníel. Snjó hefur kyngt niður á höfuðborgarsvæðinu í dag.Vísir/Vilhelm En hvernig má búast við því að veðrið verði á morgun? „Það gengur áfram með éljum vel fram yfir hádegi og svo dregur úr þeim og verður minni éljagangur um kvöldið og verður orðið þurrt nærri miðnætti.“ Þegar líða tekur á komandi viku mun svo birta til og stytta upp á höfuðborgarsvæðinu. „Á þriðjudegi er komin norðanátt yfir landið og það verður þá líklega hríð á Vestfjörðum og dálítil snjókoma með norðurströndinni og norðanáttin verður ríkjandi fram á fimmtudag, með þá snjókomu og éljum. Þá verður þurrt hjá okkur í höfuðborginni og jafnvel bjart. Og kalt í veðri, lengst af frost.“ Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag: Norðaustan 13-18 m/s og snjókoma á Vestfjörðum og með norðurströndinni, annars hæg norðlæg eða breytileg átt, skýjað að mestu og þurrt. Frost 1 til 8 stig, kaldast inn til landsins. Á miðvikudag: Norðan- og norðaustan 8-15 m/s átt og dálítil él, en úrkomulítið um sunnanvert landið. Herðir á frosti. Á fimmtudag: Stíf austlæg átt og él eða snjókoma í flestum landshlutum. Frost um land allt. Á föstudag: Austlæg eða breytileg átt og snjókoma austantil á landinu, annars þurrt. Vægt frost en frostlaust syðst á landinu. Á laugardag: Suðlæg átt og dálítil snjókoma eða él, en þurrt norðvestantil. Hiti breytist lítið. Á sunnudag: Útlit fyrir sunnan- og suðvestanátt með éljum, en að mestu þurrt norðanlands. Hiti nálægt frostmarki.
Veður Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira